Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 18
Landnám á Net inu 20 Vefurinn er byggður á kennsluaðferð Herdísar, landnámsaðferðinni, Nýtt land - ný þjóð. Þessi kennsluaðferð hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur Herdís skrif- að bækur og haldið námskeið fyrir kennara um efnið. Skólavarðan fékk Halldóru Björnsdóttur, hönnuð og umsjónarmann vefsins, til að segja frá honum. Sannkallaður lífsleiknivefur Á www.leikni.is er kappkostað að kynna börnum fjármálaheiminn á spennandi og skemmtilegan hátt. Að læra í gegnum leik hefur löngum þótt góð leið fyrir ung- menni.Gestir www.leikni.is skapa sitt eigið land, sjá um rekstur þjóðarbúsins sem og heimilisins. Börnin læra að átta sig á hvað það þýðir að vera ábyrgur þjóðfélagsþegn og hvaða hlutverki stofnanir samfélagsins gegna. Leikurinn Nýtt land - ný þjóð hefst á því að barnið fær það verkefni að velja landið sitt og ákveða nafn þess og stærð. Landið „gýs úr sæ“ snautt og allslaust. Börnin þurfa að finna út hvers kyns gróður getur þrifist á þessu landi, gera landfræði- legt kort og margar aðrar gerðir af kortum, svo sem veðurkort, íbúakort o.fl. Þau ákveða hve margt fólk býr í landinu þeirra, hvað það hefur í laun og hve mikla skatta það greiðir. Þegar þessi atriði eru komin á hreint liggur fyrir hve miklar ráðstöfunar- tekjur ríkisins eru. Þá er komið að því að ákveða hvernig peningunum skuli varið en það getur verið flókið mál. Í lokin liggur fyrir uppgjör til útprentunar. Á svipaðan hátt er farið í gegnum heimilisfjármálin sem eru minni í sniðum en ekki síður mik- ilvæg. Samhliða leiknum „Nýtt land - ný þjóð“ er á www.leikni.is almenn fræðsla um hug- tök í fjármálum og möguleikar á að reikna út sparnað og lántökur. Verðglöggur er verðágiskunarleikur sem stendur í einn mánuð í einu, vegleg verðlaun eru veitt fyr- ir besta svarið. Í krónum talið er verkefni þar sem hægt er að glöggva sig á sérþörfum einstaklingsins og hvað þær geta kostað. Peningavit er til að læra að færa einfalt bók- hald. Verkefnabankinn inniheldur margvís- leg verkefni fyrir bekkjardeildir og ein- staklinga og á menningarsetrinu er hægt að skoða úrval innsends efnis. Vefurinn er öll- um opinn. Víða á vefnum eru fræðsluhnappar, til dæmis Viskufuglinn sem börnin geta smellt á til að fá margs konar mikilvægar upplýs- ingar. Vefurinn er gagnvirkur og landnemar fá viðbrögð við því sem þeir eru að gera. Vef- urinn er áhugaverð, fræðandi og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hann er einnig tilvalinn til notkunar við kennslu í lífsleikni í grunnskólum. Á www.leikni.is er hægt að vinna til margs konar verðlauna og tíð endurnýjun verkefna viðheldur fjölbreytni svo að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verkefn- in eru sniðin að þörfum einstaklinga annars vegar og hópa hins vegar með það í huga að kennarar vilji notfæra sér vefinn í kennslu. Kennarar sem hafa áhuga á að fá sendar kennsluleiðbeiningar geta óskað eftir því á leikni@leikni.is Lífleg blanda af gamni og alvöru gerir leikinn léttan og skemmtilegan. Talsverð umræða hefur verið í samfélag- inu undanfarið um skort á fjármálafræðslu fyrir börn og þess vegna ætti tilurð þessa vefs að vera ánægjuefni fyrir alla þá sem láta sig slíkt einhverju skipta. Vert er að taka það fram hér að hægt er að nota efni vefsins í tengslum við flestar námsgreinar. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði leikni.is þann 24. ágúst síðastliðinn að viðstöddum grunnskólakennurum og öðrum gestum. Halldóra Björnsdóttir Íslandsbanki hefur í samstarfi við Listfengi ehf. og Herdísi Egilsdóttur kennara kynnt til sögunnar nýjan fjármálavef fyrir 8-12 ára börn sem hefur hlotið nafnið leikni.is. www.leikni.is Fjármálafræðsluvefur fyrir börn Undir hatti landnámsaðferðarinnar eru samþættar allar námsgreinar grunnskólans. Aðalmarkmið aðferðarinnar er að ala upp lífsleikin börn, þ.e.a.s. ungmenni sem ganga glöð og hugdjörf til framtíðarnáms og starfs. Ég hef í rúma tvo áratugi notað þessa aðferð með þeim börnum sem ég hef kennt. Þungamiðja landnámsaðferðarinnar er sú að börnin eignast nýtt land, gerast þar landnemar sem fullorðið nútímafólk og verða að leysa öll þau mismunandi viðfangsefni sem upp koma í nýju landi þar sem ekkert hefur áður verið gert. Þau gerast þingmenn og hafa jafnan atkvæðisrétt. Þau koma sér upp mennta-, heilsugæslu- og dómskerfi, virkja fossa og aðrar orkulindir, koma á innflutningi og útflutningi, taka lán erlendis til stórra framkvæmda og læra um ábyrgð þá sem fylgir því að taka lán. Þau leggja skatta á þjóð sína og telja fram á þar til gerðum pappírum, kjósa leynilega í stórmálum og æfa sig í glímunni við útgjöld heimilanna. Segja má að þarna fari fram sjálfsnám með aðgengi að öllum þeim upplýs- ingamiðlum sem nútíminn býður upp á. Þau kortleggja landið sitt á ýmsan hátt. Síðast en ekki síst æfast þau í að ræða málefni fullorðins fólks á fullorðinna manna máli, hafa augu og eyru opin fyrir umhverfi sínu, fylgjast með fréttum og leysa hvers kyns vandamál. Herdís Egilsdóttir kennari 6D í Melaskóla tók þátt í keppninni „Verðglöggur“ í september á www.leikni.is og öll börnin í bekknum fengu í verðlaun háskólaboli með ísaumuðu merki leikni.is.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.