Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 22

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 22
 Þjóðmál VOR 2012 21 öllum að vera það ljóst að lækni eru ekki settar málfrelsisskorður þegar lög heimila honum ekki að tala opinberlega um vandamál skjólstæðinga sinna . Samskonar reglur gilda um margar aðrar starfsstéttir . Þetta virðist þó sálfræðingur norður í landi ekki skilja, ef eitthvað er að marka skrif hans í vikublaðið Akureyri fyrir skömmu . Seint á 20 . öld taka menn upp á því að finna hugvitsamlegar aðferðir til þess að setja tjáningarfrelsinu skorður . Þess sér stað í stjórnarskrárbreytingu frá 1995, en þá umorða menn lítilsháttar fyrrnefnt stjórnarskrárákvæði frá 1944 og bæta við: „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrým­ ist lýð ræðishefðum .“ (73 . gr . núgildandi stjskr .) Skorðurnar við tjáningarfrelsinu, sem röt uðu í íslensku stjórnarskrána 1995, eru auð vitað evrópsk upphefð, sem kann að opna flóðgáttir heimskulegra málaferla um mörk tjáningarfrelsisins . Í stað þess að styðj ast við þá ágætu reglu að allar skoðanir og hug myndir skuli glíma á markaðstorgi hugmynd anna var fundið upp á því að sumar skoðanir væru óæskilegar, uppfullar af fordómum, meiðandi og særandi . Búið var að uppgötva fórnarlambið sem ríkisvaldið þurfti að verja . Vel kann það að vera rétt að einhverjum þyki sér misboðið vegna skoðana annarra, en hvaða kröfu á hann á opinberri vernd, sem í sinni ýktustu mynd getur kallað yfir aðra atvinnumissi og fangavist? Alls enga . Aldrei myndi mér detta í hug að krefjast þess að tjáningar frelsi annarra yrði takmarkað, svo að mér kynni að líða betur, eða vera rórra í sálinni . Tjáningarfrelsi hinna ólíku sjónarmiða hlýtur að vera gagnkvæmt . Með öðrum orðum — ég get alltaf svarað fyrir mig, sé að mér sótt . Nú hefur hið ómögulega gerst, að nafn­togaður kennari norður á Akureyri, Snorri Óskarsson, jafnan kenndur við Bet el, er settur í leyfi af skólayfirvöldum, á grund velli skoðana sinna og tilvísana í Biblí una, vegna þess að einhverjum mislíkar við skoðanir hans á samkynhneigð, sem hann viðrar á bloggsíðu sinni . Þúsundir annarra Íslendinga tjá skoðanir sínar um allt á milli himins og jarðar á bloggsíðum og er óhætt að segja að margbreytileikinn í skoðunum sé undraverður, en sýnir um leið hvernig umburðarlynd frjálslyndishefð í lýðræðisríki fær notið sín . Ísland líkt og önnur frjáls ríki hefur meiðyrðalöggjöf og setur í lög ýmsar skorður við ónærgætni í sam skiptum fólks, þótt ekki setji það tján­ ingar frelsinu takmörk . Óhætt er þó að segja að skoðun Snorra á samkynhneigð sé lítt til vinsælda fallin nú á tímum, að minnsta kosti opinberlega . Það eru engar ýkjur að sam kynhneigð hefur um aldir verið litin horn auga og fólk jafnvel þurft að gjalda fyrir hana með lífi sínu . Vonandi eru þeir tímar að baki og eiga ekki afturkvæmt . Hins vegar mun samkynhneigðin eftir sem áður verða tilefni spaugsyrða og gamanmála, ef að líkum lætur . Nú er ekki meiningin að ræða hér kosti og lesti samkynhneigðar, heldur hitt hvort mönnum leyfist að hafa skoðun á henni og hvort að setja beri því skorður hverjir megi hafa skoðun . Nú er því ekki til að dreifa í máli Snorra að fjöldahreyfing á meðal foreldra barna í Brekkuskóla á Akureyri, þar sem hann hefur kennt í tíu ár, hafi gert kröfu um brottvikningu hans úr starfi vegna afstöðu hans til samkynhneigðar, sem hefur þó verið kunn um langt árabil . Heldur hefur því verið haldið fram að málið hafi flokkspólitískan fnyk, svo ekki sé dýpra í árinni tekið . Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.