Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 75
74 Þjóðmál VOR 2012 þetta sem allra fyrst, því sumum félögum finnst vera matur í þessu móti mér . Það er hart að þurfa að láta níða sig í erlendum blöðum, en hálfu verra, þegar slík skrif leiða til þess, að manni er sýnt vantraust .“43 Einar brást strax við beiðni Kress . Hann skrifaði í októberbyrjun 1959 til trún­ aðar manns flokksdeildar kommúnista í Greifswald og kvað Kress hafa unnið ötul­ lega að menningartengslum Íslands og Þýska alþýðulýðveldisins . Hann bætti við: Ég tel mig hins vegar vita, hvernig þessi ljóta saga hefur komist á kreik . Í þessari afmælisveislu var eiginkona eins félaga okkar . Hún er gyðingatrúar og flýði frá Hitlers­Þýskalandi . Hún ber þungan hug til flestra Þjóðverja og tók því illa, að félagi Kress var staddur þar . Tal hennar varð að þeirri fjöður, sem sást í hænunum fimm í Dem Nordschleswiger . Rógurinn í þessari grein er staðlaus . Mér er kunnugt um, að framsæknir, borgaralegir menntamenn, sem þekktu best félaga Kress fyrir stríð, til dæmis Pálmi Hannesson, rektor Mennta­ skólans í Reykjavík, og Einar Ól . Sveinsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, töldu Kress ekki nasista í skoðunum . Og vegna þess að nasistarnir hérna litu hann óhýru auga, gat hann ekki orðið lektor í Háskólanum . Og mér er kunnugt um það, að eftir stríð, þegar hann var í Austur­ Þýskalandi (fyrir 1949), var lagt fast að honum að snúa aftur til Íslands og taka við góðri stöðu hér, en hann kaus frekar að vera um kyrrt í Austur­Þýskalandi, þar sem ástandið var þá mjög erfitt .44 Bruno Kress þakkaði Einari kærlega fyrir aðstoðina og kvaðst sjálfur ekki hafa orðið neins var í afmælisveislu Brynjólfs forðum . „Mér þykir ólíklegt, að íslensk blöð taki þennan þvætting upp úr hinu þýsk­danska blaði, því á Íslandi vita menn sannleikann af eigin þekkingu og lygin yrði mjög skammæ .“45 Í ársbyrjun 1960, skömmu eftir þessi bréfa­ skipti Brunos Kress og Einars Olgeirssonar, kom Brynjólfur Bjarnason við í Greifswald og hélt fyrirlestur í háskólanum um „sögu íslensku verkalýðshreyfingarinnar“ . Alþýðu­ blaðið taldi af því tilefni kynlegt, að íslenskir kommúnistar færu í pílagrímsgöng ur til gamals nasista . Einhverjar spurnir hafði blaðið líka af atvikinu í sextugsafmæli Brynjólfs Bjarnasonar, líklega úr vestur­þýska blaðinu: „Í maí 1958 kom Kress til Reykjavíkur, og gerðu kommúnistar mikið veður með hann . En gyðingakona ein í Reykjavík þekkti fyrri feril hans og mótmælti .“46 Samband Kress og íslenskra sósíalista var áfram dágott . Kress sat í stjórn Eystrasaltsvikunnar, sem var árlegt vináttumót austur­þýskra kommúnista og norrænna gesta þeirra, og sumarið 1960 hélt Sósíalistaflokkurinn flokksskóla í Rostock í tengslum við Eystrasaltsvikuna . Þar flutti Kress erindi um „uppbyggingu sósíalismans og Þýskalandsmálið, einkum baráttuna við vestur­þýsku hernaðarhyggjuna“ .47 Margir njósnarar Austur­Þýskalands á Norður­ löndum á sjöunda og áttunda áratug hlutu menntun sína í Norrænu stofnuninni í Greifswald, en Kress veitti henni forstöðu til 1963 .48 Hann hætti kennslu 1972 og sinnti eftir það aðallega þýðingum úr íslensku . Hann varð heiðursdoktor frá Háskóla Íslands haustið 1986 á sjötíu og fimm ára afmæli skólans . Skömmu áður en Kress tók við þessari nafnbót, andaðist Henný Goldstein­ Ottósson, 24 . ágúst 1986 . Sonur hennar, Pétur Goldstein, féll frá sjö árum síðar, 1993, frá konu og fimm dætrum . Hann var líklega sá íslenski ríkisborgari, sem helför gyðinga á tuttugustu öld komst næst og snerti sárast: Faðir hans, móðurbróðir og systkinabarn við hann féllu þar öll fyrir morðingja höndum . Heiðursdoktorinn frá Háskóla Íslands, Bruno Kress, lést níræður að aldri 15 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.