Þjóðmál - 01.06.2012, Page 7

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 7
6 Þjóðmál SUmAR 2012 er þó enginn tími liðinn síðan þá . . . strönd ekki á mælikvarða þinn þar sem mannsævin er ein og sama andráin æ, niðurinn allar þær öldur sem flætt hafa yfir þessa einu ævi síðan þá . Stuttu áður en þetta hefti Þjóðmála fór í prentun barst sú sorgarfregn frá Ítalíu að skáldið Jónas Þorbjarnarson hefði orðið bráðkvaddur og verið jarðsettur þar í landi . Hann var aðeins rúmlega fimmtugur þegar hann lést . Ofangreint ljóð, „Sandur“, er úr annarri ljóðabók Jónasar, Andartak á jörðu (1992) . Sú bók var tilnefnd til menningarverðlauna DV með þeim orðum að Jónas væri kominn „í fremstu röð ungra íslenskra skálda“ . Jónas fæddist á Akureyri árið 1960 . Hann varð fyrir slysi í æsku sem gerði það að verkum að hann glímdi ævilangt við erfið­ an sjúkdóm . En Jónas tókst á við það eins og annað af karlmennsku . Hann var raunar hreysti menni hið mesta, þrátt fyrir veikindi sín, og stundaði m .a . sjó böð af kappi þegar hann var á Íslandi, en á seinni árum dvaldi Jónas langdvölum á Ítalíu . Hann var fjölmenntaður, lærði klassísk­ an gítarleik og stundaði háskólanám í heimspeki, listasögu og frönsku, auk þess sem hann lauk prófi í sjúkraþjálfun . Jónas var mjög áhugasamur um stjórn­ mál, þótt þess gætti lítt í ljóðagerð hans, og hafði ákveðnar og vel ígrundaðar skoðanir . Hann var góður vinur Þjóðmála . Í vorhefti blaðsins 2008 birtist ljóðið „Bergmál“ úr væntanlegri ljóðabók hans . Blessuð sé minning Jónasar Þorbjarnar­ sonar . Jónas Þorbjarnarson (1960–2012)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.