Þjóðmál - 01.06.2012, Side 11

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 11
10 Þjóðmál SUmAR 2012 ríkis útvarpsins og Stöðvar 2 að fjalla með hlutlausum hætti um fyrrverandi sam­ starfsfélaga sinn til margra ára . „Við verð­ um að treysta því að þeir geri sitt besta,“ segir Andrea Jóhanna sem lýsir sér sem eina fram bjóð andanum sem ætli sér „að að skilja sig/embættið frá viðskiptalífinu og ekki þiggja styrki frá fyrirtækjum“ . V . Ólafur Ragnar Grímsson skilgreinir sig sem miðjumann í hópi forseta fram­ bjóðendanna ásamt Herdísi Þor geirs dótt ­ ur og Ara Trausta Guð munds syni . Tveir forsetaframbjóðendanna, Ástþór Magn ­ ússon og Andrea Jóhanna Ólafsdótt ir, séu rót tækari en hann því að þau vilji beita for­ setaembætt inu á annan hátt en hann telji eðlilegt . Þóra Arnórs dóttir hafi hins vegar með ummælum sínum „stillt sér upp á hinum kantinum“ . Hún sé hallari undir utan ríkisstefnu ríkisstjórnar inn ar en hon­ um finnst góðu hófi gegna . Með þessari uppröðun í Fréttablaðinu setur Ólafur Ragnar sjálfan sig skör hærra en aðra frambjóðendur . Þannig mun hann koma fram við þá þar til baráttunni um Bessastaði lýkur . Hann er að eigin mati sá sem veit og hefur reynslu . Þetta vill hann að fjölmiðlamenn viðurkenni og hið sama á að gilda um keppinauta hans . Þóra Arnórsdóttir svaraði Ólafi Ragn ari fullum hálsi þegar hún opnaði kosninga­ skrifstofu sína . Hún minnti á að forseti gæti ekki rofið þing eða skipað utanþingsstjórn þegar honum þóknaðist . Slíkt tal væri lýðskrum . Með þessu skaut hún föstu skoti að Ólafi Ragnari sem gumaði af því að hann hefði haft utanþingsstjórn í handraðanum fyrir áramót 2008 og sagði ranglega eftir að Geir H . Haarde baðst lausnar undir lok janúar 2009 að nú væri þingrofsvaldið hjá forseta en ekki forsætisráðherra . Þóra sagði Ólaf Ragnar meta það svo sem hér ríkti „neyðarástand og óvissa um full veldi Íslands og framtíðarstjórnskip an“ . Þetta dró hún í efa með þeim orðum að „helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórn­ skipan lands ins“ væri teygjanleg túlkun Ólafs Ragnars sjálfs á valdsviði forseta . VI . A llt bendir til harkalegri kosningabar­áttu um Bessastaði en nokkru sinni fyrr . Ólafur Ragnar fór illa af stað en sótti í sig veðrið á meðan Þóra varð léttari og eignaðist dóttur . Þóra sló hins vegar hressilega í þegar hún opnaði kosn inga­ skrifstofu sína . Ég er enn sömu skoðunar og þegar ég heyrði fyrst um framboð Þóru, að hún hafi ekki roð við Ólafi Ragnari . Honum kann þó að bregðast bogalistin . Aldur, þaulseta og fyrri störf geta orðið honum að falli þótt honum hafi á ótrúlegan hátt tekist að tala sig frá lofgjörðinni um útrásarvíkinga og öllu öðru sem einkenndi árin hans í faðmi Baugsmanna og annarra auðmanna . Ómaklegt er að draga fyrrverandi forseta í dilka og nota þá til að afsaka eða skýra framgöngu Ólafs Ragnars eða hallmæla öðrum frambjóðendum . Ólafur Ragnar er sjálfum sér verstur þegar hann gefur til kynna að hann sé meiri og betri forseti en þeir sem dytti í hug að bjóða sig fram til að sitja við lestur í Bessastaðabókhlöðunni og spranga um Bessastaðatúnið þess á milli „og væri svo bara að hugsa allan tímann“ . Taktar eins og þessir sýna oflæti eða dómgreindarbrest sem kann að verða hverjum manni að falli, meira að segja Ólafi Ragnari Gríms syni .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.