Þjóðmál - 01.06.2012, Page 14

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 14
 Þjóðmál SUmAR 2012 13 Nýjasta skip íslenska fiskiskipaflotans, Heimaey VE 1, er glæsilegt uppsjávarveiðiskip í eigu Ísfélags Vest manna­ eyja . Skipið er smíðað í Síle og kom til landsins 15 . maí sl . Það var fimm ár í smíðum, en smíði þess tafðist vegna náttúruhamfara í Síle . Skipið er rúmlega 71 metra langt og 14 metra breitt . Burðargeta þess er um tvö þúsund tonn í tíu kælitönkum . Skipið er búið fullkomnum tæknibúnaði og er hannað sérstaklega með orkusparnað fyrir augum . Aðbúnaður áhafnar þykir til fyrirmyndar . Í skipinu eru fjórir einsmannsklefar og átta tveggjamannaklefar, auk sjúkraklefa . Salerni er í hverjum klefa . Við komuna til heimahafnar sagði skip stjór inn, Ólafur Einarsson, að skipið væri sjóborg, það hefði glöggt komið í ljós í ferðinni frá Síle . síðar varð, með jarðskjálfta og flóðbylgju, sem olli því að ekkert varð af smíði skips nr . 2 þar sem skipasmíðastöðin skemmdist illa í flóð bylgjunni og smíði Heimaeyjar seink­ aði um hátt í tvö ár . En með góðum vilja og samstarfi Ís félags­ ins og Asmar, sem ég tel vera einstakt, var lokið við smíði Heimaeyjar sem nú er komin heil í heimahöfn . Skipið er einstakt að allri gerð, búið þeim besta búnaði sem völ er á . Sérstaklega hefur verið gætt að orkunýtingu og meðferð aflans . Skipið er hannað af Rolls Royce . Við stöndum því á tímamótum en smíði Heimaeyjar sýnir svo ekki verður um villst að eigendur Ísfélags Vestmannaeyja eru ein lægir í þeirri vinnu sinni að byggja upp glæsi legt sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð á heimsvísu . Það var vitaskuld ekki áhættu­ laust að ákveða að hefja smíði tveggja nýrra skipa . Þetta hefur heldur betur sýnt sig og þar höfum við meðal annars þurft að eiga við óblíða móður náttúru . Nú eigum við hins vegar í annarri baráttu sem virðist ætla að verða tvísýnni og erfiðari og það er baráttan við stjórnvöld á Íslandi . Hver getur trúað því að ríkisstjórn Íslands sé staðráðin í því að ráðast að undirstöðu búsetu hér á landi, sjávarútveginum og veikja hann?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.