Þjóðmál - 01.06.2012, Side 18

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 18
 Þjóðmál SUmAR 2012 17 stéttskiptum þjóðfélögum og á friðar tím­ um . Þegar mikið liggur við hentar ein ræðið betur . Því aflögðu Grikkir og stundum einnig Rómverjar lýðræði tíma bundið þegar ógn steðjaði að, enda er ekki hægt að stýra her með lýðræðislegum hætti fremur en skipi eða hljómsveit . Raunar bjuggu þrjár af helstu þjóðum við Miðjarðarhaf í fornöld, Grikkir, Róm­ verjar og Karþagómenn, allar við lýðræði í einhverri mynd, þó að konur og þrælar hafi að sjálfsögðu hvergi komið að ákvarðana­ töku . Slíkt hefði fornmönnum þótt álíka fráleitt og að veita húsdýrum kosningarétt . „Jafnréttisumræðan“ var nefnilega enn ekki komin á skrið . Á stæða þess, hve margir vilja eigna Grikkjum lýðræðið er trúlega sú, að þeir komu fyrstir fram með orð yfir fyrir­ bærið og fundu jafnframt upp ein hverja undarlegustu og vitlausustu útgáfu af lýð ­ ræði sem þekkst hefur, þar sem menn voru kosn ir til ábyrgðarstarfa með hlut kesti . Þeir virð ast nefnilega hafa verið haldn ir sömu þrá hyggju og „pólitískt rétt hugs andi“ vinstri menn og einfeldningar samtímans og ímyndað sér að fyrst menn væru jafnir fyrir lögunum væru þeir alveg eins . Vegna þess að menn væru jafningjar væru þeir líka jafnokar og því jafnhæfir til allra hluta . Þetta er sama hugsun og veldur því t .d . að þroskaheft um er nú veittur kosningaréttur og kjörgengi þótt margt af þessu ágæta fólki hafi ekki meira vit í kollinum en fimm ára börn . Þroska heftir eru hið besta fólk, en þeir eru einfaldlega ekki jafnokar okkar hinna til allra hluta, svo ágætir sem þeir annars kunna að vera . Kjánarnir, sem fyrir þessu standa, ímynda sér að þetta sé á einhvern hátt „lýð­ ræð is legt“ og komi einhverjum „mann­ rétt ind um“ við . En þetta er einfaldlega heimska, og má spyrja sig hvorir hafi meira vit í kollinum, þeir þroskaheftu eða hinir, sem fyrir þessu standa . En því ekki þá að veita fimm ára börnum kosningarétt? Þetta uppátæki Aþeninga með hlutkestið mislukkaðist að sjálfsögðu enda eru engir tveir einstaklingar eins og jafnhæfir til allra hluta þó að þeir séu jafningjar fyrir lög­ unum og hafi sama atkvæðisrétt . Allir hafa mismunandi áhugamál, hæfileika og getu á ýmsum sviðum og alls ekki allir, þótt þeir séu að öðru leyti ágætismenn, eru færir um að stjórna borg eða ríki, hvort sem er í Grikklandi hinu forna eða hér í Reykja vík . Beint lýðræði, völd múgsins, er ekki svar ið við vandamálum heimsins . Mað ur inn er félagsvera og það liggur djúpt í eðli flestra að hlýða, ekki stjórna, taka við skipunum, ekki gefa þær . Sauðahjörðin fylgir forystusauðnum, en það gleymist stundum, að forystusauðurinn er líka sauð­ ur . Það eina sem hann hefur fram yfir hina sauðina er frekjan . Valið á forystusauðnum skiptir því öllu máli . Vondur forystusauður gæti leitt hjörðina fyrir björg . Hjörðin sjálf verður eitthvað að hafa til málanna að leggja . Þetta vandamál hafa menn á Vestur­ löndum leyst með því að blanda saman einræði og lýðræði í hæfilegum skömmt­ um . Almenningur gegnir hlutverki ráðn­ ingar stjórans („mannauðsstjórans“ eins og hinir pólitískt rétthugsandi segja) og ræður tiltekinn einstakling og/eða flokk manna með honum til að hafa í meginatriðum einræðis völd í tiltekinn tíma . Stjórnvöld fá þannig vinnufrið en eiga á hættu að missa völdin ef ekki tekst vel til . Þessi blanda af einræði og lýðræði, þ .e . fulltrúalýðræði, hefur reynst vel og betri lausn er ekki í sjón­ máli . En, eins og ég hef margoft bent á annars staðar, eru hvorki lýðræði né mannréttindi hugsanleg án tjáningarfrelsis . Víkjum aðeins að Þýskalandi Hitlers, Rússlandi Stalíns eða Norður­Kóreu samtímans . Stuðn­

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.