Þjóðmál - 01.06.2012, Page 47

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 47
46 Þjóðmál SUmAR 2012 til þátttöku . Þetta er að mínu viti nokkuð langsótt skýring en á hana mætti láta reyna frekar í næsta útboði í júní með því að senda skýr skilaboð um vilja Seðlabankans til að losa út hærri fjárhæðir en í fyrri útboðum . Við túlkun á niðurstöðum útboða Seðla­ bankans verður ekki fram hjá því litið að þau eru eingöngu opin aflandskrónum sem hafa verið í samfelldu eignarhaldi frá 28 . nóvember 2008, eins og áður er getið . Þeir sem hafa keypt krónur á aflandsmarkaði frá þessum tíma hafa því verið útilokaðir frá þátttöku í útboðunum .12 Þeir eru hins vegar eðli málsins samkvæmt líklegri til að vera tiltölulega þolinmóðir enda keyptu þeir aflandskrónur þótt þeir vissu af þeim tak mörkunum sem þeirri eign fylgja . Þá hafa útboðin ekki verið opin innlendum krónu eigendum . Því liggja ekki fyrir neinar upp lýsingar sem byggjandi er á um óþreyju þessara aðila . Það er bagalegt að útboðin veiti svo takmarkaðar upplýsingar . Úr þessu má þó bæta með tiltölulega einföldum ráðum við útfærslu næstu skrefa við afnám hafta . En þær upplýsingar sem fyrir liggja eru um það bil eins afdráttarlaus vísbending og útboðin geta veitt um mikla þolinmæði aflands­ krónueigenda (eða vilja til að vera áfram með eignir sínar í íslenskum krónum) og sæmilegan árangur við að losa út óþolin­ móðasta fjármagnið . Kaup Seðlabankans á evrum fyrir krónur — hvernig ber að túlka niðurstöður útboða? Kaup Seðlabankans á evrum í út boð­um frá því í júní 2011 nema svip­ aðri fjárhæð og losuð hefur verið út í þeim útboðum sem beint hefur verið að aflands­ 12 Að líkum lætur stafar þetta af ótta um sniðgöngu gjald­ eyrishaftanna ef opnað væri fyrir þátttöku allra aflands­ krónueigenda . krónueigendum . Seðlabankinn hefur krafist þess að þær krónur sem fjárfestar hafa fengið í skiptum fyrir evrurnar séu bundnar í við komandi fjárfestingu í 5 ár . Þetta eru afar óvenjulegir gjörningar og lítt vænir til markaðss etningar til flestra fjárfesta . Bind ingin gerir það að verkum að ógerlegt er að selja þá nema á gengi sem er mun hagstæðara þeim sem láta evrur af hendi en opinbert gengi hennar gagnvart krónu . Ef litið er til niðurstöðu útboða í tengslum við fjárfestingarleiðina og tekið tillit þess að helmingur fjárfestingar verður að koma inn í landið á opinberu gengi Seðlabank­ ans, þá hafa fjárfestar fengið evruna metna á 17–20% yfir opinberu gengi gagnvart krónu . Erfitt er að túlka með einhlítum hætti niðurstöðu þessara útboða . Þau hafa gengið síst verr en vænta mátti með tilliti til þeirra sérstöku fjármálaafurða sem verið er að bjóða . Fæstir fjárfestar hafa smekk fyrir svona afurðum, jafnvel þótt þeir kynnu að hafa áhuga á fjárfestingu í viðkomandi landi, og tæplega er þess að vænta að hægt sé að binda mjög miklar fjárhæðir með þessum hætti . Bú föllnu fjármálafyrirtækjanna K röfur erlendra aðila á innlenda aðila umfram kröfur innlendra aðila á erlenda aðila í tengslum við uppgjör búa föllnu fjármálafyrirtækjanna nema um 620 milljörðum króna samkvæmt mati sem birt er í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands . Enn ríkir eðlilega nokkur óvissa um hver fjárhæðin á endanum verður enda er mat á eignum búanna háð stöðugu endurmati . Framangreind fjárhæð hækkar (lækkar) ef innlendar eignir bankanna munu reynast verðmætari (verðminni) en nú er reiknað með . Að sama skapi lækkar (hækkar) hún ef erlendar eignir munu reynast verðmætari (verðminni) en núverandi mat segir til um .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.