Þjóðmál - 01.06.2012, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 57
56 Þjóðmál SUmAR 2012 Í dag, rúmum þremur árum eftir banka­ kreppuna 2008, glíma menn við mikla erfið leika í spænska bankakerfinu . Sumir óttast jafnvel um stöðu banka í fleiri Evrópulöndum, þrátt fyrir að þeir hafi notið lausafjárstuðnings Evrópska seðla­ bank ans . Frá árinu 2010, ári eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur settist að völd­ um, hafa 8 fjármálafyrirtæki fallið hér á landi . Tvö þeirra, Byr hf . og SpKef, voru ný fjármálafyrirtæki sem stofnuð voru af Steingrími J . Sigfússyni ráðherra . Hver ber ábyrgðina á því og hvaða viðbragðs áætl anir voru fyrir hendi? Hvenær var rætt um þau mál í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur? Ekki fyrr en hrun þeirra fjármála fyrir tækja var óumflýjanlegt . Alþingismennirnir, sem skipuðu meiri­ hlutann, ákváðu að ákæra í blindni eftir skýrslu rannsóknarnefndar Páls Hreins­ sonar . Það gerðu þeir án þess að afla sér gagna, kynna sér sjónarmið og rök þeirra sem meiningin var að ákæra . Þingmenn­ irnir gættu sín ekki á því að nefndarmenn­ irnir í rannsóknarnefndinni voru búnir að komast að efnislegri niðurstöðu löngu áður en rannsókn lauk . Einn nefndarmaður lýsti niðurstöðunni í mars 2009, þegar nefndin hafði rétt hafið störf . Annar nefndarmaður lýsti „svörtum niðurstöðum“ í ágúst 2009 eða 8 mánuðum áður en skýrsla rann­ sóknarnefndarinnar kom út . Sá þriðji lýsti geðhvörfum sínum vegna vinnu við skýrsluna þremur mánuðum áður en hún kom út . Við það má bæta að málsmeðferð rannsóknarnefndarinnar stóðst engar kröfur og besta dæmið um það er hvernig nefndin lítilsvirti andmælarétt . Það er umhugsunarefni að þegar þrjú og hálft ár er liðið frá bankahruni er búið að ákæra og dæma fyrrum forsætisráðherra . Lítið er hins vegar að frétta af ákærum á hendur bankamönnum . Kom bankahrunið stjórnendum bank­ anna ekki við? Eyða fyrst og afla svo! R íkisstjórnin hefur kynnt áætlun um hvernig stórskuldugur ríkisjóður geti eytt tugum milljarða til viðbótar á næstu árum . Er það nefnt fjárfestingar­ áætlun . Þessi yfirlýsing er um stóraukinn hlut rík is ins í efnahagslífi landsmanna er jafn­ framt árétting ríkisstjórnarinnar um að hún muni aldrei lækka þá skatta sem hún hefur hækkað á undanförnum árum . Hún ætlar þvert á móti að halda áfram á sömu braut . Engu á að skila til lands manna með lækkun á sköttum . Ríkisstjórnin hefur tvær hugmyndir um hvernig fjármagna megi þessa „fjárfest­ ingaráætlun .“ • Snarhækkun veiðigjalds á sjávar út veg­ inn . • Sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkun­ um þremur . Hvorki er búið að samþykkja laga frum­ varp um aukna skattlagningu á sjávar­ útveginn né gera áætlun um sölu á hlut rík is ins á bönkunum . En ríkisstjórnin hins vegar þegar búin að ákveða að eyða hugsan­ legum tekjum af þessum aðgerðum . Eyða fyrst og afla svo . Vefþjóðviljinn á andriki.is, 19 . maí 2012 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.