Þjóðmál - 01.06.2012, Side 66

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 66
 Þjóðmál SUmAR 2012 65 snautt andrúmsloft . Fólkið er illa klætt, fáir bílar í umferð, ekkert til í búðunum, mörg hús ennþá eyðilögð eftir stríðið og lögregla og hermenn alls staðar . Og auðvitað hefur maður það á tilfinn ingunni að vera lítt velkominn gestur enda að sjálfsögðu yfirlýstur andstæðingur þessa svínarís alls . Nokkurt nervösitet skapaðist við það að Jórdaninn skýrði frá því að hann hefði notað tækifærið og komið með í bílnum svolítið af kaffi og góðri niðursuðu í skjóli okkar til vinafólks síns austan megin . Var nú ekki um annað að ræða en að leyfa stráknum að afhenda þesa gjöf sem eins gat náttúrlega verið svartamarkaðsgóss . Var nú farið inn í ósköp leiðinlegt íbúðahverfi og þó þar væri ekkert um að vera stóðu tveir Vopo­menn þar með alvæpni . Hvarf nú Múhammeð, sem svo heitir, með bréfpoka sinn inn í eitt húsið . Þó nokkuð tafðist það að hann stæði við loforð sitt og kæmi strax aftur og var nú annar Vopo­ inn farinn að hafa vaxandi áhuga á okkur þremenningunum sem sátum sem fastast í Opelnum . Lykillinn var í bílnum og var ég farinn að hugleiða að stinga af og halda til landamærapóstsins án bílstjóra hvernig sem því kynni að verða tekið, þegar Múhammeð kom hröðum skrefum . Honum var sýnilega brugðið og var voteygur . Kom þá sagan . Vinirnir voru gömul hjón sem hann bjó hjá áður en múrinn kom og höfðu þau nánast gengið honum í foreldra stað . Þau áttu nú mjög bágt, umkomulaus og veik, og hafði heimsóknin tekið mjög á unga manninn sem þótti afar vænt um þau bæði . Enginn vafi var í mínum huga á trúverðugleika frásagnarinnar og var ég feginn að við urðum þarna að liði þó óumbeðið væri og sennilega ekki alveg áhættulaust . En ég varpaði öndinni léttar þegar við vorum komin aftur í gegnum Checkpoint Charlie, hafandi skrúfað niður rúðuna og dregið að mér ferskt haustloft hins frjálsa heims . Við snæddum hádegisverð með tveim flóttamönnum að austan og hlýddum á hetjulega frásögn þeirra af flóttanum . Skelfilegt er það nú að þjóðir Austur­ Evrópu skuli lúta kúgun og ofbeldi Rússa og afvegaleiddra fylgifiska þeirra og að þetta sé gert í nafni þess sem kallað er hugsjón . Fáránlegt . Þá var flogið eftir sk . „corridor“ — flugleið sem Sovét leyfir til Hamborgar því Berlín er jú á þeirra hernámssvæði . Farið á þetta afar stásslega, nýja hótel og eru hér ferðalok í þessari boðsferð til Þýskalands fyrir okkur Varðbergsfélaga . Við Eykon erum með samliggjandi herbergi og erum í þessum skrifuðu orðum að sammælast um að fá okkur bjór . Og þegar maður lítur Einar Benediktsson starf aði í utanríkis þjón­ ustunni í tæpa fjóra ára tugi og var sendi­ herra í Genf, París, Lond on, Brussel, Osló og Washington . Þessi mynd var tekin af Einari og eiginkonu hans, Elsu Pétursdóttur, eftir af­ hend ingu trúnaðar bréfs hjá Elísabetu II . Eng­ lands drottn ingu 1982 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.