Þjóðmál - 01.06.2012, Page 75

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 75
74 Þjóðmál SUmAR 2012 mæla utanríkisráðherra Sví þjóð ar, Carls Bildts, er hann tók við umsókn Ís lands um aðildarviðræður við ESB úr hendi utan­ ríkisráðherra Íslands, Össur ar Skarp héð­ ins sonar, en þau voru á þá leið, að sterk­ ustu meðmælin fyrir hraðferð Íslands inn í ESB væri aðgöngumiðinn að norður­ svæðunum, sem Ísland byði ESB upp á . Þetta sýndi, að utanríkisráðherrum Íslands og Svíþjóðar var í júlí 2009 mikið í mun að sæta færis og innlima Ísland í skyndingu á meðan Íslendingar væru enn í sárum eftir Hrunið .4 Framferði ESB á Íslandi Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi mennta­málaráðherra og sendiherra, er vel að sér um málefni ESB og markmiðin, sem búrókratar og aðrir stefnumótendur þar á bæ hafa sett sér um málefni ESB . Hann er jafnframt þaulkunnugur siðum og hefðum, sem tíðkast ríkja í millum . Þann 2 . apríl 2012 birtist eftir hann grein í Morgunblaðinu, „Summa diplómatískra lasta“. Þar rifjar hann upp fortíð allmargra ESB­ríkja sem nýlenduherra og telur, að enn eimi eftir af þessu tímabili, þ .e . að stjórnkerfi ESB dragi dám af þessu viðhorfi „herraþjóðanna“ gagnvart t .d . smáríkjum . Þá bendir hann á, að Timo Summa, sendi­ herra ESB, fari hér um sveitir á vegum upp lýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi með það að stefnumiði að móta umræðuna um tengsl Íslands við ESB . Tómas Ingi bendir á, að framferði ESB á Íslandi sé klárt brot á Vínarsáttmálanum,5 sem tryggi sendimönnum erlendra ríkja frelsi í gistilandinu gegn því að skipta sér ekki af innanlandsmálefnum . Með Evrópu stofu virðist ESB þó hafa komið á laggirnar áróðursmiðstöð fyrir málstað sinn á Íslandi og gerir síðan menn út af örkinni til að boða fagnaðarerindið, eins og um kosningabaráttu sé að ræða . Þetta eru firn mikil . Hvað getur búið að baki því, að ESB stígur það skref að brjóta Vínarsáttmálann á Íslendingum með ærnum tilkostnaði og hættir um leið á andsefjun landsmanna og niðurlægingu sína fyrir tilstuðlan annarra stórvelda, s.s. Rússlands, Kína og BNA? Svarið getur aðeins verið eitt . Forkólfar ESB taka þessa áhættu vegna þess, að þeim þykir mikið í húfi að takast megi að innlima Ísland í ríkjasambandið . Þessa niðurstöðu má styðja með þeim hagsmunarökum, sem tíunduð eru framar í þessari grein . ESB virðist hafa mótað sér stefnu um „Drang nach Norden“ eða sókn til norðurs . Forkólfar í Berlaymont í Brüssel kunna að hafa haldið, að eftir Hrunið haustið 2008 hafi rétta stundin verið runnin upp til að ná áhrifum á Íslandi, sem enda myndi með hruni fullveldis landsins í sinni núverandi mynd, þegar því væri deilt með tæplega 30 öðrum ríkjum Evrópu . Sennilega er hér um að ræða tangarsókn til norðurs, þar sem vestari klónni er beitt fyrst, og að árangri þar náðum verði þeirri eystri beitt og áherzla lögð að nýju á að innlima Noreg í stórríkið . Valkostir Íslands Í slandi og Noregi ríður á samstöðu til að hamla gegn ásælni evrópska stórríkisins . Því miður hafa Norðmenn tekið sér stöðu með ESB gegn Íslendingum og Færeyingum í svo nefndri makríldeilu . Sú deila, sem fjallar um samnýtingu makrílstofnsins, kristallar hagsmunabaráttuna, sem verður að taka mið af, þegar metið er, hvernig hagsmunum Íslands verði bezt borgið í nútíð og framtíð . Ef Brüssel á að fara með hagsmunagæzlu fyrir hönd Íslendinga, verður iðulega tekið mið af höfðatölunni og Íslendingum skammtaður skítur úr hnefa, t .d . 5% úr

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.