Þjóðmál - 01.06.2012, Page 78

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 78
 Þjóðmál SUmAR 2012 77 sem búa á höfuðborgarsvæðinu því þeir hafa knúið verðbólguna áfram með eins konar hurðarskellum . • Bólumyndun í hagkerfinu verður eðli­ lega meiri . • Nýsköpun verður minni því of margir hugsa eins við svipaðar aðstæður . • Samkeppni minnkar því svæða­ og hér­ aðs öfl landsins eru orðin geld . • Fjölbreytni minnkar því svo fáir vita um alla möguleikana annars staðar . Þeir eru í hjörð sem bítur gras á sama bala á sama stað . • Fákeppni innanlands og eignaupptaka fyrir utan ferkílómetrana fáu verður ráð­ andi . • Samfélagið verður vanskapað, visnar og gæti veslast upp . • Landið verður tekið af okkur og aðrir nema það . Spurningar vakna Kveikjuna að hugsunum mínum um lands byggðarþróun á Íslandi má rekja til 25 ára samfelldrar búsetu í ESB­land­ inu Danmörku . Það var árið 1985 að við fjöl skyldan lentum á Jótlandi og hófum þar háskólanám . Árið 1989 hófum við hjónin fyrirtækjarekstur sem náði til alls landsins . Þegar börnin okkar höfðu náð 15 ára aldri á erlendri grund, var of seint fyrir okkur að flytja heim á ný, fyrr en þau væru vaxin úr grasi . Væru orðin sjálfbjarga og helst sjálf flutt að heiman . Því sem foreldri flytur maður ekki frá börnum sínum . Það gengur ekki . Jafnvel þó svo að okkur langaði lengi aftur „heim“ . Árið 1997 gjörbreyttum við fyrirtæki okkar og gerðum það að ráðgjafarþjónustu, stund uð­ um markaðsrannsóknir, rekstrar ráð gjöf og veittum stund um rekstrarþjón ustu . Þegar fyrstu fyrirtækin á Íslandi byrjuðu að leita til okkar eftir ráðgjöf og markaðs rannsóknum voru liðin fáein fá ár frá aldamótunum árið 2000 . En svo ótrúlega sem það kann að hljóma, varð ég hægt og rólega fyrir áfalli þegar ég gat farið að mynda mér heildstæða skoðun um marga, en þó alls ekki alla, hina íslensku viðskiptavini mína . Hvað er eiginlega að gerast uppi á Íslandi? hugsaði ég . Hvað er að? Af hverju eru þeir orðnir svona? Jú, þeim fundust vegalengdir oft svo furðu lega miklar og oft óbærilega langt að aka í Danmörku, sem þó er aðeins rúmlega einn þriðji af öllu flatarmáli Íslands . Kannski væri réttara að segja að þeim fundust allar vegalengdir svo ótrúlega miklar fyrir utan Ráðhústorgið og Strikið, sem sumir halda enn að sé götuheiti . Greinilegt var að of margir Íslendingar hugsuðu fyrst og fremst ein ungis í höfuðborgum og sáu lífið sem höfuð borg . Já, en Danmörk er hvorki Ráð hús torgið, Strikið né Kaup manna­ höfn, sagði ég . Aðeins 34 prósent Dana búa á höfuðborgarsvæðinu í samanlagt 34 bæjar félögum . Helmingur fyrirtækja lands­ ins hefur aðsetur á Jótlandi og Fjóni . Þessi 15 þúsund manna bær þarna til vinstri við næstu vegamót er til dæmis með uppland sem er þrefalt að mannfjölda og sem verslunarstaður er hann fyrirtak . Starfs­ fólkið er ákaflega gott og áreiðanlegt á jaðar svæðum svona bæja . Þarna fer einnig fram mesta nýsköpunin í öllu hagkerfi Dan­ merkur, þ .e .a .s . á jaðarsvæðum þéttbýlis og í sveit um umhverfis þéttbýliskjarna af flestum stærðum og gerðum . Nýsköpun þrífst illa í skarkala, dýrtíð, tímaskorti og samgöngu­ höft um höfuðborga . En þetta skildist ekki og sennilega vegna þess að flest fólk í svo kölluðu „viðskipta­ lífi“ á Íslandi er að miklu leyti hætt að sjá land ið sitt eins og það er . Næstum allt við skipta líf landsins hefur aðsetur á hálfri landareign Gríms staða á Fjöllum og lítur á 99,98 prósent af Íslandi sem eins

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.