Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 85

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 85
84 Þjóðmál SUmAR 2012 Katrínar og benti á að ætlaði Huang Nubo sér að leigja Grímsstaði á Fjöllum giltu um það skýr lög . Leigusamningurinn mætti ekki vera til lengri tíma en þriggja ára eða hann væri uppsegjanlegur með minna en árs fyrirvara . Að öðrum kosti þyrfti undanþágu frá innanríkisráðuneytinu . Þessi viðvörunarorð Ögmundar Jónas­ sonar voru að engu höfð að áskorun iðn­ aðar ráðherra . Viðskiptablaðið sagði frá því 6 . mars 2012 að Bergur Elías Ágústsson, sveit­ ar stjóri Norðurþings, hefði fyrir skömmu verið í Kína þar sem hann fundaði með Huang Nubo . Sagði blaðið að eftir að Ögmundur Jónasson synjaði umsókn Huangs um landakaupin hefði verið efnt til viðræðna milli sveitarstjórnar Norðurþings og Huangs, m .a . um að sveitarfélagið keypti 75% hlut jarðarinnar með láni frá Huang og leigði honum hana . Samningur um kaup á þessum hluta jarðarinnar hljóðaði upp á um 800 milljónir króna . Ef af yrði mundi fjárfesting Huangs Nubos nema nokkrum milljörðum króna hér á landi . „Við ætlum að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni og ætlum að leggja fram ákveðna sviðsmynd fyrir alla þá sem málið varðar . Við stefnum að því að ná fram niður stöðu um þetta í mánuðinum,“ sagði Bergur Elías Ágústsson í byrjun mars 2012 . Hann ætlaði síðar í mars að funda með full­ trúum atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þing eyjarsýslu og fleirum um þær leiðir sem hann vonaði að opnuðu íslenskar dyr fyrir Huang Nubo og umsvifamikilli uppbygg­ ingu hans á Grímsstöðum á Fjöllum . „Við þurfum að fá svigrúm til að fá að vinna þetta vel og faglega . Við munum sannar lega gera það, ef menn þurfa á ein­ hverju að halda þá er það fjárfesting í náttúru­ og menn ingar tengdri ferðaþjónustu,“ sagði Bergur Elías við Viðskiptablaðið . Samið var við Atvinnuþróunarfélag Eyja­ fjarðar (AFE) og Atvinnuþróunar félag Þing­ eyinga um að vinna að athugun máls ins . Í lok mars lá fyrir skýrsla frá félögunum um uppbyggingu, fjárhagslíkan og fram kvæmd fjárfestinga Huangs Nubos á Gríms stöðum á Fjöllum og var hún send til sveitar stjórna á Norður­ og Austurlandi . Á vefsíðu AFE var efni skýrslunnar lýst á þennan hátt: Markmið Zhongkun Investments [félags Huangs Nubos] á Grímsstöðum á Fjöllum er að byggja þar allt að 100 herbergja hótel auk ígildi 100 herbergja fjölskylduhúsa, samtals áætlað byggingarmagn um 20 .000 m2 . Fyrirhuguð uppbygging mun snúa að ferðaþjónustu og afþreyingu þ .m .t . hesta­ mennsku, golfi, laugum og annarri útivist . Einnig er gert ráð fyrir fjárfestingu í styrk­ ingu flugbrautarinnar sem er á jörðinni til útsýnisflugs auk bifreiða og annarra farar­ tækja . Fyrirtækið mun kappkosta náið og gott samstarf við aðra landeigendur jarðarinnar Grímsstaða þ .m .t . íslenska ríkið sem er 25% eigandi, sveitarfélagið og opinberar stofnanir sem málið getur varðað s .s . Skipulagsstofnun, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, Ferða­ mála stofu og Vegagerðina samanber drög að sam starfssamningi fyrirtækisins við íslenska ríkið, Memorandum of Understanding og samstarfssamning við sveitarfélagið Norður­ þing . Heildarfjárfesting fyrirtækisins á Gríms­ stöðum á næstu árum er áætluð um 100 milljónir evra eða 16 milljarðar íslenskra króna . Reiknað er með að veitt verði 400 frambúðarstörf, en að sú tala geti numið allt að 600 á framkvæmdatímanum . Fyrirtækið hyggst markaðssetja hótelið sem áfangastað erlendra ferðamanna með áherslu á útivist, náttúruskoðun, ráðstefnur og menningu . Gert er ráð fyrir að hér sé að verulegu leyti um nýjan markhóp í íslenskri ferðaþjónustu að ræða, sem er líklegur til að verða til þess að samgöngur til Norður­ og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.