Þjóðmál - 01.06.2012, Page 88

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 88
 Þjóðmál SUmAR 2012 87 Það kemur okkur öllum við þegar eignar­ haldi eða afnotarétti á landi okkar er ráð­ stafað út fyrir landsteinana . Kínverski auð­ maðurinn hrósar happi yfir að vera laus við innan ríkisráðherrann . En skyldi hann vera laus við íslenska þjóð? Ég held ekki . Almennt vilja Íslendingar ekki verða hráefnanýlenda fyrir erlenda auðmenn, jafnvel þótt stöku sveitarstjórnarmanni glepjist sýn . Þannig var það líka í Mið­ Ameríku þegar bananaekrurnar voru seldar . Ég held að erlendir auðkýfingar eigi að fara varlega í að hreykja sér á kostnað íslenskra stjórnmálamanna sem vilja sporna gegn því að vaðið sé á skítugum skónum inn á Ísland . Föstudaginn 4 . maí sagði Huang Nubo við China Daily: Ég held að niðurstaðan [vegna Grímsstaða á Fjöllum] verði ekki langt frá því sem ég vonaðist eftir . Með því að leigja landið er ólíklegt að málinu verði hafnað, því innanríkisráðherrann hefur ekkert með málið að gera í þetta skipti . A tvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sagði á vefsíðu sinni hinn 7 . maí að rammi Huangs Nubos gerði ráð fyrir kaupum sveitarfélaga á jörðinni og leigu hennar til 40 ára, án fjárhagslega íþyngjandi eða áhættusamra skilyrða fyrir sveitarfélögin . Eftir þessum ramma hefði verið unnið á ýmsum vígstöðvum undangengnar vikur, en hugmyndafræði verkefnisins hefði verið kynnt í ríkisstjórn hinn 4 . maí 2012 . Vinna atvinnuþróunarfélaga Eyfirðinga og Þingeyinga hefði miðað að því að koma fram með útfærslu á því hvernig verkefnið gæti komist á laggirnar í sem mestri sátt og jafnframt á þann hátt að allra hagsmuna væri gætt hvað varðaði umgengnisrétt almennings, þróun lífríkis á landinu, sjálfbæra nýtingu auðlinda og atvinnusköpun og vöxt á starfssvæðinu . Fyrirliggjandi áætlanir tryggðu um­ gengnis rétt almennings betur en nú væri og römm uðu inn sérstök skilyrði og takmark­ anir á landnýtingu og auðlindum sem ekki væru til staðar nú . Eignarhald á landinu yrði í höndum kjörinna fulltrúa af svæðinu; deili skipu lagsvald og umhverfismat væri síðan hjá til þess bærum stofnunum . Frásögnin á vefsíðu Atvinnuþróunar ­ félags Eyjafjarðar var birt til að auðvelda sveitar stjórnarmönnum að miðla upplýs­ ingum um áform Huangs Nubos sín á milli og til umbjóðenda sinna því að í hönd fór markviss vinna sem miðaði að því að fá sem flest sveitarfélög á Norður­ og Austurlandi til að slást í hópinn . Í Þingeyjarsýslum eru sex sveitarfélög: Langa nesbyggð, Norðurþing, Skútu staða ­ hreppur, Svalbarðshreppur, Tjör nes hrepp ­ ur og Þingeyjarsveit . Af Austur landi komu Vopnafjörður og Fljótsdals hérað að málinu . Úr Eyjafirði komu Akur eyri, Grýtu bakka­ hreppur, Svalbarðs strandar hreppur, Hörg­ ár sveit og Eyja fjarðar sveit að umræðum um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og jafn­ framt er minnst á Dalvíkurbyggð í fréttum af málinu. Föstudaginn 11 . maí 2012 héldu full trú ar níu sveitarfélaga á Norður­ og Austur landi fund í Heiðarbæ í Reykjahverfi til að ræða um að stofna einkahlutfélag til að kaupa þann hluta Grímsstaða sem ekki er í eigu ríkisins með það fyrir augum að leigja Huang Nubo landið . Stofnuðu sex sveitarfélög með sér undirbúningsfélag um verkefnið: Akureyri, Hörgársveit, Grýtubakkahrepp ur, Norðurþing, Vopnafjörður og Fljótsdals­ hérað . Heitir félagið GáF ehf . Verkefni undir búningsfélagsins er að verða vettvang­ ur hluthafa til að kanna til hlítar alla þætti málsins og leggja fram endanlegan samning til kynningar fyrir Huang Nubo . Af fundargerðum sveitarstjórna Grýtu­ bakka hrepps og Hörgársveitar má ráða að hvor hreppur lagði fram 75 .000 kr . hlutafé í

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.