Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 3
3 Skólavarðan 2.tbl. 2011 Leiðari Something old, something new ... Viðtal við Barböru Fleckinger Breytingar í framhaldsskólum styrkja stöðu listnáms með tilkomu nýrra laga og aðalnámskrár Starfshópur um málefni framhaldsskóla og fleiri fréttir Það er gaman að geta tjáð sig Framsögn gefur færi á að þjálfa og fræðast um margt Lært og leikið á netinu Paxel123.com er nýr og auglýsingarfrír námsleikjavefur Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Systur í meistaranámi kanna hvernig stutt er við félagsfærni í grunnskólum Rafmagn, ritun og fleira gotterí Ný námsgögn Dregur úr frumkvæði þegar nemendur koma í framhaldsskóla segir dr. Gerður G. Óskarsdóttir um rannsókn sem hún kynnti nýverið Unglingabók um viðkvæmt efni Jónína Leósdóttir fjallar um þunglyndi í nýjustu bók sinni Eignaðist marga góða vini en félagsstarfið tók líka sinn toll, segir Pétur Garðarsson Spjaldtölvur og skólastarf - bylting eða bóla? Íslensk skólamál í alþjóðlegum samanburði Alls 154 myndir á www.ki.is og nokkrar hér Framtíðarfólkið stendur vörð um umhverfið Samkeppnin Varðliðar umhverfisins Ný reglugerð um ábyrgð og skyldur ásamt slatta af hamingju 3 4 8 10 12 14 18 22 24 26 28 32 34 36 38 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Blaðamaður: Haraldur Bjarnason. Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested thordur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor. Ljósmyndir: Jón Svavarsson (js), nema annars sé getið. Forsíðumynd: Meðlimur marimbasveitarinnar í Hafralækjaskóla leikur af list. Sveitin fékk fyrstu verðlaun á uppskeruhátíð tónlistarskóla, Nótunni, í vor. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold. Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Kristín Elfa Guðnadóttir leiðari Lítilsmetið ómetanlegt samband? Þegar vel tekst til getur samband kennara og nemanda orðið báðum ómetanlegt veganesti. En hugsum okkur samfélag þar sem börnin okkar eru lungann úr deginum í umsjá langþreyttra manneskja sem hafa lítið að gefa. Þar sem fólkið sem kennir börnunum okkar þarf að verja orku sinni til að verjast árásum á störf sín með annarri höndinni og svara sífellt auknum kröfum samfélagsins með hinni. Þetta er því miður ekki að öllu leyti efni í vísindaskáldsögu. Okkur vantar sárlega aukna samræðu um það hvað við viljum að börnin okkar læri, hvernig og í hvaða umhverfi. Og jafnvel hvort við teljum yfirhöfuð mikilvægt að þau læri undir handarjaðri menntaðra kennara. Sú var tíðin að karlmenn flykktust í kennaranám, að vísu ekki á leikskólastigi þar sem það var þá álitið hlutverk kvenna að sinna ungum börnum, enda þau störf verr launuð en önnur kennarastörf. Nú hefur dregið saman með ólíkum kennarahópum í launum – þau eru alls staðar lág. Grunnskólakennarar eru líka orðin kvennastétt og ætli horfi ekki í að framhaldsskólakennarar verði það einnig þegar allur þorri þeirra fer á eftirlaun á næstu árum. Viljum við það? Um leið eru kennurum nú ljóst og leynt falin hin margvíslegustu störf til viðbótar við kennslu sem áður voru ekki í þeirra verkahring, svo sem tíð fundahöld, þátttaka í endalausum rannsóknum og könnunum, uppeldi, seta í stjórnum foreldrafélaga og nemendaráðum og guð má vita hvað. Um leið fjölgar í bekkjardeildum (afturför) og tími til glaðlegra og notalegra stunda með nemendum er af skornum skammti – en gleði og öryggi eru forsendur náms eins og rannsóknir sanna. Elsta dóttir mín vann um hríð á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Henni fannst óskaplega gaman að setjast niður með gamla fólkinu og spjalla en því miður voru það bæði sárafáar og stolnar stundir. Það var svo illa mannað að rétt tókst að ná utan um að sinna líkamlegum grundvallarþörfum heimilismanna. Álíka „þróun“ á sér nú stað í skólakerfinu. Kennarar spyrna við fótum og hamast við að kenna eins og þeir eigi lífið að leysa en sumir eru að þrotum komnir. Þetta er ekki væll og aumingjaskapur heldur staðreynd sem við viljum ekki vita af. Kennarar – og nemendur - eru á góðri leið með að verða óhreinu börnin hennar Evu, rétt eins og gamla fólkið. Það gengur jafnvel svo langt að vera í blóra við pólitískan rétttrúnað að tala fyrir hönd kennara. Nemendum og öldruðum er öllum vel við þótt þeim sé ekki sinnt, ekki satt? Það erfiðasta fyrir kennara að kyngja er að þeir eru gjarnan gerðir að blórabögglum fyrir ýmislegt sem miður fer í umhverfi barna og ungmenna. Sérstaklega á þetta við um kennara á skólaskyldustiginu sem eru dregnir til ábyrgðar umfram aðra svo sem foreldra, samfélagið í heild og fræðsluyfirvöld. Mín reynsla af kennurum er sú að þeir eru lítið fyrir að barma sér og flestir þeirra elska starfið sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það breytir ekki því sem sagt er hér að ofan. Við sinnum ekki nándar nærri nógu vel þessu gríðarlega mikilvæga fólki í lífi okkar allra. Gleðileg jól! Kristin Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.