Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 24
24 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Fyrirlesturinn kallaði hún Innlit í kennslustofur í framhaldsskólum – sjálfræði og ábyrgð nemenda. Þessi rannsókn á starfsháttum í framhaldsskólum er hluti af stærri rannsókn sem Gerður hefur nýlega lokið við um skil skólastiga. Hún upplýsir að baksvið rannsóknarinnar á starfsháttum sé sú áhersla í framhaldsskólalögum og aðalnámskrá framhaldsskóla að nemendum sé mætt þar sem þeir eru staddir, þeir eigi val um viðfangsefni, séu í samstarfi og skuli öðlast menntun við hæfi hvers og eins. „Svo segir einnig að skólar skuli kappkosta að vekja áhuga nemenda á námi og gera þá ekki að óvirkum þiggjendum. Kennsluhættir þurfi því að vera fjölbreyttir og mótast af sveigjanleika. Samkvæmt þessum markmiðum eru starfshættir nefndir ýmsum nöfnum. Þar má nefna það sem við köllum einstaklingsmiðað nám, námsaðgreiningu, rödd nemenda, valdeflingu, sjálfræði eða lýðræði. Það er líkt með öllum þessum kenningum að verið er að fjalla um að mæta ólíkum nemendum, nemendur taki sjálfstæðar ákvarðanir og hafi áhrif á nám sitt og námsframvindu. Þá eigi nemendur val um viðfangsefni og nálgun ásamt því að þeir séu virkjaðir til ábyrgðar á námi sínu. Í sumum tilfellum er líka talað um að nemendur geri sér einstaklingsáætlarnir. Það er svolítið ruglandi að hafa svona mörg hugtök um mjög svipað efni og þess vegna ekki alltaf samræmi í því sem menn eru að tala um þegar þau eru notuð,“ sagði Gerður. Eins uppröðun í stofunum „Ég skoðaði hvað einkennir starfshætti á fyrsta ári í níu framhaldsskólum í Reykjavík og byggi þetta á vettvangsathuganum og viðtölum og er auk þess með efni úr spurningakönnunum úr rannsókn sem heitir „Skilvirkni framhaldsskóla“ sem ég tók þátt í og setti inn spurningar m.a. um skil skólastiga“, útskýrir Gerður en haustið 2008 var hún í framhaldsskólunum í þrettán daga samtals, eða 61 klukkustund, tók viðtöl við sex nemendahópa og sex starfsmenn. Framhaldsskólakennarar voru meðal annars spurðir hve mikilvægt eða léttvægt þeir teldu tiltekin markmið í starfi skóla eins og að stuðla að sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, þroska frumkvæði og skapandi hugsun, þjálfa samvinnu, samskiptahæfni og fleira. „Um 95% kennara töldu þetta mikilvægt og þegar þeir voru spurðir hvernig þeim tækist Dregur úr frumkvæði þegar nemendur koma í framhaldsskóla Í um 56% af tímanum sem ég fylgdist með voru nemendur að hlusta eða horfa, eða þá að það voru spurningar og svör. „Það kom mér á óvart hve starfshættir og viðfangsefni voru lík í framhaldsskólunum níu sem ég heimsótti vegna þessarar rannsóknar. Þegar inn í skólastofurnar var komið þá virtist ekki munur á hvort sem ég var í bekkjarstofum eða faggreinastofum, bekkjarkerfisskólum eða áfangakerfisskólum. Nemendur hlustuðu á fyrirlestra og útskýringar eða horfðu á myndir í 56% heildartímans sem ég var í skólunum og formleg samvinna fór aðeins fram í 10% heildartímans. Þetta segir dr. Gerður G. Óskarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu um þróun skólastarfs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, um rannsókn sem hún gerði og kynnti nýlega í málstofu á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skóla- þróun og Rannsóknastofu um þróun skólastarfs. Niðurstöður rannsóknar á fyrstu önn í framhaldsskólum benda meðal annars til þessa: Dr. Gerður G. Óskarsdóttir rannsókn Texti: hb

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.