Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 6

Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 6
4 Skólavarðan 2. tbl 2013 baráttufunduraráttufundur Hundruð grunnskólakennara í Reykja- vík tóku stefnuna í miðborgina fimmtu- dagskvöldið 26. september. Haldið var í Iðnó þar sem boðað hafði verið til baráttufundar. Þegar fundurinn hófst klukkan átta voru um 500 kennarar mættir, svo margir að þeir rúmuðust ekki allir í húsinu og fjöldi fundar- manna stóð því fyrir utan meðan fund- urinn stóð yfir. Það er ekki ofsögum sagt að baráttu- andi hafi ríkt. Kennarar eru orðnir lang- þreyttir á miklu álagi, erfiðum vinnuað- stæðum og lágum launum. Þeir vita vel að kjarasamningar þeirra eru lausir og bera talsverðar væntingar í brjósti um að ráðamenn sjái að sér og leiðrétti kjör þeirra. Í lok fundar var rætt á hvað ætti að leggja áherslu í yfirstandandi kjara- viðræðum. Þegar launin voru nefnd réttu allir fundarmenn, bæði inni og úti, upp hönd. SKÝr SKiLaBOð Það er ekki sjálfgefið að sveitarstjórnar- menn, og aðrir sem ákvarða kjör kenn- ara, hafi skilning á að leiðrétta þurfi launin. Það verður verkefni samninga- nefndar Félags grunnskólakennara að útskýra stöðuna og sækja kjarabætur. Nefndin gerir það hins vegar ekki án aðstoðar, en ljóst er að skilaboð bar- áttufundarins í Iðnó eru skýr. Kennarar standa að baki samninganefndinni og eru til í að sækja kjarabætur með að- gerðum ef þörf krefur. Í Iðnó gafst fundarmönnum tækifæri á að senda skilaboð til samninganefnd- arinnar. Búið er að vinna úr þeim og hluti af hópnum sem undirbjó fund- inn afhenti samninganefnd FG niður- stöðuna 11. október sl. Þar er ítrekað að helsta niðurstaða fundarmanna hafi verið að leiðrétta yrði laun kennara til jafns við aðra sérfræðinga með sam- bærilega menntun og ábyrgð. Til að fylgja eftir þeirri kröfu nefndu fundar- menn að hægt væri að fara í aðgerðir á borð við skæruverkföll og hópupp- sagnir. MiKiLVÆgUr STUðNiNgUr Ólafur Loftsson, formaður FG, segir þetta í samræmi við þau skilaboð sem hann og samninganefndin hafi fengið á fjölmörgum fundum sem haldnir hafi verið með kennurum um allt land í tengslum við undirbúning kjarasamnings gerðarinnar. „Það er alveg ljóst að kennarar vilja leggja áherslur á launaleiðréttingu núna. Ég er búinn að halda ótal fundi, meðal annars með flestum trúnaðar- mönnum okkar, og niðurstaðan er alltaf sú sama - áherslan verður að vera á launaliðinn. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir að leiðréttingin er tíma- bær og afar brýn. Að öðrum kosti munu kennarar í auknum mæli fara að horfa í kringum sig eftir öðrum störfum. Ég er þegar farinn að heyra af slíku og af kennurum sem horfa út fyrir land- steinana. Þá þróun verður að stöðva og það er ekki síður mikilvægt að tryggja að fleira ungt fólk fari í kennara nám til að eðlileg endurnýjun verði í stéttinni. Það er ekki að gerast núna, og launin leika þar stórt hlutverk.“ Aðspurður um virði fundar á borð við þann sem haldinn var í Iðnó segir Ólafur: „Að grasrótin taki sig saman á þennan hátt er ómetanlegt. Það sýnir að kenn- arar standa saman að baki þeim hópi sem kosinn hefur verið til að semja fyrir þá. Við komum því sterkari en ella að samningaborðinu.“ Forysta KÍ og FG vill koma á framfæri þakklæti til fámenns en kraftmikils hóps grunnskólakennara sem undirbjó fundinn. Myndir: Skólavarðan, Jón Svavarsson Kennarar í Reykjavík fjölmenntu á baráttufund í Iðnó.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.