Skólavarðan - 01.11.2013, Side 14

Skólavarðan - 01.11.2013, Side 14
12 Skólavarðan 2. tbl 2013 Stofnanasamningar hafa skilað kenn- urum slökum kjörum miðað við sam- anburðarhópa. Því vakna spurningar um hvort dreifstýrðir kjarasamningar í anda New Public Management (NPM) gangi upp í ríkisstofnunum eins og framhaldsskólum. Á sama tíma og hugmyndafræði dreifstýrðra kjara- samninga haslaði sér völl hérlendis var annar þráður spunninn sem fólst í hagræðingu í rekstri, styrkari áætlunar- gerð og notkun rekstrarlíkana. Vald og umboð til að semja var flutt að hluta til skólameistara framhaldsskólanna eins og annarra forstöðumanna ríkisstofn- ana. Reiknilíkan, miðstýrt tæki til skipt- ingar fjármuna milli allra framhalds- skóla, var tekið upp en hefur á vissan hátt verið misnotað sem farvegur fyrir niðurskurð. Framhaldsskólakennarar eru einsleit stétt og stór faghópur á ís- lenskan mælikvarða, líkt og hjúkrunar- fræðingar. Skjólstæðingum þessara stétta verður ekki vísað frá, jafnvel þótt þeim fylgi ekki fé frá yfirvöldum. Nýr menntamálaráðherra orðaði þetta sem svo að nemendur væru ekki hagstærð. Góðærið í upphafi aldarinnar leiddi ekki af sér aukinn metnað stjórnvalda til að efla framhaldsskólana, heldur var þvert á móti saumað að þeim fjár- hagslega. Skólar fá fjármagn til launa- greiðslna á grundvelli launastikunnar, sem átti að endurspegla meðallaun allra, en miðað við árið 2012 er munur- inn á upphæð í launastiku og meðal- launum kennara 25% eða 85.000 kr. á mánuði. Heiðarlegar tilraunir samn- ingsaðila í kjarasamningum til að setja aukafé í framhaldsskólasamningana virkuðu ekki. Launagjáin milli fram- haldsskóla og meðaltals BHM hefur farið breikkandi síðastliðinn tæpan áratug. Geta stofnanasamningar og starf sam- starfsnefnda fært félagsmönnum betri kjör? Já, en: • ekki við óbreytt rekstrarskilyrði fram- haldsskóla. Hugmyndafræðin um ábataskipti í dreifstýrðum kjarasamn- ingum hefur aldrei komist í gang þar sem mögulegur afgangur af rekstri einstaka skóla hefur aldrei verið lát- inn í friði og því ekki ratað inn í laun kennara. • ekki ef skólameistari framhaldsskóla veit aldrei lengra en eitt ár í senn um rekstrarforsendur síns skóla og lang- tímahugsun, þannig að áætlanagerð um starfsmannamál og kjör er ill- möguleg. • ekki ef niðurskurði er beitt jafnt í góð- æri sem hallæri, fjölgun nemenda milli ára ekki fjármögnuð og launa- stikan sýnir launatölu sem er langt undir meðallaunum kennara. • ekki nema tekið sé mið af mis- munandi aðstæðum í einstökum framhaldsskólum í stað miðlægs viðmiðs fyrir alla skóla. Þá er átt við mismunandi menntunarstig, lífaldur, kennsluskyldu og fleira. Launakerfið virkar ekki eins og því var ætlað að gera og kjör framhalds- skólakennara hafa dregist meira og meira aftur úr samanburðarhópum. Ný skýrsla aðila vinnumarkaðarins sýnir meðal annars að enginn hópur hefur hækkað minna í launum en framhalds- skólakennarar, en laun þeirra hafa hækkað um 45% frá árinu 2006. Laun annarra háskólamenntaðra starfs- manna ríkisins hækkuðu á sama tíma um 50% og á almennum vinnumark- aði nam hækkunin allt að 59%. Kaup- máttur framhaldsskólakennara hefur lækkað um rúm 6% á þessum tíma. Texti: Elna Katrín Jónsdóttir. Mynd: Jón Svavarsson. kjaramálkjara ál Stofnana- samningar í framhaldsskólum

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.