Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 40

Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 40
38 Skólavarðan 1. tbl 2013 lestrarfærnilestrarfærni BreyTT ViNNULag, HUgSað TiL FraM TÍðar Gyða Arnmundsdóttir kennsluráð- gjafi og Gylfi Jón Gylfason, fræðslu- stjóri í Reykjanesbæ, voru beðin að gera lesendum Skólavörðunnar grein fyrir lestrarverkefninu. Þau tóku skýrt fram að ekki væri um átak að ræða, þetta væri breytt vinnulag og hugsað til framtíðar. „Skólastefna sveitarfélaga endurspeglar ástandið sem ríkir í samfélaginu á hverjum tíma og er við- bragð við því,“ sagði Gylfi Jón. „Verkefni okkar eftir efnahagshrunið var því að mennta börnin okkar út úr kreppunni. Við viljum gefa þeim tækifæri til að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta og teljum okkur gera það best með því að bæta lestrarkunnáttu þeirra.“ NiðUrSTÖðUr NÝTTar TiL að LÆra aF þeiM Gylfi Jón sagði að að skólastjórar í öllum leik- og grunnskólum hefðu byrjað á því að setja skólum sínum sameiginleg markmið. Síðan hefðu skólarnir, allt frá leikskóla upp í tíunda bekk, sett sér lestrarstefnu hver með sínu lagi. Miðlæga samstarfið fólst einkum í því að halda utan um gögn og miðla reynslu og þekkingu hratt og vel á milli skóla. Niðurstöður skimunar- prófa í hverjum skóla eru lagðar fram og rýnt í niðurstöðurnar með það að markmiði að grípa inn í þar sem þess er þörf. Á sameiginlegum fundum er farið yfir hvernig hver og einn skóli kemur út. Þeim upplýsingum er þó haldið innan hópsins en allir skólastjórnendur fylgjast grannt með hvernig gengur og nýta gögnin til að bæta það sem bæta þarf. FagMeNN Og FOr- eLDrar ViNNa SaMaN Miðlægar skimanir frá fræðsluskrif- stofunni eru lagðar fyrir í öllum skólum en hlutverk þeirra er einkum að leita Grunnskólanemendur á Reykjanesi voru fyrir nokkrum árum undir lands- meðaltali í samræmdum prófum í ís- lensku og skimunarpróf í skólunum bentu einnig til þess að aðgerða væri þörf. Nú voru góð ráð dýr en skólamenn suður með sjó sáu þarna sóknarfæri. Kennarar og skólayfirvöld í sveitarfélögunum ákváðu að taka höndum saman, breyta verklagi í skól- unum og bæta lestrarfærni nemenda sinna. Nokkrir skólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði höfðu þegar leitað leiða til að efla lestrarkennslu en fyrir tveimur árum fór verkefnið formlega af stað. uppi þá nemendur sem líklegir eru til að eiga við lestrarörðugleika að etja. Þegar niðurstöður liggja fyrir funda kennsluráðgjafar með kennurum og greina frá hvar ástæða er að grípa inn í með ákveðnum aðgerðum. Kennarar koma upplýsingunum síðan til foreldra og leiðbeina þeim um úrræði. Gyða og Gylfi Jón lögðu ríka áherslu á að for- eldrar hefðu tekið þátt í sóknaráætlun- inni frá upphafi og væri hlutverk þeirra afar mikilvægt. SÝNiLegUr ÁraNgUr Gylfi Jón og Gyða voru spurð hvort einhver aðferð til að kenna lestur hefði reynst betur en aðrar. Þau vitnuðu í kennara sem hafði sagt að öll væru þau að baka piparkökur en ekki eftir sömu uppskrift. „Veldur hver á heldur. Það hefur komið í ljós að allar gagnreyndar aðferðir virka ef rétt er farið með þær.“ Markviss og meðvituð áhersla á læsi í leikskólum á Suðurnesjum skilar nú þegar árangri. Kennarar í grunnskólun- um taka eftir því að börnin koma mun betur undirbúin undir nám til þeirra. Einkunnir nemenda í samræmdum prófum á yngsta stigi hafa hækkað miðað við landsmeðaltalið og nem- endur á Reykjanesi hafa aldrei staðið sig jafn vel á samræmdum prófum og síðastliðið ár. Gylfi Jón sagði kennara á báðum skólastigum eiga heiður skilinn fyrir hinn góða árangur sem breytt verklag hefur skilað. Texti og mynd: Guðlaug Guðmundsdóttir. Lestur er leikur einn á reykjanesi Markviss og meðvituð áhersla á læsi í leikskólum á Suðurnesjum skilar nú þegar árangri. Kennarar í grunnskólunum taka eftir því að börnin koma mun betur undirbúin til þeirra. Nemandi í Gefnarborg í Garði æfir sig í lestri. Sóknaráætlun í lestrarkennslu skilar góðum árangri.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.