Skólavarðan - 01.11.2013, Side 44

Skólavarðan - 01.11.2013, Side 44
42 Skólavarðan 2. tbl 2013 viðtalviðtal Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræði við Háskóla Íslands, tók við embætti forseta Menntavís- indasviðs HÍ af Jóni Torfa Jónassyni í sumar. Hún lauk doktorsprófi í mennt- unarfræðum ungra barna árið 2000 frá háskólanum í Illinois í Bandaríkjunum, M.Ed. námi 1977 og BS-prófi 1976 frá sama skóla. Hún hefur víðtæka reynslu af íslensku skólastarfi og er með leyfis- bréf til að kenna á öllum skólastigum. Jóhanna er einn stofnenda Rannsókn- arstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) sem er í samstarfi við Kennarasamband Íslands, Reykja- víkurborg og Umboðsmann barna. Hún hefur verið virk í rannsóknum í íslenskum leik- og grunnskólum og verið þátttakandi í innlendu og alþjóð- legu rannsóknasamstarfi um árabil. Hún  situr í stjórn virtustu samtaka á sínu fræðasviði í heiminum; European Early Childhood Education Research Association. Skólastarf á Íslandi stendur nú á miklum tímamótum og stórar spurn- ingar um málefni kennaramenntunar brenna á kennurum og öðrum sem láta sig menntamál varða. Jóhanna var því spurð um nýtt fyrirkomulag kenn- aramenntunar, starfsþróun og hvaða stóru verkefni bíði hennar í nýju starfi. þróUN KeNNaraSTarFSiNS „Ég byrjaði að kenna á áttunda ára- tugnum,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð að því hvort hún teldi að starf kennara á 21. öldinni hefði breyst frá því sem var. „Ýmislegt hefur breyst síð- an þá. Hugsanlega eru gerðar aðrar og meiri kröfur til kennara nú og foreldrar eru margir orðnir meðvitaðri um mikil- vægi menntunar barna sinna. En kenn- arar þá, eins og nú, lögðu sig fram um að sinna nemendum sínum og mennta þá. Þeir prófuðu alls konar kennsluað- ferðir og reyndu á fjölbreyttan hátt að mæta ólíkum nemendum. Ég kenndi í Æfingaskólanum sem nú heitir Há- teigsskóli. Þar fór fram alls konar til- raunakennsla, reynt var að kenna saman árgöngum, prófa að kenna í opnu kerfi og samþætta listgreinar og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Örar samfélagsbreytingar og tækni- þróun hafa haft áhrif á störf kennara og ný þekking á námi og menntun barna hefur komið fram á undanförnum ára- tugum. Sú þekking hefur opnað augu fólks enn frekar fyrir mikilvægi þess að kennarar hlusti á raddir barna og beini sjónum að sterku hliðum þeirra og fjöl- breytni nemendahópsins. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna hefur áhrif á störf kennara. Þar er litið á börn sem borgara með eigin réttindi en ekki eingöngu sem borgara framtíðarinnar og litið á rétt barna til að taka þátt og tjá skoðanir sínar sem sjálfsögð mannréttindi. Þetta kallar á lýðræðisleg vinnubrögð í skólakerfinu, að kennarar hlusti á börnin og hafi þau með í ákvörðunum um líf þeirra og nám.“ ViðUrKeNNiNg Á Fag- MeNNSKU STÉTTariNNar Lög um breytingu á námi kennara voru sett árið 2008. Nú skulu kennarar á öllum skólastigum nema fræðin í fimm ár, ljúka þriggja ára grunnmenntun og tveggja ára framhaldsmenntun. Marg- ir, einkum þeir sem standa utan skóla- samfélagsins, gagnrýna lenginguna og telja hana óþarfa. Hvað vilt þú segja um lengingu kennaranámsins? Af hverju þurfa t.d. leikskólakennarar að vera með fimm ára nám að baki? „Leikskólakennarar mennta yngstu börnin og það er ekki síður mikilvægt að þeir séu vel menntaðir en aðrir kennarar. En ég skil þó þessi sjónarmið. Það eru ekki nema 15 ár síðan leik- skólakennaranám var þriggja ára fram- haldsskólanám og var mjög eftirsótt. Fósturskólinn sameinaðist Kennarahá- skólanum 1998 og þá fluttist námið yfir á háskólastig. Fyrir leikskólakennara- námið var sameiningin ótrúleg breyt- ing sem fólst einkum í viðurkenningu á fagmennsku stéttarinnar sem lyfti faginu upp á hærra plan. Rannsóknir urðu einnig ríkari þáttur í náminu, en fram að þeim tíma höfðu ekki að neinu marki verið til íslenskar rannsóknir á leikskólastarfi. Lengingin núna er ein- ungis eðlilegt framhald á þessu ferli. Grunnskólakennaranámið hefur verið þriggja ára háskólanám í fjóra áratugi, en lenging þess í fimm ár hefur í för Við lok formlegs náms verður nýtt upphaf

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.