Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 48
UM TAKMARKANIR ELDRI NEMA AÐ STARFSNÁMI OG VERKNÁMI PISTILL OKTÓBER 2014 Ægir Karl Ægisson áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Takmarkanir á aðgangi nemenda eldri en 25 ára að framhaldsskólunum munu varla ganga upp hvað varðar starfsnám og verknám í fjölbrautaskólum utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Starfs- og verknámsbrautir eru ekki fjölmennari en svo í þessum skólum að UHNVWXUìHLUUDYHUèXUHU¿èDULRJyKDJ- kvæmari án eldri nema. Fjöldi nemenda í efri áföngum er iðulega ekki nægur til þess að þeir standi undir sér. Þó fjöldi nemenda í grunnámi sé nægur til þess að fjöl- brautaskólunum sé fært að reka grunnáfanga eru efri áfangar gjarna reknir með tapi fyrir skólana. Til þess að það sé fjárhags- lega forsvaranlegt fyrir skólana að halda úti efri áföngum þurfa framhaldsskólarnir að geta innritað alla þá sem eru viljugir og færir að um sækja viðkom- andi áfanga. Námsferill yngri nemenda er það gloppóttur og skrykkjóttur að þeir eru iðulega of fáir til að fylla efri áfanga. Í efri áföngum er því oft umframgeta sem vert er að nýta með því að bjóða eldri nemendum pláss. Í HNOTSKURN Eldri nemar greiða fyrir því að hægt sé að kenna efri áfanga. Efri áfangar greiða fyrir því að hægt sé að halda úti grunndeildum. Efri áfangar eru skilyrði þess að raunfærnimat og fyrra verk- og starfnám nýtist þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Aðgangur eldri nema nýtir hvatann til náms þegar hann er orðinn til.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.