Þjóðmál - 01.03.2014, Side 34

Þjóðmál - 01.03.2014, Side 34
 Þjóðmál voR 2014 33 ferðin tók langan tíma og kom hann ekki til Reykjavíkur fyrr en 22 . júní . (Minningarrit Jóns Sigurðssonar 1911, bls . 182–183 .) Sú venja hafði skapast meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn að fyrir heimför Jóns til þingfunda héldu þeir honum samsæti á veitingahúsi í borginni . Var þá einhver úr hópnum jafnan fenginn til að yrkja til hans brag . Kvæðin voru yfirleitt sérprentuð, þeim dreift í samsætinu og sungin þar . Hefur Sig urður Nordal tekið þennan kveðskap saman í bókinni Hirðskáld Jóns Sigurðssonar (Reykjavík 1961) . Ekki eru beinar heimildir um samsæti fyrir Jón vorið 1851 . En þegar Ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar voru gefin út 1891 að höfundinum látnum (d . 1888) kom þar fram kvæðið „Til Jóns Sigurðssonar“, dagsett 15 . apríl 1851 . Undir kvæðisheitinu stendur í sviga „með innsigli“ . Af þessu ályktaði Páll Eggert Ólason, sem ritaði ævisögu Jóns er út kom í fimm bindum á árunum 1929 til 1933, að kvæði Gísla hefði verið flutt í samsæti Íslendinga fyrir Jón þá um vorið . Við það tækifæri hefðu þeir jafnframt fært honum að gjöf innsiglið sem vísað er til undir kvæðisheitinu . (Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson . 2 . bindi, Reykja vík 1930, bls . 471 .) Hafa aðrir sem um Jón hafa skrifað tekið þetta eftir Páli Eggerti . Sigurður Nordal taldi vafalaust að innsiglið hefði verið „gjöf frá Íslendingum í Höfn, en ekki Gísla einum“ . (Hirðskáld Jóns Sigurðssonar, Reykjavík 1961, bls . 107 .) Ágiskun Páls Eggerts er mjög sennileg, en ekki er þetta fullvíst . Einkennilega langur tími, heill mánuður, líður frá því að kvæði Gísla er dagsett og þar til Jón stígur á skips­ fjöl . Ekkert sérprent er til af kvæðinu eins og venja hafði verið við sömu tækifæri áður . En hvernig sem kvæðið barst Jóni eða var honum flutt er augljóst, þegar það er lesið, að það geymir veganesti ætlað honum á þjóðfundinn í Reykjavík, þar sem tekist var á um framtíðarstöðu Íslands í danska ríkinu . Segir í upphafi: Jón! af öldnu kappa kyni kominn beint af Guttormssyni, þeim, sem ætthring æðstan hóf Ísalands um fjalladali, þar sem hátt um hamra sali heiðnar rúnir Saga gróf — vel sé þér um aldur og ævi, aldin meðan standa fjöll: Beri þig af bólgnum sævi bára hæg að frægðarvöll þar að vinna landi og lýð lán, sem gleymist enga tíð, og svo þeirrar auðnu njóta, er þeim gefst, sem hlekki brjóta . (Ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar, Kaup­ mannahöfn 1891, bls . 224–226 .) Varðveist hafa þrjú innsigli úr fórum Jóns Sigurðssonar . Eru þau nú í Þjóð­ minja safninu . Á eitt þeirra er letrað J/Sig­ Á giskun Páls Eggerts er mjög sennileg, en ekki er þetta fullvíst . Einkennilega langur tími, heill mánuður, líður frá því að kvæði Gísla er dagsett og þar til Jón stígur á skip sfjöl . Ekkert sérprent er til af kvæðinu eins og venja hafði verið við sömu tækifæri áður . En hvernig sem kvæðið barst Jóni eða var honum flutt er augljóst þegar það er lesið að það geymir veganesti ætlað honum á þjóðfundinn í Reykjavík, þar sem tekist var á um framtíðarstöðu Íslands í danska ríkinu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.