Þjóðmál - 01.03.2014, Page 82

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 82
 Þjóðmál voR 2014 81 unnið heimavinnuna sína . Greining hennar á mark aðinum er yfirborðsleg, og hana hefur skort tengsl við raunveruleikann með þeim afleiðingum, að viðskiptatækifæri hafa farið forgörðum, eins og ýjað er að í tilvitnuðu viðtali . Það eru draumórar, að orkusala til málm iðnaðar og til útlanda um sæstreng geti farið saman, eins og sumir talsmenn Lands virkjunar o .fl . hafa haldið fram . Hluti af villukenningunni er fólginn í því, að gríðarleg orka renni óbeizluð til sjávar fram hjá virkjunum, og nemi hún þriðjungi þeirrar orku, sem ætlunin er að selja um sæstrenginn . Nefndar hafa verið 5000 GWh/a til útflutnings um sæstreng, og þá þyrfti ekki viðbótar virkjanir upp á 1650 GWh/a eða tæplega 200 MW, heldur yrði þessari orku einfaldlega „tappað út úr kerfinu“ . Hér er farið með himinskautum í rök­ leysunni, eins og sýnt er fram á hér að framan . Óhætt er að fullyrða, að væri þessi orka tekin úr vinnslukerfinu, kæmi það niður á öllum íslenzkum viðskiptavinum orku vinnslufyrirtækjanna, sem kaupa af­ gangs orku, t .d . sjávarútvegsfyrirtækjum og málm framleiðendum . Til sannindamerkis er raforku skerðing, sem Landsvirkjun hefur orðið að grípa til undanfarin misseri vegna álags aukningar í raforkukerfinu og vegna bágborins vatnsbúskapar . Þetta kemur líka fram við athugun á stöðu miðlunarlóna undanfarin ár, þar sem þó hefur ekki komið til orkuskerðingar . Þessi ónýtta orka, sem selja megi inn á sæstreng án tjóns fyrir nokkurn mann, er helber heilaspuni . Í Noregi hefur reyndin orðið sú, eftir lagn ingu öflugs sæstrengs til Hollands, að langtímaraforkusamningar hafa ekki verið endurnýjaðir og orkuverð hefur rokið upp úr öllu valdi vegna tæmingar miðlunarlóna og í staðinn innflutnings á raforku frá meginlandi Evrópu . Við bilun í sæstrengnum á milli Noregs og Hollands lækkaði raforkuverðið í Noregi .15 Áliðnaður alls staðar í heiminum á nú á brattann að sækja . Eins og sýnt hefur verið fram á í þessari grein, hníga þó öll rök til þess, að þetta séu tímabundnir erfiðleikar og að jafnvægi muni nást á markaðinum árið 2016 . Álmarkaðurinn vex hratt á heimsvísu og einnig í Evrópu, þar sem eftirspurn vex og álverum er á sama tíma lokað vegna skorts á hagkvæmri sjálfbærri orku . Framkvæmdastjórn ESB hefur nú reyndar fengið í hendur hlutlæga skýrslu um stöðu Þ að eru draumórar, að orkusala til mál miðnaðar og til útlanda um sæstreng geti farið saman, eins og sumir talsmenn Lands­ virkjunar o .fl . hafa haldið fram . Hluti af villukenningunni er fólginn í því, að gríðarleg orka renni óbeizluð til sjávar fram hjá virkjunum, og nemi hún þriðjungi þeirrar orku, sem ætlunin er að selja um sæstrenginn . . . Óhætt er að fullyrða, að væri þessi orka tekin úr vinnslukerfinu, kæmi það niður á öllum íslenzkum viðskiptavinum orku vinnslufyrirtækjanna, sem kaupa afgangs orku, t .d . sjávarútvegsfyrirtækjum og málmframleiðendum . Til sannindamerkis er raforkuskerðing, sem Landsvirkjun hefur orðið að grípa til undanfarin misseri vegna álagsaukningar í raforkukerfinu og vegna bágborins vatnsbúskapar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.