Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 65

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 65
Hefðbundið er að rekja uppruna nútímans í okkar heimshluta til 16. aldar og þeirra breytinga sem þá áttu sér stað í kjölfar landafundanna miklu, siðaskiptanna, uppfmningar Jóhannesar Gutenbergs (1398-1468) á prenttækni með lausum stöfum og fleiri stóratburða sem þá skiptu sköpum á fjölmörgum sviðum.5 Hér eru þó fleiri viðmiðanir mögulegar, ekki síst þegar grafist skal fyrir um upphaf nútímans sem hugarfars. í því sambandi liggur nærri að rekja upphafið til vísindabyltingarinnar á 16. og 17. öld.6 Viðmiðaskipti í vísindabyltingunni átti sér stað það sem bandaríski heimspekingurinn Thomas Kuhn (1922-1996) nefndi paradigm shift, sem þýða má sem viðmiðaskipti Með því er átt við að þekkingu hafi fleygt svo fram á ákveðnum sviðum að viðteknar kenningar, túlkanir, skýringar eða aðferðir vísinda nægi ekki lengur til að varpa ljósi á eða skýra nýjar rannsóknarniður- stöður. Þegar svo er komið vekja nýjungarnar áður óþekktar spurningar og ala á efasemdum í garð viðtekinna viðhorfa þar til almennt viðurkenndum kenningum er varpað fyrir róða og tekið er að ganga út frá nýjum líkönum við skýringar, túlkanir og alhæfingar, þ.e. nýrri heimsmynd, viðmiðum eða 5 I sumum tilvikum er upphaf nútímans miðað við lok 30 ára stríðsins (1648), byltingarnar í Ameríku (1776) og Frakklandi (1789) eða jafnvel útgáfu Sigmunds Freud (1856-1939) á riti sínu um drauma og merkingu þeirra 1895. Toulmin, 1995: 20 6 Vísindabyltingin er oft talin hefjast með útgáfu á riti Nikulásar Kóperníkusar (1473-1543) um snúning himintunglanna, De revolutionibus orbium coelestium, sem kom út á dánarári höfundarins. Þá er tíðum litið svo á að höfuðrit Isaacs Newton (1642-1727), Philosophiae Naturalis Principia Mathematica eða Principia (1687), marki lok byltingarinnar sem samfellds tímabils eða ferlis. En þar setti Newton fram þyngdarlögmálið (Nicolaus Copernicus. Slóð, sjá heimildaskrá. Isaac Newton. Slóð, sjá heimildaskrá). Newron hefur þó jafnframt verið nefndur síðasti galdramaðurinn (Newton, The Last Magican Slóð, sjá heimildaskrá). Á tímabilinu sem leið milli þessara tveggja rita höfðu m.a. Giordano Bruno (1548-1600), Galileo Galilei (1564-1642) og Jóhannes Kepler (1571-1630) gert vísindauppgötvanir sínar (Giordano Bruno. Slóð, sjá heimildaskrá. Galileo Galilei. Slóð, sjá heimildaskrá. Johannes Kepler. Slóð, sjá heimildaskrá). Francis Bacon (1561-1626) og René Descartes (1596-1650) settu á tímabilinu fram kenningar sínar sem öfluðu hinum fyrrnefnda heitisins „faðir raunhyggjunnar" en hinum síðarnefnda „faðir nútíma heimspeki" (Francis Bacon. Slóð, sjá heimildaskrá. René Descartes. Slóð, sjá heimildaskrá). Michael de Montaigne (1533-1592) gaf út ritgerðir sínar (1580) sem marka upphaf nútíma efahyggju (Michel de Montaigne. Slóð, sjá heimildaskrá). William Shakespeare (1564-1618) samdi leikrit sín og Rembrandt van Rijn (1606-1669) skapaði myndheim sinn (William Shakespeare. Slóð, sjá heimildaskrá. Rembrandt. Slóð, sjá heimildaskrá). En verk beggja tilheyra elstu lögum hins nútímalega menningarlega „kanons" Vesturlanda. Loks varð Marteinn Lúter (1483-1546) þess valdandi að kristnin í Vestur-Evrópu hafnaði í því sundurgreiningarferli sem lagði grunn að nútímaaðstæðum í kirkjusögu Evrópu og síðar heimsins alls (Martin Luther). Slóð, sjá heimildaskrá). En í kjölfar þess klofnaði kirkjan í fjölda kirkjudeilda. 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.