Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 71

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 71
Nútíminn er því fyrirbæri sem komið hefur til leiðar algerlega nýjum aðstæðum í þeim samfélögum þar sem hugarfar hans hefur rutt sér til rúms og valdið því að staða og hlutverk kennivalds hefur breyst í grundvallar- atriðum. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða kennivald sem byggist á verald- legri þekkingu eða kennivald trúarbragða og trúarstofnana. Markaðsvœðing þekkingar Síðbúið dæmi um átök milli tvenns konar menningar, þess vegna „lítillar“ og „stórrar“, kemur fram í átökum um framtíðaráherslur í landbúnaði eins og tvær skýrslur Alþjóðanefndar um framtíð matvæla og landbúnaðar sýna. En þær voru nýlega gefnar út hér á landi í kverinu Ákall til mannkyns - Sjálfbœrni, lýðheilsa, bœtt loftslag.20 Þar er hugmyndafræði grænu byltingar- innar, módernismans í landbúnaði, gagnrýnd sem meinloka er gegnsýrð sé af þröngsýni og einfeldningslegum sjónarmiðum í anda vélhyggju sem grundvallist á úreltri og brotakenndri sýn á heiminn.21 Það sem barist er fyrir í staðinn er landbúnaður sem byggir á líffræðilegum fjölbreytileika og er rekinn í sátt við umhverfið út frá aðstæðum, þörfum og hagsmunum íbúa á hverjum stað og hefur einkum að markmiði að brauðfæða íbúa nærumhverfisins á grundvelli hefðbundinnar, sameiginlegrar þekkingar á viðkomandi svæði. Líta má á þetta sjónarhorn sem síð- eða eftir-nútímaleg (póst-módern) viðbrögð við grænu byltingunni sem var nútímaleg (módern) í eðli sínu. f síðari skýrslunni, sem hefur að geyma stefnuyfirlýsingu nefndarinnar um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og framtíð matvælaöryggis, er m.a. gagnrýnd sú markaðsvæðing sem varð á landbúnaðarþekkingu í kjölfar grænu byltingarinnar þegar hefðbundinni þekkingu var varpað fyrir róða en nýjasta og vísindalegasta þekkingin hagnýtt til hins ýtrasta: Á síðustu áratugum hefur landbúnaðarþekking, sem að mestu leyti taldist til sameignar fram á áttunda áratug síðustu aldar, orðið fyrir gríðarlegum formgerðarbreytingum. Fjárfesting og víðtæk stýring einkaaðila á landbúnaði og fæðutengdum vísindum og tækni er orðin að ríkjandi skipan á sviði rannsókna og þróunar. í henni felast nýjar birtingarmyndir eignarnáms- ins á búskaparþekkingu sem eru miklu grófari en hið hefðbundna lífrán nýlendustefnunnar. Hið iðnvædda einkaleyfakerfi nær til plantna, dýra og 20 Nefndin starfar undir forystu heimspekingsins og baráttukonunnar Vandana Shiva (f. 1952). Sjá Vandana Shiva. Slóð, sjá heimildaskrá. 21 Ákall til mannkyns, 2011: 72, 101, 104. 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.