Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 32
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir Nútíma hugmyndir og kenningar um skólastjórnun beina kastljósinu mjög að sýn skólastjóra á hlutverk sitt, tengslum skólastjóra við samstarfsfólk og kennslu- fræðilegri forystu í skólunum. Litið er svo á að stjórnun sé samstarfsverkefni skóla- stjórnenda og kennara þar sem formlegir stjórnendur eru í gagnvirkum tengslum við kennara við að leiða skólastarfið með það fyrir augum að breyta og bæta (Hoy og Miskel, 2008; Sergiovanni, 2009; Wool- folk-Hoy og Hoy, 2009). Stjórnunarhætti af þessu tagi er aðeins hægt að ástunda með því að virkja starfsfólk til samstarfs um málefni viðkomandi stofnana. Sérstaða skóla sem stofnana er einkum sú að þar er starfsfólk að vinna með lifandi einstaklinga fremur en dauða hluti og nám og velferð nemenda er meginviðfangsefni. Tengsl stjórnenda við starfsfólk jafnt sem nemendur skipta því miklu máli. Þetta á ekki síst við þegar ætlunin er að stuðla að breytingum og þróa viðkomandi starfsemi þannig að hún geti komið sem best til móts við þarfir nemenda (Fullan, 2003, 2007). En að hvaða viðfangsefnum á forysta stjórnenda og kennara að beinast? Ser- giovanni (2009) undirstrikar að það sem mestu máli skipti sé að veita forystu á sviði náms og kennslu, að vera leiðandi um framþróun í kennsluháttum til að koma betur til móts við nemendur og stuðla að bættum árangri þeirra. Þessar áherslur eru studdar rannsóknum sem sýna að sterkir kennslufræðilegir leiðtogar hafa áhrif á námsárangur (Hallinger, 2009; Hallinger, 2011; Leithwood, Harris og Hopkins, 2008; Leithwood og Mascall, 2008; Lo- uis, Leithwood, Wahlstrom og Anderson, 2010). í þessari grein segir frá rannsókn á kennslufræðilegri forystu íslenskra skóla- stjóra. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi spurningu: Hvaða augum lita skólastjórar hlutverk sitt sem kennslufræðilegir leiðtogar? Fræðilegur bakgrunnur Kennslufræðileg forysta (e. instructional leadership) birtist meðal annars í því að stjórnandinn leggur áherslu á að skapa umhverfi sem stuðlar að þróun kennslu- hátta sem líklegir eru til að bæta námsár- angur. í slíku umhverfi vinna leiðtoginn og kennarar sífellt og með markvissum hætti saman að því að athuga kennsluhætti í því augnamiði að bæta þá (Honig, 2012; Fullan, 2003). Slíkur leiðtogi leitast einnig sífellt við að útvega besta námsefnið, nýta tækninýjungar og læra af reynslu annarra (Glickman, Gordon og Ross-Gordon, 2010; Quinn, 2002). Segja má að slíkur leiðtogi starfi faglega en fagleg vinnubrögð byggj- ast meðal annars á því að grundvalla starfshætti á traustri fræðilegri þekkingu og viðhorfum og hafa þarfir skjólstæðinga í fyrirrúmi (Darling Hammond, 1990; Trausti Þorsteinsson, 2003). Öflun upplýsinga um kennsluhætti er talin mikilvæg fyrir framþróun þeirra. Án slikra upplýsinga er erfitt að vera í for- ystu og veita ráðgjöf um kennslufræðileg málefni í þeim anda sem framangreindir fræðimenn leggja áherslu á. TALIS-rann- sóknin (Teaching and Learning Inter- national Survey) á vegum OECD í 24 löndum, þar með talið á íslandi, dregur m. a. upp mynd af starfsháttum skólastjóra og kennara. í henni kemur fram að all- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.