Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 138

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 138
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir þátttöku í frístundastarfi. Þátttaka þeirra er ekki síst mikilvæg þar sem íþróttastarf og annað skipulegt frístundastarf veitir tækifæri til umgengni við jafnaldra, þjálfar íslensku í daglegum samskiptum, getur stuðlað að vináttu og er að auki forvarnar- starf varðandi lífsstíl til framtíðar. Það hallar ekki á börn sem búa við annað móð- urmál en íslensku þegar skoðuð er þátt- taka þeirra í dansi og skák né þegar spurt er um frístundastarf í skólanum, en að öðru leyti sýna niðurstöðurnar glögglega að þau stunda frístundastarf mun síður en aðrir hópar. Þessum niðurstöðum svipar til niðurstaðna erlendra rannsókna (Palen o.fl., 2010; Peguero, 2011; Stodolska, 2000) og mikilvægt er að athuga hvað veldur dræmri þátttöku og hvort t.d. má skýra hana með menningartengdum þáttum eða jafnvel fátækt (Sletten, 2010). Þegar líðan barnanna er skoðuð kemur fram mikill munur á líðan eftir tungumáli töluðu heima. Börnum frá heimilum þar sem ann- að móðurmál er talað líður verr í frímín- útum, þau eru síður með vinum um helgar og þau eiga síður vini í skólanum. Meiri líkur eru á því að þau verði fyrir stríðni eða að þau séu skilin útundan. Þessum niður- stöðum svipar til niðurstaðna annarra ís- lenskra rannsókna, sem getið hefur verið í greininni, um lakari námslega og félags- lega stöðu barna sem búa á heimili þar sem annað móðurmál en íslenska er talað (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafs- son og Júlíus K. Björnsson, 2007; Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níelsson og Júlíus K. Björnsson, 2010; Hanna Ragnarsdóttir, 2007, 2008; Ragna Lára Jakobsdóttir, 2007; Þóroddur Bjarna- son, 2006). Ljóst er að mikið starf og brýnt er framundan á fslandi til að bæta stöðu barna frá heimilum þar sem annað móður- mál en íslenska er talað. Af niðurstöðum rannsóknarinnar sem hér hafa verið til umfjöllunar, svo og af niðurstöðum annarra rannsókna á íslandi, má vera ljóst mikilvægi þess að þeir aðilar sem standa að skipulögðu frístundastarfi kynni starfið betur fyrir hópum inn- flytjenda og nýti þær leiðir sem til greina koma, svo sem í gegnum skóla, foreldra- félög, félög innflytjenda og aðra. Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem niðurgreiða þátttöku barna í frístundastarfi kynni vandlega fyrir foreldrum hvernig nýta má niður- greiðsluna. Þannig þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar á nokkrum tungumál- um um það hvernig nýta má slíkt og benda má á aðila sem geta hjálpað við skráningu. Einnig er mikilvægt að upplýsa foreldra um eðli frístundastarfsins, því misjafnt er hvernig frístundastarf er skipulagt í hverju landi og í hverju það felst (Hanna Ragn- arsdóttir, 2007, 2008; Peguero, 2011; Sto- dolska, 2000). Þekkt er í öðrum löndum að frístundastarf sé í beinu framhaldi af skól- anum og að það sé jafnvel innan veggja skólans (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012). For- eldrum er því hugsanlega framandi að þurfa að sjá um að koma börnum sínum til og frá staðnum þar sem frístundastarfið fer fram. Einnig þarf að fræða foreldra um mikilvægi þess að börnin séu í frí- stundastarfi þar sem í því er fólgið mikið forvarnarstarf og mikilvægt er að eignast vini sem hafa svipuð áhugamál (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012). Þjálfun starfsfólks frí- 136
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.