Félagsbréf - 01.03.1962, Page 18

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 18
14 FÉLAGSBRÉF hefur Guðmundur G. Hagalin tekið til máls um pessi efni i Morg- unblaðinu, allskelegglega sem hans er vandi, og af nýjum mönn- um, sem komið hafa við sögu, má nefna Ólaf Jónsson fil. stud., sem nýlega hefur skrifað mjög skýra og greindarlega ritgerð um sama efni i Timann. Vœri vel farið, ef fleiri legðu þar til mál- anna af ekki minni hlutlœgni en þessir tveir greinarhöfundar. Auðsœjar ástæður eru fyrir þessari þörf. Um nokkurt skeið virð- ast yngstu Ijóðskáldin og lesendurnir hafa farizt á mis, fólk hliðrar sér hjá að kaupa bœkur þeirra og hefur ekki „komizt upp á lag rneð“ að lesa þær sér til gagns. Menn greinir á um, hverju þetta sé að kenna, en staðreynd er það engu siður og jafnframt alvöru- mál, sem ekki verður sniðgengið. Að minnsta ltosti yrði það mörg- um óljúft tilhugsunar, ef samtiðarljóðlistin rofnaði til langframa úr tengslum við fólkið, og ekki verður heldur i fljótu bragði bent á neitt annað, sem komið geti þjóðinni að fullu i stað þess skáld- skapar, sem hefur verið henni svo tryggur förunautur frá kynslóð til kynslóðar. Það er trú vor, að sitthvað mundi skýrast i þessui7i efnum, ef þau væru rædd af alvöru og einlægni. Væri Félagsbréfum Ijúft að geta orðið vettvangur fyrir slikar rökræður og mundi fúslega sjá af rúmi undir þær. Af ritsins hálfu yrði þá umfram allt séð til þess, að sem flest frambærileg sjónarmið kæmust þar til 'skila, en sneitt yrði hjá allri hótfyndni og hugtaksfölsun. Brcf frá lcscnduin Félagsbréfum var upphaflega ætlað að vera eins konar tengiliður milli útgáfustjórnar og félagsmanna, m.a. með þvi að kynna þeim væntanlegar bækur og bera þeim önnur áríðandi skilaboð. Þessu hlutverki hafa Félagsbréf gegnt, þó að sjálfsagt licjði mátt sinna þvi betur. En i annan stað var þess vænzt, að þar gætu lesendur komið á framfæri tillögum sinum og gagnrýni, ekki aðeins varðandi útgáfusnið og bókaval, heldur og um hvers konar hugðarefni eða nýmæli, sem ættu erindi til almennings. í reynd hefur samt þessi siðarnefndi þáttur i verkefni Félagsbréfa orðið mjög útundan, en nú hefur ritstjórnin mikinn liug á að bæta úr þvi. Hins vegar ligg-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.