Félagsbréf - 01.03.1962, Side 25

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 25
FÉLAGSBRÉF 21 ævum, er alkunnur. í Alþingismannatáli sínu telur höfundurinn, Brynleifur Tobíasson, yfir 25 rit Hannesar smærri og stærri; að- eins eitt þessara rita og hið umfangsmesta skal hér gert að um- talsefni. Þetta öndvegisrit dr. Hannesar er geymt í handriti höfundar í þjóðskjalasafni. Alllöng greinargerð fylgir um það, hvernig rit þetta varð til. Dr. Hannes vann að því í meir en 24 ár. Til þessa ldaut hann smávægilegan styrk frá alþingi, gegn því að ríkið ætti handritið að honum látnum. Ekki veit ég þess dæmi, að nokkur maður hafi unnið jafn rækilega fyrir styrkveitingu, enda var hér ekki unnið til fjár, heldur af innri hvöt. En hvað hefur þetta rit svo að geyma? Þegar Einar heit. Arnórsson var menntamálaráð- herra flutti hann erindi um þetta rit í ríkisútvarpið og bað mig áður að gera lauslegt yfirlit um magn þessa ritverks. Það geymir ekki ævisögur, heldur efnivið að ævisögum lærðra manna, allra þeirra, sem lifað hafa með þjóð vorri frá siðaskiptum og fram yfir aldamótin 1800. Tala þeirra er 2092, og mér telst svo til, að ritið sé um 17.500 þéttskrifaðar síður í kvartbroti. Mest er þó um vert, að dr. Hannes vann allt þetta verk á þann hátt, að þær mörgu þúsundir heimilda, er hann rannsakaði, eru þurrausnar í eitt skipti fyrir öll. Hér eru samankomnar þær staðreyndir, sem varðveitzt hafa um alla þá forvígismenn, sem þjóðin hefur átt á mestu örlagaöldum, er yfir hana hafa gengið, alla þá menn, sem héldu í lienni lífinu, hugrekki hennar, menntun og kristindómi. — Menn gera sér enn lítt ljóst, hvílík ógrynni heimilda dr. Hannes þurfti að rannsaka til að koma þessu riti saman, heilar safna- deildir bæði innan lands og utan. Hann elti ekki heimildir sínar, heldur gekk á móti þeim. Ritið geymdi hann í stórum skáp með hólfum í stafrófsröð og selti jafnan liverja nýja vitneskju inn á sinn stað. Hann lagði svo fyrir, að rit þetta skyldi geymt á þess- um lausu blöðum í blýhylkjum til útláns á lestrarsal þjóðskjala- safnsins. En þarna var ég algerlega ósammála þeim mæta manni. Rit í lausum blöðum eru jafnan í hætlu. Eg reri að því öllum árum

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.