Félagsbréf - 01.03.1962, Side 36

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 36
32 FÉLAGSBRÉF til að verða gæfumaður. Og metorð og völd töldum við að sjálf- sögðu gæfu. En hvað sem því leið þurftum við ekki að fá neina spákonu til að segja okkur það, að hann mundi verða talinn með mestu skáldum Islendinga. Við vorum ekki í neinum vafa um, að hann var orðinn það“. IV A þessum árum tókst vinátta með þeim Brandes og Hannesi Hafstein, þrátt fyrir aldursmuninn. Er sitthvað til heimildar um það, hversu mjög Brandes fannst til um hinn unga íslending, bæði gáfur hans og glæsimennsku, og enginn vafi er á því, segir Einar Kvaran, að „það dálæti, sem hann hafði á íslenzkri þjóð, stafar af viðkynningu hans við Hannes Hafstein." Það, að sú aðdáun var gagnkvæm, má glögglega sjá af ritgerð, sem Hannes skrifaði um Brandes í blaðið Heimdall 1884. Þar kemst hann svo að orði, að Brandes hafi „haldið uppi fána frjálsrar hugsunar og frjálsr- ar rannsóknar og fremstur í flokki reynt að veita hinum miklu andlegu straumum álfunnar inn í land sitt.“ Það varð nú köllun þeirra fjórmenninganna, sem ég gat um áðan, að beina andblæ hinnar nýju menningarstefnu inn í kyrrstætt andrúmsloftið heima á ættjörðinni, og þeirra erinda sendu þeir tímarit sitt VerÖandi til íslands á öndverðu ári 1882. Hér er vitanlega ekki kostur að ræða um þýðingu þá, sem Verðandi, þetta forusturit raunsæisstefnunnar, hafði, né rekja deilur þær, sem það hratt af stað. Þess eins má geta, að bæði Einar Hjörleifsson og Gestur Pálsson sættu svæsnum árásum fyrir skoðanir, sem menn ýmist gerðu þeim upp eða þóttust lesa út úr sögum þeirra. Hins vegar virðist aðild Hannesar að ritinu ekki hafa valdið ágreiningi og hefði hann þó ekki síður mátt koma mönnum á óvart. Skýringin er sú ein, að andi þessara hressilegu æskuljóða kom mönnum í opna skjöldu og lesendunum varð bók- staflega um megn að standast þá nýstárlegu töfra, sem um þau

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.