Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 26

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 26
um. Að vera í neyð er ekki síður hræðilegt en fyrirlitlegt. Kennarinn minn brosir að ritgerðunum mínum og þegar hann les þessa á hann eftir að brosa breitt. Hvað með það? Að vera fátækur! Þýðir það að eiga engar eignir? Já, og eignir eru eins nauðsynlegar fyrir lífið og andardrátturinn fyrir þann sem ætlar að stökkva. Ef hann nær ekki andanum dettur hann og þá þarf einhver nærstaddur að stökkva til og hjálpa honum. Vonandi þarf aldrei neinn að stökkva til og hjálpa mér. Ég hef lesið í bókum að eitt sé þó gott við fátækt- ina, hún geri hinn ríka miskunnsaman. En ég hef mína eigin skoðun og þess vegna segi ég: hún gerir hann aðeins harðan og grimman. Því þegar ríka fólkið sér manneskjur sem eiga bágt veit það í hjarta sínu að það hefur vald til að bæta hag þeirra og verður þess vegna hrokafullt. Faðir minn er góður og vingjarnlegur, sanngjarn og léttur í lund en við fátækt fólk er hann harð- ur og hranalegur og allt annað en miskunnsamur. Hann öskrar á það enda fer slfkt fólk í taugarnar á honum og pirrar hann. Hann talar um fátækt fólk með blandi af viðbjóði og hatri. Nei, fátæktin hefur ekkert gott í för með sér. Fátæktin gerir ilest fólk dapurt og óvingjamlegt. Mér finnst ekki vænt um fátæku strákana í mínum bekk vegna þess að ég finn að þeir horfa á fínu fötin mín með öfund og að það hlakkar í þeim þegar mér gengur illa í tím- um. Þeir geta aldrei orðið vinir mínir. Ég vorkenni þeim og þess vegna er mér alveg sama um þá. Þeim er illa við mig án þess að hafa nokkra ástæðu til þess og þess vegna læt ég eins og þeir séu ekki til. Og ef þeir hafa ástæðu - jæja, því miður er tíminn víst búinn. (Úr ritgerðum Fritz Kochers) 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.