Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 33

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 33
og háttprútt yfirbragð. Ég hef stundum heyrt talað um skaðlegan lestur eins og t.d. lestur á alræmdum hryllingssögum. Ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma en svo mikið er þó óhætt að segja: Það er skárra að lesa slæma bók en alls enga bók. Sorpbókmenntir eru langt í frá eins hættulegar og maður kynni að halda og hinar svokölluðu góðu bókmenntir eru í sumum tilvikum alls ekki jafnhættulausar og almennt er trúað. Andríki er ekki meinlaust eins og súkkulaði eða gómsæt eplakaka. Aðalatriðið er að lesandinn kunni að gera skýran greinarmun á lestri og lífi. Frá æskuárum mínum man ég eft- ir dásamlega fallegum og þykkum reyfara eða hryllingssögu. Sagan gerðist auðvitað í Ungverjalandi. Til að koma í veg fyrir að faðir minn gripi mig glóðvolgan og gírugan í miðjum lestrinum, það hefði kostað óþægileg rétt- arhöld, faldi ég mig alltaf undir perutré. Bókin hét því leyndardómsfulla nafni „Sandor“. Ég má kannski leyfa mér að segja ofurlitla sögu í tengslum við það sem hér hefur verið sagt um lestur og líf, sem sé: Konan sem las Gottfried Keller Ung og falleg kona las bækur Gottfrieds Kellers af kappi. Er það ekki lofs- vert? Það sem hér verður sagt haggar ekki orðstír skáldsins fremur en bjargi. Þegar unga, góða og geðþekka konan hafði lokið lestrinum, sem gaf henni fagra mynd af heiminum og mannfólkinu, varð hún undarlega niður- dregin þegar hún hugsaði um tilveruna. Líf hennar virtist allt í einu fánýtt. Það sem hún sá í bókum Gottfrieds Kellers vildi hún finna í daglegu lífi en lífið er og hefur alltaf verið ólíkt bókum. Líf og lestur eru tveir ólíkir hlutir. Konan sem las Gottfried Keller fylltist vonbrigðum og gerðist hnuggin og guggin. Það lá við að hún reiddist tilverunni fyrir að vera frábrugðin mann- lífinu í verkum Kellers. Sem betur fer áttaði hún sig fljótt á því að það hefur lítinn eða engan tilgang að ergja sig yfir hversdagslífinu þótt það geti verið skítt. „Vertu hógvær, gerðu engar kröfur og í guðanna bænum taktu hlutun- um eins og þeir eru,“ mælti innri rödd konunnar sem las bækur Gottfrieds Kellers af kappi. Og um leið og hún hafði gert sér klára og skýra grein fyrir hversu mikilvægt það er að vera hógvær og auðmjúkur í hjarta sínu í þess- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.