Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 30
JOLABLAÐ mm 14” OUION sjónvarpstæki með íjarstýringu og inniloltneti. kr. 21.900.- stjír. XENON HV02 myndband kr. 32.900.- sigr. Frístund Holtsgötu 26 - Njarðvík - Sími 12002 20” ORION sjónvarpstæki Aðeins 32.900,- st.gr. Jólatilboð Nesco er jólatilboð okkar Við bjóðum þér TOLLALÆKKUN slrax! Jólalilboð okkar bljóðar upp á 15% verðlækkun. l>ú græðir á því að versla viö okkur strax í dag! þ&Ut' Alþingis-^táífffr Vegarlagning Grindavík - Suðurland: Ekki spurning hvort, - heldur hvenær? Níels Árni Lund, varaþing- maður fyrir Framsóknarflokk- inn í Reykjaneskjördæmi, hefur flutt tillögu til þingsályktunar um gerð kostnaðar- og fram- kvæmdaáætlunar við lagningu vegar með suðurströnd Reykja- nesskaga milli Þrengslavegar við Þorlákshöfn og Grindavíkur- vegar. Hér á eftir fara kaflar úr framsöguræðu Níelsarsem hann flutti á Alþingi 30. nóvembersl. „Með greiðfærum vegi milli Þorlákshafnar og Grindavíkur myndu opnast nýjir samgöngu- möguleikar á svæðinu og ýmsgr leiðir styttast til muna. Sem dæmi má nefna að leiðin Grind- avík-Þorlákshöfn um Reykjavík er nú um 1 lOkm. Sú leiðyrði að- eins um 60 km og myndi styttast um 50 km væri farið með suður- strönd Reykjanesskaga. Leiðin Hveragerði-Keflavík um Reykj- avík er um 95 km. Sú leið myndi styttast um 25 km eða niður í um 70 km. Leiðin milli Suðurlands- undirlendis og Suðurnesja myndi styttast að öllu jöfnu um 30-50 km. Sé horft til þeirrar miklu um- ferðar sem er á milli þessara landssvæða er vart sjáanlegt annað en að vegur sem myndi stytta þessa leið svo mikið væri hagkvæmur. Þá má það koma fram í þess- ari umræðu að ræddir hafa verið innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum möguleikar á gerð þessa vegar svo og lagningu veg- ar af Grindavíkurvegi við Svartsengi til Njarðvíkur. Slíkur vegur myndi stytta leiðina milli Grindavíkur og Keflavíkur- svæðisins og vera liður i að þétta byggð og auka samvinnu milli þéttbýlisstaðanna á Suðurnesj- um. Víst er að greiðfær vegur af Suðurlandsvegi við Hveragerði Níels Árni Lund, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi til Suðurnesja með suðurströnd Reykjanesskaga yrði mikið not- aður af þeim sem erindi eiga milli þessara byggðarlaga. Hann yrði styttri, fljótfarnari og jafn- vel greiðfærari á vetrum en leið- in yfir Hellisheiði og um Reykja- vík til Suðurnesja, þar sem hann lægi með sjó fram og ekki eins hátt og vegurinn um Hellisheiði. Suðurlandsvegur um Kamba er aðalsamgönguæð Suðurlands og mikils hluta Austurlands til Reykjavíkur. Um þennan veg fara nú um 3000 farartæki á dag að jafnaði. Þá verða þeir sem fara akandi milli þessara landshluta ogSuð- urnesja að aka í gegn um höfuð- borgarsvæðið og Reykjanes- braut eða Keflavíkurveg, einsog hann er jafnan nefndur. Það er í reynd eina samgönguæðin til og frá Suðurnesjum og daglega fara hana um 4000 bílar. Með gerð vegar með suður- strönd Reykjanesskaga væri því dregið úr þeirri miklu umferð sem nú er um Reykjanesbraut og þegar er orðin mun meiri en brautin getur þjónað með ör- uggu móti svo sem dæmi sanna. Með þessari vegalagningu væri því gengið skref til móts við rétt- mætar kröfur landsmanna um aukið öryggi á þeirri leið. Einnig myndi vegurinn draga úr umferðarþunga um Reykjavík- ursvæðið sem ekki er vanþörf á. Aðalflugvöllur landsins er á Suðurnesjum og um hann fer allt áætlunarflug til og frá land- inu. Fjöldi fólks af Suður- og Austurlandi á leið til og frá Suð- urnesjum af þeim ástæðum, án þess að eiga nokkuð erindi til Reykjavíkursvæðisins. Sömuleiðis fer allur út- og innflutningur varnings með flugvéium fram um Keílavíkur- flugvöll. Með styttri leið milli þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og flugvallarins, opnuðust nýir möguleikar til slíkra hluta. Þá er nú þegar hafin sam- vinna milli Þorlákshafnar, Eyr- arbakka, Stokkseyrar og Sel- foss við Fiskmarkað Suður- nesja. Fullvíst eraðsúsamvinna mun verða öflugri og fjölbreytt- ari ef gert verður auðveldara að flytja Fisk landleiðis rnilli þess- ara byggðarlaga en nú er. Allir sjá að leið sem yrði um 30 km styttri en sú sem nú er greiddi fyrir slíkri samvinnu. I mínum huga er ekki spurn- ing um hvort vegur verði lagður þess leið, heldur miklu fremur hvenær. Sannfæring mín er sú að liann mun skila arði og breyta ýmsum þáttum í búsetu og af- komumöguleikum íbúa á Suð- urnesjum og á Suðurlandi til hins góða; auðvelda og auka samskipti milli þessara byggð- arlaga og leggja grundvöll að nýrri atvinnustarfsemi.“ — VIÐ FLYTJUM FYRIR ÞIG — Um leið og við minnum á okkar góðu þjónustu, sendum við Suðurnesja- mönnum bestu jóla- og inýárskveðjur og þökkumn samstaríið á árinu sem er að líða. ^ AÐALST0ÐIN S:11515 Þessi ungi herramaðurstóð nýlega að hlutaveltu til styrkt- ar Þroskahjálp á Suðurnesj- um. Heitir hann Davið Pat- riksson og tókst honum að safna 1.500 kr. Ljósm.: epj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.