Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 32
JÓLABLAÐ Fjölskyldan í Kringlunni 61 í Reykjavík. Einar Páll og Guðrún Einarsdóttir, ásamt dóttursinni Ernu, sem skírð er í höfuðiðá l'öðurömmu sinni. „Gömlu rótgrónu skóaraættirnar sameinuðust" 31 árs athafnamaður og stjórnmálafræðingur í jólaviðtali Keflavík - Suðurnes fsð er ekki bara fy, lol, sem okkar marg romaöa konfekt hitti ' mNark'Það er aiitaf n[ Hentugt tii tækifæris 9'árið. - sæ'9æti a EMMESS-ÍS9 9fíæ ' °9 oo /0. . Bæ/ar/n oestu py/sur. LINDIN - er alltaf í leiðinni. Hafnargötu 39 - Keflavík - Simi 11569 Þó hann sé aðeins 31 árs hefur hann þegar lokið há- skólanámi í stjórnmálafræði, starfað sem bæjarritari úti á landi og nú um eins árs skeið haft með höndum ásamt öðr- um framkvæmdastjórn fyrir ört vaxandi verslunar- og iðn- aðarfyrirtæki. Hann er Kefl- víkingur og kona hans líka. Þau komu bæði frá rótgrónum skóarafjölskyldum sem í gamla daga voru í mikilli sam- keppni hvor við aðra og stað- sett gegnt hvor annarri við Hafnargötuna. Um hvern er verið að tala? Jú, maðurinn heitir Einar Páll Svavarsson og hún Guðrún Einarsdóttir. Hann er úr ætt Sigurbergs skóara og hún ætt Guðrúnar í Guðrúnarbúð. Víkurfréttir heimsóttu þau í síðasta mánuði þar sem þau búa í Reykjavík og var Einar Páll tekinn tali. Rætt var um núverandi starf, námsárin og þá voru bæjarmálin ekki síður skoðuð og pólitíkin almennt og hér kemur árangurinn: Þykkvabæjarkartöflur Þegar fyrirtækið Þykkva- bæjarkartöflur h.f. í Garða- bæ var rúmlega ársgamalt réðist Einar Páll þar til fram- kvæmdastjórastarfa og hefur nú haft þann starfa í um ár, ásamt öðrum aðila. A þessu ári hefur fyrirtækið þróast ört eða úr dreifingarfyrir- tæki í heildsölu- og iðnaðar- fyrirtæki. Einar, var þetta fyrirtœki ekki sett á stofn gegn einokun í kartöflusölu? „Jú, það var upphaílega sett á stofn til að dreifa frá verksmiðjunni í Þykkvabæn- unt, sem er annað fyrirtæki er ber nafnið Kartöfluverk- smiðja Þykkvabœjar og var þetta fyrirtæki sett á stofn til að dreifa vörum frá því fyrir- tæki. Þegar búvörulögin komu 1985 breyttist mjög margt í landbúnaðarmálum, hvað varðar grænmeti og kartöflur. Nýr þáttur hófst sem var pökkun og dreifing og í sumar hófst hjá okkur enn nýr þáttur sem var iðn- aðurinn.“ Hefur þessi breyting orðið eflir að þú tókst við fram- kvæmdastjórastarfmu? „Já, en til að svona fyrir- tæki gangi vel þarf gott sam- starf allra sem við fyrirtækið starfa. Höfum við verið mjög heppnir með starfsfólk og er þessi uppgangur ekki síður þeirra verk en okkar stjórn- endanna.“ Nú er þetta fyrirtæki orðið töluvert meira en bara sölu- fyrirtæki á venjulegum kart- öflum? „Sá hluti sem snýr að matarkartöflunni er bara pökkun og dreifing á fram- viKur< Texti og myndir: Emil Páll leiðslu tæplega 30 framleið- enda í landinu og þar erum við með markaðshlutdeild á bilinu 65-70%. Þá erum við komnir með framleiðslu á flögum, skrúfum o.fl. Sáhluti er nýr, byrjaði fyrir um mánuði og þar hafa málin gengið langt umfram það sem við þorðum að gera okk- ur vonir um. Síðan erum við enn með dreifingu frá öðrum fyrirtækjum og verksmiðj- unni fyrir austan.“ Skólaárin Efvið vendum nú kvæðinu í kross, hvað er langt síðan þú fórst að sunnan? „12-13 ár síðan ég fór raunverulega að sunnan. Fluttist ég til Reykjavíkur um það leyti sem ég fór í 2. bekk menntaskóla, var þó alltaf fyrir sunnan á sumrin og vann þá í Fríhöfninni. Eftir að ég fór í Háskólann fór ég að vinna hjá Víkur- fréttum með skólanum. Má því segja að á þessum árum hafi ég alltaf verið með annan fótinn fyrir sunnan og í orðsins fyllstu merkingu fluttum við ekki fyrr en við fórurn í Háskólann, en þá fengum við okkur alvöru íbúð.“ Hver varð þín lokamennt- un? „Stjórnmálafræði.“ Hefur þú þá ekkert nýtt þér þá menntun? „Sú menntun sem ég fékk út úr Háskólanum nýtist mér ekkert síður en þó ég hefði lokið námi í viðskiptafræði, heimspeki, félagsvísindum eða öðru. Þetta er allt mjög góður grunnur að stjórnun- arstarfi.“ Hvað tók við að loknu Há- skólanáminu? „Þá fórum við til Kanada í eitt ár og bjuggum í Toronto. Þar gengum við í Háskóla, en þar sem námið þarna full- nægði ekki þeim kröfum sem við vildum gera til skólans komum við heim eftir ár. Vorum við þá ekki ákveðin hvort við færum aftur í nám eða ekki. En svo atvikaðist það þannig að við fórum ekki og förum trúlega aldrei aftur.“ Bæjarritari og póli- tísk ákvarðanataka Nú gerðist þú bæjarritari á Sauðárkróki. Ef þú lítur til baka, hvað fnmst þér um þau ár? „Starfið skilaði reynslu, sem er ekki hlaupið að fá, bæði það að staðan hjá Sauð- árkróksbæ var allan tímann mjög strembin og því mjög mikilvæg reynsla hjá mér, nýkomnum út úr háskóla, þegar menn eru oft hálf grænir eftir það og að kom- ast í snertingu við pólitískar slagæðar eins og þarna, er hlutur sem maður gerir kannski ekki á mörgum stöð- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.