Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 82

Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Eitt helsta vandamál Evr-ópu um þessar mundirsnýr að flóttamönnum oghælisleitendum. Mansal er annað mikið áhyggjuefni og oft tengt fyrrnefndum hópum. Staða kvenna hefur einnig verið töluvert í um- ræðunni. Ragnar Jón- asson tekur á öllum þessum málum og for- dómum sem þeim tengjast í glæpasög- unni Dimmu og vekur um leið athygli á ríkjandi misrétti. Siglufjörður og nágrenni hafa ver- ið sögusvið Ragnars í fyrri bókum, en nú er höfuðborgarsvæðið vett- vangurinn með öðrum persónum í aðalhlutverki. Þar fer fremst lög- reglukonan Hulda Hermannsdóttir, sem glímir vægast sagt við erfið mál. Þar á meðal er gamalt mál, sem var afgreitt á sínum tíma, en þarfnast nánari skoðunar, að mati Huldu, þó ekki séu allir á sama máli. Hún gefur sig ekki og sú afstaða hefur mikil áhrif. Flóttafólk og hælisleitendur eru gjarnan afgangsstærð og Ragnar dregur upp mynd af því umhverfi sem hælisleitendum hefur staðið til boða hérlendis. Ekki beint fögur mynd en sitt sýnist hverjum. Þessi flétta er vel gerð og vekur lesandann til umhugsunar, rétt eins og sú mynd sem er dregin upp af innri málefnum lögreglunnar, af baráttu karla og kvenna. Dimma er spennandi og höfundur gætir sín á því að vera ekki með of mikið froðusnakk og dreifa athygl- inni með óþarfa útúrsnúningum. Sagan er því styttri en gengur og gerist um þessar mundir og er það kostur, því glæpasögur að undan- förnu hafa oftar en ekki verið of langar. Höfundur tekur á mikil- vægum málum, en hnýtir ekki alla hnúta og fyrir vikið eru nokkrir laus- ir endar, ýmislegt sem mætti skýra betur. Nafnaleikurinn hittir að nokkru leyti í mark og endirinn er óvæntur. Dimma er vel uppbyggð glæpa- saga. Hulda Hermannsdóttir er frek til fjörsins og því falla aðrar persón- ur svolítið í skuggann, en samt eru þarna misjafnir karakterar sem eiga almennt ekki upp á pallborðið hjá fólki. Vel fer á því í glæpasögu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Rýnir segir Dimmu vera vel uppbyggða spennandi sögu. Glæpasaga Dimma bbbmn Eftir Ragnar Jónasson. Veröld 2015, innbundin 263 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Misjöfn viðbrögð við glæpum Enn eru komin áramót erbeina að vanda huganumfram, en einkum aftur.Og enn tínast klassískir hljómdiskar inn á þennan ritvang þótt fækkandi fari. Varð mér hugsað til grammófón- plötu Emile Berliners frá um 1895. Hún var merkileg uppfinning! Í fyrsta sinn í sögunni gátu menn þá hlustað á tónlist víðsfjarri flutningi í tíma og rúmi. Þegar viðunandi hljómgæði náðust loks 60 árum síðar varð LP breiðskífan í víðóma stereó til að stórvíkka hóp klassíkunnenda, og tilkoma geisladisksins um 1980 bætti m.a. í eyður gleymdra tón- skálda þegar grúi nýrra plötumerkja fann sér áður vannýttan farveg. En hví rausa um löngu liðna fortíð í plöturýni? Vegna þess að senn kann að sjá fyrir endann á henni. A.m.k. í núverandi mynd – þökk sé byltingu í samgöngutækni, og ekki aðeins fyrir samkeppnivanda pappírsfjölmiðla. Því þó að ,lifandi hlustun‘ á tónvangi tíðkist sem betur fer enn (að vísu með vaxandi fókus viðburðarmenningar á frægð flytjenda í stað verka), þá virð- ast aðrar hlustunarvenjur vera að breytast – nánar tiltekið úr hljóm- plötuformi í beina streymun frá net- miðlum á við Spotify og YouTube – með væntanlega afdrifaríkum afleið- ingum fyrir jafnt plötuútgáfu sem plötusöfn heimilanna. Hvort opnara aðgengi netsins að ómældri fjölbreytni tónsköpunar auðveldi til muna almenna nálgun að fremstu gersemum hennar hjá því sem var, óháð forsendum hvers og eins, á hins vegar eftir að koma í ljós. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi. Sígaunahliðin á Brahms Fiðlukonsertar bbbmn Sigrún Eðvaldsdóttir ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Höfundar og stjórnendur: Brahms (1878) / Petri Sakari. Alban Berg (1935 ) / Rumon Gamba. Dvorák (1883) / Uriel Segal. Sibelius (1905) / Bernharður Wilk- inson. Upptökumenn: Hreinn Valdi- marsson, okt. 19911, Ólafur Thorodd- sen, marz 20082, Sverrir Gíslason, nóv. 19993, Georg Magnússon, feb. 20094. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Útg. (2 diskar): RÚV og SÍ, ISO 3, 2015. Þessi diskatvenna með Sigrúnu Eðvaldsdóttur í konsertupptökum úr Háskólabíói (nema Sibelius sem er stúdíóupp- taka frá sama stað) ber jafnt hljómsveit allra landsmanna sem sprækum konsertmeist- ara hennar fag- urt vitni. Þrjú eldri viðfangsefnin eru löngu orðin klassísk, og hið yngsta óðum að verða það. Tempóin í Brahms eru að vísu í hægara lagi en ekki um of, allra sízt undir Alpasælu miðþáttar. Í lokaþætti kennir áhrifa frá sóp- andi ungverskri sígaunatónlist. Sú var hin „schräge Musik“ Vínarbúa á síðustu áratugum Habsborg- araveldis, líkt og djassinn 50 árum seinna, og myndu trúlega fáir hér- lendir fiðlarar skila eldmóði fínalsins betur en einmitt fjörkálfurinn Sig- rún Eðvaldsdóttir. Dulrómantísk nálgun Albans Berg á tólftónaaðferð Schönbergs í sorgmæddri ,minningu engils‘og skugga uppgangstíma nazista kemst og vel til skila – að ekki sé minnzt á rótleysi módernismans. Þykir sum- um niðurlagstilvitnunin í Bach (Es ist genug) ekki aðeins bera vott um saknaðartrega Bergs til hinnar ungu Manonar Gropius, er lézt langt fyrir aldur fram, heldur einnig til horf- innar tónhefðar almennt. Konsert Antonins Dvoráks er að líkindum þekktastur fyrir slav- neskan hrynþrótt lokaþáttar og heyrist hlutfallslega sjaldnar en hin verkin þrjú. Öðru máli gegnir um seiðandi konsert Sibeliusar, sem ásamt Brahms telst örugglega með- al tíu mest fluttu fiðlukonserta í dag. Sigrún fer hér á kostum í góðu jafn- vægi við innblásinn samleik dyggra hljómsveitarfélaga. Fremstur meðal jafningja Music for Clarinet bbbbn Áskell Másson. Einar Jóhannesson klar., Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Örn Magnússon píanó, Robyn Koh semball, Áskell Másson darabúkka tromma og Blásarakvintett Reykja- víkur. Naxos 9.70238, 2015. Það er með list eins og með ást. Hún þarf að verða endurgoldin. Eða hver trúir tónsmiðnum sem á efri ár- um var spurður hvort það gleddi hann ekki að verða loks fluttur og svaraði: »Mikilvægast er að verkin verði samin!« Röggsamlegt svar – þótt minni í aðra rönd á rómantísku klissjuna um að verða fyrst uppgötv- aður eftir sinn dag. Trúverðugra hefði verið að við- urkenna eðlilega löngun til að miðla hlustendum því sem maður hefur að segja hér og nú. Hvað þá innstu ósk flestra tón- skálda: að hljóta afbragðstúlkun! Úrvalsflutn- ingur stendur nefnilega öðru ofar, jafnvel fé og frama, þótt stuðli ósjaldan að hvoru tveggja. Þetta var hið fyrsta sem mér kom í hug við endurupplifun Bliks, hins heillandi litla æskuverks Áskels Mássonar fyrir einleiksklarínett frá 1979 í eldvakurri túlkun Einars Jó- hannessonar. Þeir félagar eiga langt samstarf að baki og sér þess víða frjó merki á þessum fjölbreytta diski. Víðar en í Bliki standa stöku spiltæknibrellur framúrstefnunnar ekki út úr líkt og í mörgum öðrum nútímaverkum, heldur eru þær liðir í listrænni framvindu. Of langt mál væri að telja kosti og galla sjö mismunandi verka í alls þrettán þáttum. Nægir að nefna að þau spanna tvo áratugi (1979-98) frá um 6 til 17 mín. tímalengd og að auk tveggja einleiksverka heyrist klarín- ettið í samleik við ýmist píanó (So- natina, 1998), sembal (Fantasia, 1990), selló og píanó (Trio, 1985), ar- abíska darabúkku-bikartrommu í höndum höfundar (Seasons, 1987) og að lokum í klassískum Tréblásara- kvintett fyrir flautu, klarínett, óbó, horn og fagott frá 1985. Kennir að sama skapi margra grasa og kannski hvað skemmtilegast í litauðuga loka- verkinu. Ber þar sem endranær Ein- ar Jóhannesson af með sanni sem ,primus inter pares‘. Andrúmsvökur Clockworking bbbnn Nordic Affect. Verk eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Hildi Guðna- dóttur, Hafdísi Björnsdóttur, Þuríði Jónsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur. Flytjendur úr Nordic Affect: Halla Seinunn Stefánsdóttir fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla, Hanna Loftsdóttir selló og Guðrún Ósk- arsóttir semball. Upptaka úr hljóðveri RÚV: Georg Magnússon. Hljóð- blöndun og meistrun: Valgeir Sig- urðsson, Greenhouse Studios. Heild- arlengd: 44:31. Sono Luminus SLE-70001, 2015. Nordic Affect hljómkvennahóp- urinn (hér án Georgia Browne flautuleikara) fæst ýmist við mjög nýja eða mjög forna tónlist undir forystu Höllu Stein- unnar Stef- ánsdóttur sem kunn var af Girni, grúski og gloríum þáttum sínum í RÚV. Að þessu sinni eru við- fangsefnin ný af nálinni eða frá 2011- 13 og öll eftir íslenzkar konur, tekin upp hér á landi en gefin út af Sono Luminus í Virginíufylki vestan hafs. Eins og gefur að skilja er hér ekki verið að flíka neinum fornum dulum, enda tónskáldin öll kennd við fram- sækin tilþrif að hætti okkar sam- tíma. En þó er ekki alltaf allt sem sýnist – eða heyrist – í þeim efnum. Allra sízt í lokaverkinu Sleeping Pendulum (2010) eftir Maríu Huld fyrir fjöltekna fiðlu og rafhljóð, því gegn öllum betri fordómum fæ ég ekki annað heyrt en að það endur- ómi verulega af feðraveldissliguðum endureisnartíma. Gott ef ekki sé m.a.s. vitnað í B-A-C-H frumið kunna í þessum sérkennilega drauganið aldanna, er flýgur hjá sem örskot væri þótt lengst sé allra 6 verka á disknum. „Beredt til Fortid immer vær, / den kommer, naar du mindst den tænker nær!“ hefði Johann H. Wes- sel getað kveðið. Og þótt ekki í sama mæli sé í titilstykki skífunnar Clock- working (einnig eftir Maríu), þá er ekki laust við að maður heyri þar fyrir sér heiðanornirnar þrjár úr Makbeð söngla lagslitrur af mel- ódíum sem eru ekki til staðar nema að handan, líkt og „the weird sis- ters“ væru á rítalíni. Tæpast mætti kalla tónframboð (eða hljóðaframboð) þessa disks hægðarhlustun við hæfi hefðbundn- ustu tónlistarunnenda, og gildir það svosem um obbann af listmúsík nútímans. En andrúmsríkt er það með endemum, jafnvel göldrótt á köflum að hætti vísindakvenna fornsagna, og einbeitt vandvirknin stendur hvarvetna upp úr túlkun aðstandenda í heiðtærum upp- tökum. Sígaunar, samstarf og seiðkonur Yfirlit yfir nýjar íslenskar klassískar plötur Ríkarður Örn Pálsson rikardur@mbl.is Nordic Affect Tónframboðið er andrúmsríkt, jafnvel göldrótt á köflum. Morgunblaðið/Golli Einar Leikur verk Áskels Mássonar. Morgunblaðið/Eggert Diskatvenna Sigrún Eðvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.