Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 20.4. | Ari Trausti Guðmundsson Vantar ekki eitthvað? Ef þessi umhverfisvídd, til skemmri eða lengri tíma, bætist ekki í umræðuna um landbúnað og innflutning á Íslandi virkar ofuráhersla á gagnrýni á verð og úrval sem skammsýni 22.4. | Jóhanna María Sigmundsdóttir Misnotkun á góðu verkefni Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur þetta fyrirkomulag ver- ið mikið til umræðu vegna þeirrar misnotkunar sem kerfið býður upp á. 23.4. | Frosti Ólafsson Skattalækkanir væru gagnleg- asta framlag stjórnvalda Skattalækkanir eru aftur á móti auðframkvæmanlegar og áhrif þeirra eru fyr- irsjáanleg. Það sama verður seint sagt um aukin inngrip hins opinbera, t.a.m. á húsnæðis- og námslánamarkaði. 24.4. | Hannes H. Gissurarson Már geri hreint fyrir sínum dyrum Það er því ekkert ofsagt um það að 60 milljarðar ís- lenskra króna hafi tapast fyr- ir handvömm Más Guð- mundssonar. 27.4. | Guðni Ágústsson Verðbólgan 2000% en kaup- máttaraukning aðeins 1% Hin vondu átakaár bæði í pólitík og á vinnumarkaði frá 1970 til 1990 þar sem póli- tísk upplausn ríkti og mikil átök á vinnumarkaði með verkföllum og svimandi launahækkunum skiluðu launþegum litlu. 28.4. | Bjarney Kristín Ólafsdóttir Sagnahefð? Það leikrit sem Þjóðleikhúsið sýnir núna er langt frá því að vera líkt upphaflega leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. 29.4. | Eiríkur Bragason ORKA Energy Þetta framlag íslenskra verk- fræðinga og sérfræðinga á sviði jarðhita er líklega eitt mesta framlag Íslendinga til alþjóðlegra umhverfismála 30.4. | Jóna Björg Sætran Ungir fíklar þurfa stuðning Grunnskólanemendur sem eru komnir í vímuefnavanda þurfa virk meðferðarúrræði og margvíslegan stuðning til að ná bata. Fjölskyldan þarf líka stuðning. 1.5. | Björn Bjarnason Evrópulögreglan setur eldri borgara í áhættuhóp Nú er líklegt að einhverjir af- brotamenn reyni að koma ár sinni skipulega fyrir borð á sviði þjónustu við aldraða. 2.5. | Helgi Sigurðsson Fjármálaeftirlitið og meðferð valds Áður en FME eru veittar auknar valdheimildir þarf að rannsaka þá misbeitingu valds sem átt hefur sér stað á síðustu árum. 4.5. | Ólafur Stephensen Meingölluð innleiðing rafrænna skilríkja Það blasir þó við að á end- anum munu neytendur bera kostnaðinn vegna útgáfu og notkunar skilríkjanna. 5.5. | Valgerður Rúnarsdóttir Sprautufíklar og meðferðir SÁÁ Alltaf bætist í hóp sprautufíkla ár frá ári. Nýjum sem leggjast inn á Vog vegna þessa hefur ekki fjölgað. Þó er það svo að hóp- urinn sjálfur, sprautufíkla- hópurinn, fer sífellt stækk- andi og hann eldist. 6.5. | Óli Björn Kárason Döpur sýn í fjármálum borgarinnar Miðað við þróun síðustu ár og lausatökin í rekstri A-hluta borgarsjóðs eru mestar líkur á að álögur og þjónustugjöld á heimili og fyrirtæki hækki. 7.5. | Jórunn Sörensen Eiga gæludýraeigendur á Íslandi sér enga málsvara? Það er og vísindaleg stað- reynd að gæludýr, hundar og kettir, gegna gífurlega mik- ilvægu hlutverki til þess að bægja frá einmanaleika og bæta einnig bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. 8.5. | Indriði Aðalsteinsson Spendýravistfræðingur á villigötum Ef vel er staðið að grenja- vinnslu verða ekki margir „útburðaryrðlingar sem upp komast og að þeir vegi þyngra til stofnaukningar en þúsundir vetrarveiddra refa til fækkunar, er svo mikið bull að engu tali tekur. 9.5. | Haraldur Einarsson Undirskriftir fyrir útgerðina Einhver mesta pólitíska kald- hæðni í seinni tíð hlýtur þó að vera undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir gegn svokölluðu makrílfrumvarpi. 12.5. | Jónína Benediktsdóttir Ekki Óli? Hver þá? Við höfum enga hagsmuni af því að sjá menn í fangelsum, við viljum að þeir skili því sem þeir hafa komið fyrir er- lendis í skjólum svo geta þeir búið þar sem þeir vilja annars staðar en hér. 13.5. | Þorvaldur Jóhannsson Er Reykjavíkurflugvöllur á leið úr Vatnsmýrinni? Borgarstjórnarmeirihlutinn ítrekar vald sitt og segir landsmönnum og sjúkraflug- inu stríð á hendur. 14.5. | Halldór Halldórsson Viðvörunarljósin loga hjá vinstri meirihlutanum í borginni Langstærsta sveitarfélag landsins á ekki að þurfa að vera með útsvarið í hæsta leyfilega hámarki en þannig verður það ef rekstr- arhagræðing næst ekki. 15.5. | Kristinn Karl Brynjarsson Óvelkominn áróður Það er engan veginn hlutverk Sigurðar Bessasonar eða annarra í forystu Eflingar að segja öðrum félagsmönnum sínum með hvaða hætti þeir skuli greiða sitt atkvæði. 16.5. | Jón Magnússon Vér einir vitum Þegar tugum milljóna króna er varið í moskubyggingu sem hefur engin tengsl við Ísland á kynningarhátíð myndlistar í Feneyjum, þá er eðlilegt að spurt sé: Erum við að verja peningum skattgreiðenda á réttan hátt? 18.5. | Erlendur Magnússon Afnemum tolla Það eru engin efnahagsleg eða pólitísk rök fyrir því að leggja tolla á vörur, önnur en að gæta sérhagsmuna afar fárra fyrirtækja og ein- staklinga á kostnað atvinnulífsins og alls þorra launþega. 19.5. | Klara Guðbjörnsdóttir Fjármálalæsi er áhugavert Í hruninu kom í ljós hve mikilvægt er að hafa góðan grunn í fjár- málalæsi, geta fylgst með breytingum sem verða í fjár- málaumhverfinu og koma í veg fyrir að við verðum blekkt 20.5. | Bjarni Benediktsson Tækifæri til breytinga Jafnframt er ljóst að grund- völlur þessa er gott samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu, en á vettvangi stjórnarskrár- mála á slíkt samstarf sér mörg fordæmi. 22.5. | Hildur Þórðardóttir Ertu sátt við lífið? Þegar við hunsum eigin þarf- ir og langanir og uppfyllum aðeins þarfir og langanir ann- arra kemur að því að við fáum kvíðaköst eða þung- lyndi. 23.5. | Vigdís Hauksdóttir Frekjupólitík og kosningatap Ágæti lesandi þessum póli- tísku hrossakaupum Sam- fylkingarinnar og VG er nú verið að snúa til baka. Þjóð- þingið er um það bil að leggj- ast á hliðina slík er frekjupólitík stjórn- arandstöðunnar í málinu. 26.5. | Jón Gunnarsson Rammaáætlun rofin sátt Það ætti að vera öllum ljóst sem kynna sér málið, að sátt um rammaáætlun var rofin af þeim sem nú hafa hæst. 27.5. | Sigrún Magnúsdóttir Verðmæti kortlögð Í frumvarpi sem ég hef mælt fyrir er kveðið á um gerð áætlunar um vernd- araðgerðir sem tekur á skipulagi og framtíðarstefnu á ferðamannasvæðum. 28.5. | Hjörleifur Guttormsson Bæta verður úr vanrækslu gagn- vart Náttúruminjasafni Íslands Perlan á Öskjuhlíð er að mínu mati ákjósanlegur staður fyr- ir safnið og mikil aðsókn þar mun á fáum árum skila til- kostnaði til baka. 30.5. | Víglundur Þorsteinsson Minnisglöp í fjármálar- áðuneyti opið bréf til Bjarna Benediktssonar Fyrsta er sú hvort þessi minnisglöp embættismann- anna séu það mikil og alvar- leg að þú þurfir að athuga hvort þeir séu starfi sínu vaxnir? 1.6. | Jakob Falur Garðarsson Við þurfum nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu Réttur sjúklinga til að njóta heilbrigðisþjónustu er lög- bundinn og stjórnarskrár- varin mannréttindi, sem ekki er hægt er að neita um eða skera niður. 2.6. | Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir Endurskoðun stjórnarskrár og umhverfis- og auðlindamál Hugmyndir um endurskoðun á stjórnarskrá með því að setja ný ákvæði um umhverf- is- og auðlindamál eru svar við kalli tímans. 3.6. | Auðbjörg Reynisdóttir Umboðsmaður sjúklinga er réttlætismál Málsvari sjúklinga er mik- ilvægur því þolendur þurfa fjarlægð frá þeim sem braut á þeim. Þeir þurfa stuðning við að vinna að réttlátri lausn og fylgja eftir lærdómi svo sömu mistökin endurtaki sig ekki. 4.6. | Steinþór Jónsson Blekkingaleikur SA Það er vandséð hvernig atvinnulífið á með góðu móti að rísa undir þeim launabreytingum er nú hefur verið samið um til ársins 2018. 6.6. | Magnús Júlíusson Leikur að tölum og lífskjör Íslendinga Raunveruleikinn er sá að ís- lenskir launamenn eru að jafna sig efnahagslega eftir hrunið og eftir síðustu kjara- samninga er full ástæða til að ætla að lífskjör á Íslandi verði betri fyrir þorra almennings en þau voru árið 2007. 8.6. | Ögmundur Jónasson Aukin miðstýring í stjórnarráði og stjórnsýslu Ég hvet til vakandi og gagn- rýninnar umræðu um greini- lega tilhneigingu tillögusmiða stjórnarfrumvarpa sem lúta að stjórnskipan landsins óháð ríkisstjórnum til þess að draga úr vægi Alþingis. 9.6. | Jóhannes Loftsson Öfugsnúið öryggi á Reykjavíkurflugvelli Endurtekinn misskilningur skýrsluhöfunda, sem kerf- isbundið vanmeta áhættu- þætti eða sleppa þeim, skekkir niðurstöðu skýrsl- unnar verulega og er hún því ónothæf. 10.6. | Örn Ólafsson Svartbók kommúnismans Og þessi valdbeiting varð brátt reglan í stjórn Sov- étríkjanna og annarra ríkja sem kenndu sig við komm- únisma. Því finnst mér titill verksins afar villandi, nær væri að tala um Svartbókstalínismans. 11.6. | Örnólfur Hall Harpa er í mörgu ekki vel byggð Meira að segja fulltrúi Vinnu- eftirlits sagðist hafa áhyggjur af starfs- og ræstingafólki við lágu handriðin. 12.6. | Sigurður Jónsson Við treystum á þig, Bjarni Aldraðir þurfa alveg eins og annað fólk að borða og klæða sig. Lágmarkslaun eru nú viðurkennd 300 þúsund. Það hlýtur að gilda fyrir aldr- aða. 13.6. | Pálmi V. Jónsson og Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðis- og félagsþjónusta í fjötrum fortíðar Kerfið er einfaldlega ekki hannað til þess að taka á hinum flóknu og fjölþættu við- fangsefnum sem einkenna gamalt fólk. Af- leiðingin er sú að veikt eldra fólk sér ekki önnur úrræði en leita end- urtekið til bráðamóttöku Landspítala. 15.6. | Sighvatur Björgvinsson Uppboð á atkvæðum Nægir þér að geta bara farið niður á Austurvöll og glamr- að í pottum ef þér hefur verið borgað með glópagulli fyrir atkvæðið? 16.6. | Kjartan Magnússon Landhelgisgæslan á heima í Reykjavík Borgarstjórn á að lýsa yfir eindregnum stuðningi við starfsemi Landhelgisgæsl- unnar í Reykjavík og vilja til að sú starfsemi nái að þróast og eflast. 17.6. | Jón Þ. Hilmarsson Endurskoðendaráð á villigötum Ákveði endurskoðandi í skyndingu að vera miður heiðarlegur þá er fátt sem Endurskoðendaráð með öllu sínu gæðaeftirliti getur um það sagt 18.6. | Örnólfur Thorlacius Um styttingu náms til stúdentsprófs og fleira, sem hangir á sömu spýtu Nú sýnist mér að komið sé að viðtökuskólunum, skólum á háskólastigi að skilgreina þær lágmarkskröfur sem þessir aðilar setja sem skil- yrði fyrir skólavist sem forsendur fyrir inn- ritun í tiltekið háskólanám. 19.6. | Kristín Ástgeirsdóttir Þökk sé þeim sem ruddu brautina Það er vert að minnast Ingi- bjargar H. Bjarnason sem fyrst kvenna tók sæti á Alþingi. Hún kom ýmsum málum í gegn en átti líka erfiða vist. 20.6. | Magnús Kristinsson Út af með aðkomumenn! Er ekki kominn tími til að vel- viljaðir menn sýni bæjarstjór- anum fram á að hann gæti hagsmuna bæjarins best með því að bjóða fólk með mikla reynslu af rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja ofan af landi velkomið til starfa í Vestmannaeyjum? 22.6. | Guðjón Tómasson Vangaveltur um verkföll og virðingu alþingis, orsakir og afleiðingar Raddir framtíðar Unga kynslóðin lét til sín taka á árinu eins og til dæmis á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hér er hún ásamt Ólöfu Nordal varaformanni og Bjarna Bene- diktssyni formanni í lok fundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.