Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 58

Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 20.4. | Ari Trausti Guðmundsson Vantar ekki eitthvað? Ef þessi umhverfisvídd, til skemmri eða lengri tíma, bætist ekki í umræðuna um landbúnað og innflutning á Íslandi virkar ofuráhersla á gagnrýni á verð og úrval sem skammsýni 22.4. | Jóhanna María Sigmundsdóttir Misnotkun á góðu verkefni Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur þetta fyrirkomulag ver- ið mikið til umræðu vegna þeirrar misnotkunar sem kerfið býður upp á. 23.4. | Frosti Ólafsson Skattalækkanir væru gagnleg- asta framlag stjórnvalda Skattalækkanir eru aftur á móti auðframkvæmanlegar og áhrif þeirra eru fyr- irsjáanleg. Það sama verður seint sagt um aukin inngrip hins opinbera, t.a.m. á húsnæðis- og námslánamarkaði. 24.4. | Hannes H. Gissurarson Már geri hreint fyrir sínum dyrum Það er því ekkert ofsagt um það að 60 milljarðar ís- lenskra króna hafi tapast fyr- ir handvömm Más Guð- mundssonar. 27.4. | Guðni Ágústsson Verðbólgan 2000% en kaup- máttaraukning aðeins 1% Hin vondu átakaár bæði í pólitík og á vinnumarkaði frá 1970 til 1990 þar sem póli- tísk upplausn ríkti og mikil átök á vinnumarkaði með verkföllum og svimandi launahækkunum skiluðu launþegum litlu. 28.4. | Bjarney Kristín Ólafsdóttir Sagnahefð? Það leikrit sem Þjóðleikhúsið sýnir núna er langt frá því að vera líkt upphaflega leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. 29.4. | Eiríkur Bragason ORKA Energy Þetta framlag íslenskra verk- fræðinga og sérfræðinga á sviði jarðhita er líklega eitt mesta framlag Íslendinga til alþjóðlegra umhverfismála 30.4. | Jóna Björg Sætran Ungir fíklar þurfa stuðning Grunnskólanemendur sem eru komnir í vímuefnavanda þurfa virk meðferðarúrræði og margvíslegan stuðning til að ná bata. Fjölskyldan þarf líka stuðning. 1.5. | Björn Bjarnason Evrópulögreglan setur eldri borgara í áhættuhóp Nú er líklegt að einhverjir af- brotamenn reyni að koma ár sinni skipulega fyrir borð á sviði þjónustu við aldraða. 2.5. | Helgi Sigurðsson Fjármálaeftirlitið og meðferð valds Áður en FME eru veittar auknar valdheimildir þarf að rannsaka þá misbeitingu valds sem átt hefur sér stað á síðustu árum. 4.5. | Ólafur Stephensen Meingölluð innleiðing rafrænna skilríkja Það blasir þó við að á end- anum munu neytendur bera kostnaðinn vegna útgáfu og notkunar skilríkjanna. 5.5. | Valgerður Rúnarsdóttir Sprautufíklar og meðferðir SÁÁ Alltaf bætist í hóp sprautufíkla ár frá ári. Nýjum sem leggjast inn á Vog vegna þessa hefur ekki fjölgað. Þó er það svo að hóp- urinn sjálfur, sprautufíkla- hópurinn, fer sífellt stækk- andi og hann eldist. 6.5. | Óli Björn Kárason Döpur sýn í fjármálum borgarinnar Miðað við þróun síðustu ár og lausatökin í rekstri A-hluta borgarsjóðs eru mestar líkur á að álögur og þjónustugjöld á heimili og fyrirtæki hækki. 7.5. | Jórunn Sörensen Eiga gæludýraeigendur á Íslandi sér enga málsvara? Það er og vísindaleg stað- reynd að gæludýr, hundar og kettir, gegna gífurlega mik- ilvægu hlutverki til þess að bægja frá einmanaleika og bæta einnig bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. 8.5. | Indriði Aðalsteinsson Spendýravistfræðingur á villigötum Ef vel er staðið að grenja- vinnslu verða ekki margir „útburðaryrðlingar sem upp komast og að þeir vegi þyngra til stofnaukningar en þúsundir vetrarveiddra refa til fækkunar, er svo mikið bull að engu tali tekur. 9.5. | Haraldur Einarsson Undirskriftir fyrir útgerðina Einhver mesta pólitíska kald- hæðni í seinni tíð hlýtur þó að vera undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir gegn svokölluðu makrílfrumvarpi. 12.5. | Jónína Benediktsdóttir Ekki Óli? Hver þá? Við höfum enga hagsmuni af því að sjá menn í fangelsum, við viljum að þeir skili því sem þeir hafa komið fyrir er- lendis í skjólum svo geta þeir búið þar sem þeir vilja annars staðar en hér. 13.5. | Þorvaldur Jóhannsson Er Reykjavíkurflugvöllur á leið úr Vatnsmýrinni? Borgarstjórnarmeirihlutinn ítrekar vald sitt og segir landsmönnum og sjúkraflug- inu stríð á hendur. 14.5. | Halldór Halldórsson Viðvörunarljósin loga hjá vinstri meirihlutanum í borginni Langstærsta sveitarfélag landsins á ekki að þurfa að vera með útsvarið í hæsta leyfilega hámarki en þannig verður það ef rekstr- arhagræðing næst ekki. 15.5. | Kristinn Karl Brynjarsson Óvelkominn áróður Það er engan veginn hlutverk Sigurðar Bessasonar eða annarra í forystu Eflingar að segja öðrum félagsmönnum sínum með hvaða hætti þeir skuli greiða sitt atkvæði. 16.5. | Jón Magnússon Vér einir vitum Þegar tugum milljóna króna er varið í moskubyggingu sem hefur engin tengsl við Ísland á kynningarhátíð myndlistar í Feneyjum, þá er eðlilegt að spurt sé: Erum við að verja peningum skattgreiðenda á réttan hátt? 18.5. | Erlendur Magnússon Afnemum tolla Það eru engin efnahagsleg eða pólitísk rök fyrir því að leggja tolla á vörur, önnur en að gæta sérhagsmuna afar fárra fyrirtækja og ein- staklinga á kostnað atvinnulífsins og alls þorra launþega. 19.5. | Klara Guðbjörnsdóttir Fjármálalæsi er áhugavert Í hruninu kom í ljós hve mikilvægt er að hafa góðan grunn í fjár- málalæsi, geta fylgst með breytingum sem verða í fjár- málaumhverfinu og koma í veg fyrir að við verðum blekkt 20.5. | Bjarni Benediktsson Tækifæri til breytinga Jafnframt er ljóst að grund- völlur þessa er gott samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu, en á vettvangi stjórnarskrár- mála á slíkt samstarf sér mörg fordæmi. 22.5. | Hildur Þórðardóttir Ertu sátt við lífið? Þegar við hunsum eigin þarf- ir og langanir og uppfyllum aðeins þarfir og langanir ann- arra kemur að því að við fáum kvíðaköst eða þung- lyndi. 23.5. | Vigdís Hauksdóttir Frekjupólitík og kosningatap Ágæti lesandi þessum póli- tísku hrossakaupum Sam- fylkingarinnar og VG er nú verið að snúa til baka. Þjóð- þingið er um það bil að leggj- ast á hliðina slík er frekjupólitík stjórn- arandstöðunnar í málinu. 26.5. | Jón Gunnarsson Rammaáætlun rofin sátt Það ætti að vera öllum ljóst sem kynna sér málið, að sátt um rammaáætlun var rofin af þeim sem nú hafa hæst. 27.5. | Sigrún Magnúsdóttir Verðmæti kortlögð Í frumvarpi sem ég hef mælt fyrir er kveðið á um gerð áætlunar um vernd- araðgerðir sem tekur á skipulagi og framtíðarstefnu á ferðamannasvæðum. 28.5. | Hjörleifur Guttormsson Bæta verður úr vanrækslu gagn- vart Náttúruminjasafni Íslands Perlan á Öskjuhlíð er að mínu mati ákjósanlegur staður fyr- ir safnið og mikil aðsókn þar mun á fáum árum skila til- kostnaði til baka. 30.5. | Víglundur Þorsteinsson Minnisglöp í fjármálar- áðuneyti opið bréf til Bjarna Benediktssonar Fyrsta er sú hvort þessi minnisglöp embættismann- anna séu það mikil og alvar- leg að þú þurfir að athuga hvort þeir séu starfi sínu vaxnir? 1.6. | Jakob Falur Garðarsson Við þurfum nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu Réttur sjúklinga til að njóta heilbrigðisþjónustu er lög- bundinn og stjórnarskrár- varin mannréttindi, sem ekki er hægt er að neita um eða skera niður. 2.6. | Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir Endurskoðun stjórnarskrár og umhverfis- og auðlindamál Hugmyndir um endurskoðun á stjórnarskrá með því að setja ný ákvæði um umhverf- is- og auðlindamál eru svar við kalli tímans. 3.6. | Auðbjörg Reynisdóttir Umboðsmaður sjúklinga er réttlætismál Málsvari sjúklinga er mik- ilvægur því þolendur þurfa fjarlægð frá þeim sem braut á þeim. Þeir þurfa stuðning við að vinna að réttlátri lausn og fylgja eftir lærdómi svo sömu mistökin endurtaki sig ekki. 4.6. | Steinþór Jónsson Blekkingaleikur SA Það er vandséð hvernig atvinnulífið á með góðu móti að rísa undir þeim launabreytingum er nú hefur verið samið um til ársins 2018. 6.6. | Magnús Júlíusson Leikur að tölum og lífskjör Íslendinga Raunveruleikinn er sá að ís- lenskir launamenn eru að jafna sig efnahagslega eftir hrunið og eftir síðustu kjara- samninga er full ástæða til að ætla að lífskjör á Íslandi verði betri fyrir þorra almennings en þau voru árið 2007. 8.6. | Ögmundur Jónasson Aukin miðstýring í stjórnarráði og stjórnsýslu Ég hvet til vakandi og gagn- rýninnar umræðu um greini- lega tilhneigingu tillögusmiða stjórnarfrumvarpa sem lúta að stjórnskipan landsins óháð ríkisstjórnum til þess að draga úr vægi Alþingis. 9.6. | Jóhannes Loftsson Öfugsnúið öryggi á Reykjavíkurflugvelli Endurtekinn misskilningur skýrsluhöfunda, sem kerf- isbundið vanmeta áhættu- þætti eða sleppa þeim, skekkir niðurstöðu skýrsl- unnar verulega og er hún því ónothæf. 10.6. | Örn Ólafsson Svartbók kommúnismans Og þessi valdbeiting varð brátt reglan í stjórn Sov- étríkjanna og annarra ríkja sem kenndu sig við komm- únisma. Því finnst mér titill verksins afar villandi, nær væri að tala um Svartbókstalínismans. 11.6. | Örnólfur Hall Harpa er í mörgu ekki vel byggð Meira að segja fulltrúi Vinnu- eftirlits sagðist hafa áhyggjur af starfs- og ræstingafólki við lágu handriðin. 12.6. | Sigurður Jónsson Við treystum á þig, Bjarni Aldraðir þurfa alveg eins og annað fólk að borða og klæða sig. Lágmarkslaun eru nú viðurkennd 300 þúsund. Það hlýtur að gilda fyrir aldr- aða. 13.6. | Pálmi V. Jónsson og Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðis- og félagsþjónusta í fjötrum fortíðar Kerfið er einfaldlega ekki hannað til þess að taka á hinum flóknu og fjölþættu við- fangsefnum sem einkenna gamalt fólk. Af- leiðingin er sú að veikt eldra fólk sér ekki önnur úrræði en leita end- urtekið til bráðamóttöku Landspítala. 15.6. | Sighvatur Björgvinsson Uppboð á atkvæðum Nægir þér að geta bara farið niður á Austurvöll og glamr- að í pottum ef þér hefur verið borgað með glópagulli fyrir atkvæðið? 16.6. | Kjartan Magnússon Landhelgisgæslan á heima í Reykjavík Borgarstjórn á að lýsa yfir eindregnum stuðningi við starfsemi Landhelgisgæsl- unnar í Reykjavík og vilja til að sú starfsemi nái að þróast og eflast. 17.6. | Jón Þ. Hilmarsson Endurskoðendaráð á villigötum Ákveði endurskoðandi í skyndingu að vera miður heiðarlegur þá er fátt sem Endurskoðendaráð með öllu sínu gæðaeftirliti getur um það sagt 18.6. | Örnólfur Thorlacius Um styttingu náms til stúdentsprófs og fleira, sem hangir á sömu spýtu Nú sýnist mér að komið sé að viðtökuskólunum, skólum á háskólastigi að skilgreina þær lágmarkskröfur sem þessir aðilar setja sem skil- yrði fyrir skólavist sem forsendur fyrir inn- ritun í tiltekið háskólanám. 19.6. | Kristín Ástgeirsdóttir Þökk sé þeim sem ruddu brautina Það er vert að minnast Ingi- bjargar H. Bjarnason sem fyrst kvenna tók sæti á Alþingi. Hún kom ýmsum málum í gegn en átti líka erfiða vist. 20.6. | Magnús Kristinsson Út af með aðkomumenn! Er ekki kominn tími til að vel- viljaðir menn sýni bæjarstjór- anum fram á að hann gæti hagsmuna bæjarins best með því að bjóða fólk með mikla reynslu af rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja ofan af landi velkomið til starfa í Vestmannaeyjum? 22.6. | Guðjón Tómasson Vangaveltur um verkföll og virðingu alþingis, orsakir og afleiðingar Raddir framtíðar Unga kynslóðin lét til sín taka á árinu eins og til dæmis á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hér er hún ásamt Ólöfu Nordal varaformanni og Bjarna Bene- diktssyni formanni í lok fundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.