Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.1996, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 25.01.1996, Blaðsíða 10
Kahrs parkettilboð! r dropinn SIMI 421 47! Viðtalstímar forseta bæjarstjórnar eru alla þriðjudaga kl. 09:00-11:00 á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12, II hæð, sími 421-6700. Bæjarstjóri. Bingó - Bingó - Bingó Stapanum í kvöld Bingó í Stapa öll fimmtudagskvöld kl. 20.30 Mættu í Bingó í Stapanum í kvöld. Allur ágóði rennur til líknarmála Lionsklúbbur Njarðvíkur Þorrablót Þingeyinga verður í KK-salnum við Vesturbraut 3. febr- úar nk. Húsið opnar kl. 19:00. Hjómsveit Bubba Einars og GG bandið leika fyrir dansi. Miðasala í KK-húsinu fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17-19. Miðaverð kr. 2500.- Nánari upplýsingar gefur Kristín Einars- dóttir föstudaginn 2. febrúar eftir kl. 18:00 í síma 421 1619. Sandgerdisbœr Bœjarbúar! Tek við ábendingum varðandi fjárhagsáœtlun fyrir árið 1996 til 1. febrúar. Viðtalstímar bœjarstjóra eru alla daga á mánudegi til fóstudags frá kl. 10:00 til 12:00. SANDGERÐISBÆR TJARNARGÖTU 4 - SÍMl 423 7.554 SIGURDUR VALUR ÁSBJARNARSON BÆJARSTJÓl Bikarúrslitaleikur kvenna í körfubolta milli Keflavíkur og Njarðvíkur: Bikarslagur í Garði Bikarúrslitaleikur kvenna í körfubolta verður í íþróttahús- inu í Garði nk. laugardag. Þá leiða saman hesta sína ná- grannaliðin Keflavík og Njarðvík. Kefla- vík hefur sigraði í keppninni sl. þijú ár en Njarðvík er í úrslitum í fyrsta skipti. Astæðan fyrir því að leikurinn fer fram í Garði er að mati stjóma beggja félaganna sú, að þær telja meiri líkur á því að fá fleiri áhorfendur þar en ef leikurinn færi fram í Reykjavík. „Við teljum líklegt að leikurinn á laugardaginn laði að sér fleiri áhoifendur en áður hafa mætt á leik í kvennakörfubolta og stefnt verður að því að gera umgjörð leiksins sem glæsilegasta", sögðu fulltrúar liðanna á blaðamannafundi á þriðjudag. Leikurinn hefst kl. 16 og verður honum sjónvarpað beint á Stöð 2 frá kl. 16.30. Bikarpunktar • Bikarferill Keflavíkurstúlkna er sérlega glæsilegur. Síðustu tíu árin hafa þær leikið níu sinnum til úrslita. Þær Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir hafa leikið alla þessa leiki. • Sigurður Ingimund- arson, þjálf- ari Kefla- víkur hefur leitt lið sitt til úrslita öll þau fimm ár sem hann hefur þjálf- að liðið. Keflavíkur- liðið hefur sigrað í 32 bikarleikj- um af 38 sem það leikið. • Kvennalið Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tjórum sinnum mæst í bikarkeppninni undanfarin tíu ár. Viðureignimar em þó alls sjö þvf hér áður vom leiknir tveir leikir, heima og heiman. I þessum sjö leikjum sigraði Njarðvík í þremur en Keflavík í tjómrn. • Meðalaldur UMFN-liðsins er aðeins 18 ár en hjá Keflavík 22 ár. Anna María Sveinsdóttir, fyriilidi Keflavíkun Vonumst eftir fullu húsi „Við vonumst eftir fullu húsi því við lofum ykkur skemmtilegum leik“, sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflavíkur um bikarúrslitaleikinn gegn Njarðvfk. „Tveir síðustu bikarúrslitaleikir hafa verið mjög spennandi. Þó Njarðvík sé með mun yngra lið og óreyndara en við er það ekki nein trygging fyrir sigri. Pressan er öll á okkur og vonandi klámm við dæmið. Það verður skemmtilegt að fá að spila í Garðin- um, ekki síst ef það yrði fullt hús“. Harpa Magnúsdóttir, fyrirliði UMFN: Hugarfarið númep eitt „Það er ljóst að það verður á brattann að sækja en ég er einnig viss um að við eigum meiri möguleika í óarðinum en ef leikur- inn hefði farið fram í Höllinni'1, sagði Haipa Magnúsdóttir, fyriríiði Njarðvíkur. „Við emm með mjög ungt lið. Suzette er elst, 26 ára, ég næst 23 ára, síðan em hinar allar 15-18 ára. En við höfum verið að leika vel undanfarið, sérstaklega í bikar- keppninni þannig að það getur allt gerst á laugardaginrí'. Afram Keflavík! Rafbúö R.Ó. Afram Njarðvík! Islenskur markaður Hvetjum alla Suðurnesjamenn til að mæta í Garðinn og hvetja stelpurnar. Megi betra liðið vinna. Hitaveita Suðurnesja ISLANDSBANKI 5Pf\RI5JÓDURINN 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.