Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 2
Teknir með nokkur kíló af fiski Tveir skipverjar á Sigurvin GK «}í Eldey GK voru stöðvaðir sl. töstuda;;, af reglu, þar sem þeir höfðu laudað um 500 k}>. framlijá vigt. Starfsmenn veiðieftirlits Fiski- stofu vom við Njarðvíkurhöfn að fylgjast með löndun og kallaði lögreglu í málið þegar sýnt þótti að umræddir skip- verjar væru að taka framhjá vigtinni. Mennirnir voru stöðvaðir í Njarðvíkunum og reyndist annar skipverjinn vera með 120 kg. af þorsk- flökum í fórum sínum og SO kg. af hausuðum þorski. Hinn aðilinn var með 172 kg. af hausuðum þorski, 45 kg. af þorskflökum og 30 kg. af ýsuflökum. Málið telst upp- lýst. Gómaður með mikið magn af hassi Atján ára gamall piltur var stöðvaður á Flugstöð Leifs Eiríkssonar s.l. þriðjudags- kvöld, með 600 grömm af hassi innauklæða. Pilturinn viðurkenndi við ylir- heyrslur að vera eigandi efnis- ins, en liann var að koma frá Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn. Ungi maður- inn hefur ekki komið við sögu fíkniefnamála áður og var sleppt að yfirheyrslum lokn- um. Málið telst upplýst. Viö erum opin fyrir góðum hugmyndum! Síminn er 421 4717 íslensk sjóefni hf.: magn af kalíum og magnesíum, sem almennt er skortur í manns- líkamanum. Eðalsalt, sem kynnt hefur verið á erlendum mörkuð- um undir vöruheitinu Iceland Salt og Iceland Miracle Salt, hef- ur hlotið mjög góðar móttökur. Eftirspum eftir lág-natríum (low sodium) matvælum víða um heim hefur aukist á síðustu ámm vegna þess að ofnotkun salts er víða orðið heilsufarslegt vanda- mál. Samstarf við Bláa lónið hf. Bláa lónið hf. hefur lagt inn pöntun á talsverðu magni af bað- salti, en Bláa lónið hf. hefur markaðssetnigu á afurðum sín- um í Frakklandi í desember n.k. Islensk sjóefni eru því að undir- búa að prufukeyra tilraunafram- leiðslu baðsalts í kerfum verk- smiðjunnar með betri og afkasta- meiri hætti en áður. ísamningaviðrœðum við kanadíska fjárfesta. Kanadamenn vilja kaupa Reykj anessaltíð Kanadískt fjárfestingafyrir- tæki vill kaupa 67% hlut í ís- lenskum sjóefnum hf. og eru saniningaviðræður nú á loka- stigi. Eðalsalt, sem er heilsusalt sem íslensk sjóefni hf. f'ram- leiða, er nú þegar að finna í fjölda verslana í Bretlandi og einnig stcndur til að flytja það til Bandaríkjanna, Japan og Kanada. Islensk sjóefni ætla jafnframt að hefja framleiðslu á baðsalti fyrir Bláa lónið hf. og bjartsýni ríkir varðandi áframhaldandi samstarf þess- ara fyrirtækja. Nordam Investment Ltd Viðræður og samningar eru nú á lokastigi við kanadískt fjárfest- ingarfyrirtæki, Nordam Invest- ment Ltd., um kaup jress á 67% hlut í íslenskum sjóefnum hf. Viðræðurnar hafa farið fram samfara samningum Nordam við Hitaveitu Suðumesja um kaup á sjálfri verksmiðjunni. Nordam Investment undirritaði samning við Hitaveitu Suðumesja 11. okt. sl. Framleiðsla Bráðabirgðaframleiðsla hófst í verksmiðjunni í byrjun septem- ber á þessu ári og hefur nú 35 tonnum jregar verið skipað út til Englands af 150 tonna pöntun Tifomo Intemational, sem mark- aðssetur saltið í Englandi. Þess má geta að varan er nú á boðstól- um í fjórum af stærstu verslunar- keðjum Bretlands. Félagið á nú einnig í viðræðum við fyrirtæki í Kanada, Bandaríkjunum og í Japan, um kaup og markaðssetn- ingu Eðalsalts. Eðalsalt í nútíma matvæll Eðalsalt inniheldur 60% minna natríum en venjulegt salt. Þá inniheldur salt þetta verulegt Verksmiðjan Saltverksmiðjan byggir á hinum sérstæðu og gjöfulu auðlindum sem er að finna á háhitasvæðinu á Reykjanesi, en auðlindir þessar sjá verksmiðjunni bæði fyrir hrá- efni og orku. Verksmiðjan hag- nýtir þrjár staðbundnar auðlindir sem eru heitur sjór, kaldur sjór og ferskt vatn. Vinnslan fellst í einringu jressara jarðvökva í rétt- um hlutföllum ásamt frekari úr- vinnslu. Við framleiðslu Eðal- salts verður einnig til talsvert rnagn venjulegs salts til mat- vælaiðnaðar, mest til sjávarút- vegs. PÁLL KETILSS0N: Ritstjóraspjall Góð helgi með Víkurfréttum Helgarblað Víkurfrétta sem þú ert að fletta núna lesandi góður er enn ein nýjungin í útgáfuflóru Víkurfrétta. Fyrr á þessu ári gáfum við út í fyrsta sinn tímarit sem fékk nafnið TVF eða tímarit Víkurfrétta. Viðtökur við því voru nijög góðar og af því tilefni var ákveðið að fara í tilraunaútgáfu með helgarblað Víkurfrétta. Til að byrja með mun helgarblaðið koma út fjómm sinnum. Það má því segja að jretta sé okkar skoðanakönnun. Viðbrögð lesenda og auglýsenda mun ráða til um framhaldið. Helgarblaðið er „létt útfærsla" á TVF- tímaritinu en þó með meiri fréttablæ. 1 jressu blaði er að ftnna efni af ýmsu tagi. ítarlegt og átakanlegt viðtal er við ungan mann sem lenti í mótorhjólaslysi í Hvalfirði, tökum hús á Sandgerðingum sem fluttu í sveitasælu austur í land, birtum splunkunýtt viðtal við Einar nýkvæntan Júlíusson í Ameríku þar sem hann greinir frá sambandi sínu við nýju eiginkonuna. Þar kveður hann niður allar kjaftasögur varðandi stóran lottóvinning! Við fjöllum um breytingu hjá Keflavíkurverktökum sem urðu „nýtt“ sameinað fyrirtæki í síð- ustu viku, skoðum uppskriftir Ragnars Omarssonar, meistarakokks fslands, ræðum við Önnu Maríu Sveinsdóttur um fjögur þúsund körfustig, sýnum ykkur myndir af flottum Suðumesjastrákum og margt, margt fleira. íþróttir em í blaðinu og í næstu viku ætlum við að bæta við á þeim bænum og skoða íþróttir barna og unglinga á Suðumesjum. Þá er ógetið sérstakra frétta- síðna úr Garði, Sandgerði, Vogum og Grindavík. Við biðjum fólk í jreim byggðar- lögum að hjálpa okkur að gera meira og betur í fréttaflutningi frá minni byggðar- lögunum á Suðumesjum. Hringið í okkur og segið okkur frá því sem er að gerast. í blaðinu em líka nýjustu fréttir vikunnar. Sumar góðar, aðrar miður góðar. Því miður hefur stóra fíkniefnamálið teygt anga sína til Suðumesja. Allt þetta og meira í nýju helgarblaði Víkurfrétta. Eigið góðar stunilir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.