Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 14
Ragnar Omarsson á Hótel Holti: Meistarakokkur úr Njarðvíkum! Njarðvíkingurinn og mat- . reiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson varð á dögunum ís landsmeistari í matreiðslu. ■ 4l Njarðvíkingurinn og mat- reiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson varð á dögunum ís- landsmeistari í matreiðslu. Hér er dómnetnd samankomin í Perlunni en hana skipaði m.a. Örn Garðarsson úr Keflavík, en hann rekur veitingarekstur Hótel Borgar (Reykjavík. Njarðvíkingurinn og mat- reiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson varð á dögunum ís- landsmeistari í matreiðslu. Lokakeppni fimm efstu manna í Islandsmótinu í mat- reiðslu var haldin í Perlunni. Keppnin var tvískipt, fyrri dag keppninar voru „undanrásir“ en þann seinni úrslit. „Ég get auðvitað ekki annað en verið ánægður með árangurinn. Þetta er fyrsta keppnin sem ég tek þátt í svo hver veit nema titl- amir verði fleiri." Er þetta eftirsóttur titill meðal matreiðslumeistara? „Já, það er ekki hægt að segja annað. Aliir bestu staðimir senda fulltrúa sína í keppnina og mikill metnaður lagður í undirbúning- inn. Ég er t.d. ekkert búinn að sofa síðustu vikumar, lífið hefur snúist um vinnuna og undirbún- inginn." Hvernig fer keppnin sjálf svo fram? „Forkeppnin var haldin á laugar- degi. Þá fengum við allir ákveðin verkefni og það síðan metið á faglegu nótunum, vinnubrögð, frágangur, snyrtimennska o.s. frv. og fimm efstu menn komast í úrslit. í úrslitunum á sunnudag mættum við kl. 9 og beið þá okkar svokölluð „Mystery bask- et“ sem mætti útleggja sem leynikörfu fulla af ýmis konar hráefnum. Þarna gilti að vera fljótur að hugsa og fengum við klukkustund til að búa til mat- seðil úr þeim hráefhum sem við Sigurréttir Ragnars: Forréttur: Stökk bleikja og smáiúðupylsa með steinseljurótarmauki og reyktum tómötum. Steinseljurótarmauk 200 gr. steinseljurót, skræld og skorin 1 dl. ijómi 1 dl. mjólk timian 1 hvítlauksrif salt og pipar. Allt er soðið í rjómanum og mjólkinni þar til steinseljurótin er orðin mjúk þá sett í mat- vinnsluvél og maukað í fínt mauk. Haldið heitu og síðan sprautað á diskinn rétt áður en hann er borinn fram. Reyktir tómatar 3 stk. meðáTstórir tómatar. Tómatamir skrældir með því að setja þá’f sjóðandi vatn og síðan kalt vatn. Kjaminn hreinsaður úr og síðan eru tómatamir reyktir í 3 mínútur í reykkassa. Ef ekki er til reykkassi á heimilinu má setja álpappír ofan á eldavélarhellu og strá sagi á hann, setja í hringmót í kring og grind með tómötunum þar ofan á. Sagið brennur og til að framleiða enn meiri reyk er gott að ýra nokkrum dropum af vatni á sagið. Smálúðupylsa 100 gr. smálúða : 1 stk. eggjahvíta 1 tsk. madeira eða annað léttvín 2 dl. léttjpeyttur rjómi i salt og pipar Smálúðan er flökuð og bein- hreinsuð. Sett í matvinnsluvél, ásamt eggjahvítunni, léttvíninu og salti og pipar. Rjóminn sleg- inn saman við. Deigið sett í plastfilmu og álpappír og síðan gufusoðið í 12 mínútur. Skorið í sneiðar og síðan steikt upp úr Extra Virgin ólífuolíu. Stökk bleikja 120 gr. beinhreinsuð bleikja. Steikt á roðhliðunum þar til roð- ið er orðið stökkt. Papriku-Chili Confit 1/2 rauð paprika 1/2 græn paprika 1 lítill chili piparávöxtur 1/2 charlott laukur salt og pipar Paprikurnar bakaðar í ofni við 200 gráður í 7 mínútur eða þar til þær eru aðeins famar að brúnast. Skrældar og skomar fínt. Chilíið skorið fínt, ásamt charlott laukn- um. Allt léttsteikt og kryddað með salti og pipar. Aðalréttur: Balsamico steiktar grísalundir með kartöfluhjúpaðri kjúklinga- bringu og rauðvínssósu. Grísalundir 400 gr. gnsalundir steiktar í bals- amico. Bakaðar í ofni í ca. 7 mínútur við 180 gráður (fer þó eftir stærð lundanna). Kjúklingabringan 2 meðalstórar kjúklingabringur, skinnlausar estragon 2 stórar kartöflur, rifnar 1 hvítlauksrif salt og pipar Kartöflurnar steiktar á mjög heitri pönnu og þjappaðar niður í þunna pönnuköku. Síðan settar á pappír til að olían leki úr. Kjúklingurinn flattur út, krydd- aður með estragoni, salti og pip- ar. Rúllaðar upp og kartöflukök- unni rúllað utan um og bakað í 150 gráðu heitum ofni í ca. 40 mínútur. Rauðvínssósa 1/2 flaska rauðvín 1 chariott laukur 1 dl. balsamico timian 1 msk. hveiti kjúklingasoð salt og pipar Charlott laukurinn léttmýktur upp í potti, hveiti bætt út í. Bals- amico sett út í og soðið niður um 2/3. Þá er rauðvíninu hellt út í. Soðið niður um 2/3. Kjúklinga- soðið sett út í ásamt timianinu og soðið niður í bragðgóða sósu. Smakkaðu til með salti og pipar. Eftirréttur: Súkkulaðimús með ferskjufrauði og balsamico sósu. Súkkulaðimús 300 gr. dökkt súkkulaði 4 eggjarauður 3 dl. rjómi 2 blöð matarlím 3 msk. vatn (má lfka nota Grand Mamier eða koníak). Súkkulaðið brætt í vatnsbaði. Eggjarauðumar settar út í ein í einu og pískuð saman við súkkulaðið. Matarlímið leyst upp í vatninu og hellt varlega út í súkkulaðið. Rjóminn þeyttur og sleginn saman við. Sett í form og stungið inní frysti í 2-3 tíma. Hvolft úr forminu á disk og er aðeins nokkrar mínútur að þiðna. Ferskjufrauð 2 ferskjur, ferskar 50 gr. sykur 21/2 dl. vatn 6 eggjarauður 100 gr. sykur 3-4 blöð matarlím

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.