Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 13
skynjar tengslin á milli manns og skepnu þá er þetta draumastarf. Skepnan er eins misjöfn og mannfólkið. Ef þú umgengst dýrin vel þá færðu betri skepnur í umgengni. Maður er að temja að stórum hluta, fá dýrin til að hlýða án átaka.“ Þetta er skemmtilegt, segja þau hjónin. Svo em þau með góða nágranna og hafa sótt speki til þeirra. Ometanleg hjálp og fræðsla segja þau frá bæjunum í kring. Bærinn sem Rakel og Andrés búa á heitir Lækur og er í Holtum, Landssveit. Þetta eru 450 hektarar. Bænum tilheyrir vatn og þar er silungsveiði. Þau hafa byggt nýtt fjós og sett upp nýtt mjaltakerfi og mjaltabása. „Nú koma beljurnar í röð til mjalta. Þetta er mjög þægilegt kerfi” segja þau. A sumrin em kýmar úti, stund- um alla nóttina en þær em alltaf mjólkaðar kvölds og morgna. Kindumar eru við fjárhúsið og þeim er gefið úti. Rakel segist vera búin að koma sér upp íslen- skum eðalhænum en það er erfitt að rækta það kyn. Hænumar fá að vappa um landareignina og hún segir þær vera hamingju- samar. Þær em til heimabrúks og skaffa húsmóðurinni egg í bakst- urinn. Vinnustaðurinn er heima á hlaðinu „Auðvitað er það rosaleg vinna að reka bú en það er skemmtileg vinna. Maður ræður sér sjálfur. Vinnustaðurinn er á staðnum og maður hefur það í hendi sér hvað er gert og hvenær. Þetta eru endalausar gjafir og mjaltir. Heyskapurinn gefur bænum 1000 rúllur en það er magnið sem þarf til að fóðra dýrin á ári. Kostnaður er svakalegur. Það er dýrt að vera bóndi.” Þau segjast ekki verða rík af búskapnum. Andrés segir það hugsjón að vera bóndi. Rakel kallar það lífs- ins skóla. Bændur þurfa að geta allt sem snýr að einu býli. Þeir þurfa t.d. að vera ljósmæður, læknar og viðgerðamenn. Andrés þekkir vel inn á vélar og rafmagn og það hefur oft bjargað þeim. Þau þurfa að vera mjög fjölhæf til þess að standa í þessu. Þau þurfa einnig að vera vel inni í pólítík og vita hvaða stefnu stjómvöld taka í landbúnaði. Útlendingar hafa verið vinnu- menn á Læk. Núna em þau með íslenskan vinnumann úr sveit- inni. Hiálpa börnum A sumrin eru þau öðru hvoru með böm frá Félagsmálastofnun. Það finnst jteim mjög gefandi og líka gaman. Þetta eru þá oft krakkar sem eiga erfitt og hafa gott af því að komast burtu frá bænum og kynnast sveitinni. Krakkamir fá að sinna bústörfum með hjónunum og fara á hestbak svo eitthvað sé nefnt. Þeim er kennt að taka ábyrgð á verkum sínum. Krökkunum hefur liðið mjög vel hjá hjónunum í sveit- inni og vilja helst ekkert fara burtu. Með þeim tekst einlæg vinátta. Ef kálfur fæðist á meðan krakkarnir dvelja á bænum þá em þeir skírðir í höfuðið á fteim. Það er mikil upphefð. Andrés hefur skírt kálfa í höfuðið á systrum sínum og þegar þær hringja þá leita þær einnig frétta af nöfnum sínum. Hjónin vinna saman í þessu öllu. Hún er þó meira með beljumar. Hann sér um viðgerðir og annað þvíumlíkt. Líkamlen brevta Andrés og Rakel segjast hafa minni tíma núna fyrir sig sjálf. En það gerir ekkert til því svo margt gott er komið inn í líf þeirra. Andrés var orðinn þreytt- ur á öllu stressinu sem fylgdi fyrirtækjarekstrinum. Þá var hann alltaf með tvo síma á eyrunum. Hann segist hafa losn- að við andlegt stress við það að flytjast í sveitina. Nú er hann líkamlega þreyttur á kvöldin og það er betra. Hans takmark er að býlið reki sig sjálft, standi undir sér. Þau framleiða 110.000 lítra af mjólk á ári og það er hagkvæmt. Lambakjöt selja þau einnig. Á hverju ári er 160 löm- bum slátrað. Nautakjötsfram- leiðslan gengur vel en þar er 15- 20 tuddum slátrað árlega. Rakel segir það toppinn á til- verunni að vera bóndi. Það er meiri erill á heimilinu og gesta- gangur mikill. Fólkið í sveitinni kemur líka oft. Það er heilmikill samgangur á milli bæja. Hún segist einskis sakna úr bæjar- lífinu nema auðvitað bama sinna og barnabarna. Þau koma nú í heimsókn og dvelja þá í nokkra daga. Dætur þeirra hjóna reka farfuglaheimili í Innri-Njarðvík. Rakel finnst búskapurinn tengja hana við náttúmna og hún hefur báða fætur á jörðinni. Umgengni við dýrin gefur henni heilmikið. Beljurnar eru yndislegar, segir hún. Henni finnst mjög gaman að umgangast þær. Þær hafa svo sterka sál. Á Indlandi eru kýr heilagar og Rakel skilur það. Þær orka svo vel á mann. Beljur eru hennar uppáhald. Rakel finnst búskapurinn tengja hana við náttúruna og hún hefur báða fætur á jörðinni. Umgengni við dýrin gefur henni heilmikið. Beljurnar eru yndislegar, segir hún. Þær hafa svo sterka sál. Á Indlandi eru kýr heilagar og Rakel skilur það. Þær orka svo vel á mann. Bærinn sem Rakel og Andrés búa á heitir Lækur og er I Holtum, Landssveit. Þetta eru 450 hek- tarar. Bænum tilheyrir vatn og þar er silungsveiði. Þau hafa byggt nýtt fjós og sett upp nýtt mjaltak- erfi og mjaltabása.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.