Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 32
FRETTIR Auglýsingasíminn er421 4717 SÍÐASTI SKILAFRESTUR AUGLÝSINGA TIL KL. 18 Á MIÐVIKUDÖGUM! Skemmtistaðurinn Club Casino kominn með áfengisleyfi í eitt ár? MISSKILNINGUR hjá Jóni M. Harðarsyni -segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri. Er bara með bráðabirgðaleyfi í óákveðinn tíma. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir Jón M. Harðarson vera nieð ein- hvern misskilning hvað varðar áfengisleyfi honuni til handa fyrir Club Casino/ Strikið í Grófinni. Einungis sé um ótímabundið bráða- birgðaleyfi að ræða, ekki til eins árs eins og hann heldur fram í Víkurfréttum í fyrradag. „Það er engin breyting frá bæjarstjórn. Við samþykktum að veita honurn bráðabirgðaley- fi fyrir nokkru síðan með opnunartíma frá tíu á moignana til klukkan eitt eftir miðnætti alla daga. Þegar það var gert á bæjarstjómarfundi tyrir nokkru neitaði Jón að móttaka leyfið. Ennþá hefur hann ekki sótt það og getur því ekki opnað staðinn nema að ná í það formlega hér hjá mér og greiða um 20 þús. kr. fyrir það“. Ellert sagði að Dómsmála- ráðuneytið gæfi ekki út vínveit- ingaleyfi. Slíkt á hendi bæjar- stjórnar. Úrskurðnefnd getur úrskurðað og látið framfylgja því en ráðuneytið ekki. Þetta sé því einhver hugarburður í Jóni að bera því við að ráðuneytið hafi sagt að hann væri með leyfi til eins árs. Bráða- birgðaleyfi til handa Jóni er einungis í gildi á meðan seinni stjórnsýslukæra Jóns er í vinnslu. Færðu köfunarskóla súrefnisdælu Tómas Knútsson, skólastjóri Sportköfunarskóla íslands, tekur hér við gjafabréfi frá foreldrum Rúnars B. Ólafssonar, þeim Guðlaugu Bárðardóttur og Ólafi Guðmundssyni. Gjafabréfið er fyrir súrefnisdælu sem notuð verður til að dæla á súrefniskúta kafara skólans. Gjöfin er til minningar um Rúnar Bárð, en hann fórst í köfunarslysi í Garðsjó fyrir nokkrum misserum. Gjöfm er frá fjölskyldu Rúnars. Tómas Knútsson sagði gjöfina koma sér vel enda tækið mikið þarfaþing. VF-mynd: Hilmar Bragi Vandræði hjá íslandspósti: , Peningasending íslandsbanka týnd -verið að leita! Ábyrgðarsending sem innihélt verulegar peningarfjárhæðir frá Islandsbanka í Keflavík og átti að fara til aðalbanka stofnunarin- nar við Kirkjusand í Reykjavík 8. október sl. hefur ekki skilað sér á áfangastað. Eins og greint var frá í fréttum í vikunni týndist stór sending frá Tryggingastofnun hjá fsland- spósti. Svör sem íslandsbanki í Keflavík hefur fengið síðustu þrjár vikumar eru einfaldlega á þann veg að „verið sé að leita að pakkanum“. íslandsbanki í Keflavík lítur mjög alvarlegum augum á þetta mál en þama var um verulega peningaupphæð að ræða þó hún hafi oft verið hærri. Iðulega er upphæðin sem send er í ábyrgðarsendingu með póstinum í milljónum talið. Stdra fíkni- efnamálið teygir anga sína til -Fertiigiirviaönr handtekinn íVognm Fertugur maður í Vogunum hefur verið dæmdur í gæslu- varðhald, gmnaður um pen- ingaþvætti og meðferð fíkni- efna. Hann er talinn tengjast stóra fíkniefnamálinu. Við húsleit á heimili mannsins fundust um 150 gr. af hassi, eitthvað af marijúana og þýfi fýrir fleiri milljónir. Maðurinn er þekktur í fíkniefnaheimin- um. Ung börn voru á heimilinu þegar húsleitin var gerð og aðkoman hræðileg. Búið var að útbúa sérstakt reykherbergi í húsinu sem börnin höfðu greiðan aðgang að. Sóðaskap- urinn var yfirgengilegur. Fíkniefnaneytendur hafa í langan tíma, vanið komur sín- ar í umrætt hús og það fór ekki framhjá neinum í bæjar- félaginu hvað þama fór fram. Yngsta bamið er fimm ára og móðir þess hafði t.d. ekki far- ið með það í reglubundið ungbamaeftirlit og því ljóst að þarna var um vanrækslu að ræða. Bamavemdamefnd er nú komin í málið. MUNDI Fóru peningamir nokkuð í þvott íVogum?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.