Orð og tunga - 01.06.2007, Síða 12

Orð og tunga - 01.06.2007, Síða 12
2 Orð og tunga legrar íslenskrar orðabókar eftir siðskipti og var Alexander Jóhann- esson prófessor aðalhvatamaður þess. Verkið fór hægt af stað. Arni Kristjánsson var lausráðinn til orðtöku 1943 og vann við hana ásamt kennslustörfum. 1947 var Asgeir Blöndal Magnússon fenginn til verksins og voru þeir Árni nú fastráðnir til að safna efni til sögu- legrar íslenskrar orðabókar. Yfirstjórn orðabókarverksins, sem í sátu þrír prófessorar við deildina, töldu mikilvægt að ráða forstöðumann til verksins og leituðu til Jakobs Benediktssonar sem féllst á að taka starfið að sér. Hann var ráðinn til þess 1. janúar 1948 og gegndi því til ársloka 1977 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Orðabók Há- skólans hafði fest sig í sessi. í upphafi lagði Háskóli íslands út fyrir öllum kostnaði við undir- búning orðabókarstarfsins og síðar fyrstu orðtökuna. Árið 1947 fékkst það samþykkt að háskólinn og ríkið skiptu kostnaði jafnt sín á milli og þannig var staðan þegar Jakob tók við forstöðumennskunni. Orða- bókin varð síðar ríkisstofnun 1964 og við það voru fjárveitingar orðnar tryggar þótt ekki væru þær háar. Mikið verk var fram undan þegar Jakob settist við skrifborðið sitt á efstu hæð í norðurenda aðalbyggingar háskólans. Eftir var að safna orðaforðanum úr heimildum fjögurra alda, skrifa orðabókargreinar og gefa út bók í mörgum bindum, eins og ætlunin var þá, starfsmenn að- eins þrír og ekkert fé til að greiða aðstoðarfólki fyrstu árin. Þeir fé- lagarnir lásu því handrit og bækur, skrifuðu á seðla og röðuðu þeim í kassa. Þannig var unnið árum saman. Þegar heim kom á daginn settist Jakob við að ljúka doktorsrit- gerð sinni um Arngrím Jónsson lærða sem hann varði 1957 og kom út í Kaupmannahöfn sama ár undir heitinu Arngrímur jónsson and his works. Á sama hátt vann hann að öllum þeim verkum sem eftir hann liggja, frumsömdum og þýddum, en í þá daga var ekki til það sem nú kallast „frjálsar rannsóknir" sem hluti vinnutímans. Ég ætla ekki að gera hér að umræðuefni hinar fjölmörgu greinar Jakobs, útgáfur og þýðingar, sem flestir í íslenskum fræðum þekkja, aðeins orðabók- arstarfið sem hann tók að sér og vann að í þrjátíu ár. Ég kom fyrst á Orðabókina haustið 1965 sem stúdent á þriðja ári, nýbúin að ljúka fyrri hluta prófi. Mér hafði boðist þar vinna með námi og kveið ég því heil ósköp að berja að dyrum og spyrja eftir Jakobi. Sá kvíði reyndist ástæðulaus. Við mér tók brosandi maður í reykmett- uðu herbergi sínu, sló úr pípunni og tók að spyrjast fyrir um námið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.