Orð og tunga - 01.06.2007, Page 30

Orð og tunga - 01.06.2007, Page 30
20 Orð og tunga (32) a. horgemlingur einnig um horað fólk b. umritun um að venjulegum orðum er skipt út fyrir ný orð [...] Þetta þýðir þó ekki endilega að engin merkingarvensl finnist fyrir viðkomandi merkingarlið flettu. Til dæmis skila aðrir skýringarhlutar viðkomandi merkingarliðs fyrir flettuna umritun (það að umrita og um- orðun) merkingarvenslum TENGT_SO (umritun, umrita) og JAFNHEITI (umritun, umorðun). Notkun sviga í skýringatextum skapar oft vandamál í vélrænni greiningu. Svigar eru oft notaðir til þess að draga fram atriði sem skýra merkingu orðsins betur eða til þess að benda á atriði sem yfirleitt (en ekki endilega alltaf) tilheyra merkingu orðsins. Herbst og Klotz benda á að innihald sviga skýri betur viðkomandi „Prototyp" (2003:36). Eins og er er það sem stendur í svigum ekki tekið með í greiningu MerkOr og þær skýringar sem hefjast á sviga eru í heild sinni látnar eiga sig. Þetta verður þó skoðað betur í áframhaldandi þróun tólsins. í skýringum ÍO er að finna „margvíslegt misræmi" (Mörður Árna- son 1998:4) sem skýrist, eins og áður sagði, af sögu bókarinnar og af því hvernig hún hefur verið unnin. Notkrm sviga er eitt af því sem þyrfti að vera skýrt skilgreint við endurskoðun skýringatexta ef auð- velda á vélræna greiningu. í inngangi þriðju útgáfu íslenskrar orðabók- ar eru skýringar um notkun tákna og greinimerkja. Þar segir: „Svigar eru notaðir í dæmum um uppflettiorð þannig að það sem er innan þeirra getur komið í stað þess sem stendur á undan (einnig notaðir á hefðbundinn hátt í skýringartextum, þ.e. um upplýsingar sem eru til nánari útskýringar á einhvern hátt)." (íslensk orðabók 2002: xiii). Dæmi um sviganotkun, sem hefur áhrif á núverandi greiningu MerkOr, eru lýsingarorð í sviga í upphafi skýringarhluta. í eftirfarandi dæmum eru skýringarhlutar með lýsingarorðinu lítill skoðaðir. Það liggur í eðli lýs- ingarorða að þau eru til nánari skýringar og því fellur það hlutverk svigans niður. Annað hlutverk svigans, að innihald hans geti komið í stað orða utan svigans, virðist ekki vera algengt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.