Orð og tunga - 01.06.2007, Side 94

Orð og tunga - 01.06.2007, Side 94
84 Orð og tunga 5.1 Skrár Til þess að prófa mismunandi aðferðir við mörkun er oft notuð aðferð sem byggist á því að hafa til umráða tíu pör af þjálfunar- og prófunar- söfnum. I hverri tölvuskrá Orðtíðnibókarinnar er textabútur úr einni heimild. Pörin voru búin til þannig að hverri skrá var skipt upp í tíu nokkurn veginn jafna hluta. Hver þessara tíu hluta myndar eitt próf- unarsafn og samstætt þjálfunarsafn hefur að geyma hina hlutana níu í hvert sinn. Stærri skráin er notuð sem þjálfunarsafn og sú minni sem prófunarsafn. Prófunarsöfnin skarast því ekki en þjálfunarsöfnin hafa um 80% sameiginlega texta. Allir markarar voru prófaðir á öllum 10 pörum og fundin meðalnákvæmni (þessi aðferð er kölluð á ensku ten- fold cross-validation). 5.2 Mælikvarðar fyrir nákvæmni Til þess að finna hversu nákvæmlega markari úthlutar mörkum eru mörk hans borin saman við „rétt mörk" sem hafa verið yfirfarin hand- virkt. Þessi réttu mörk eru oft kölluð á ensku „gold standard". Mjög erfitt er að ná 100% réttri mörkun þar sem ýmis álitamál koma upp. Tveir einstaklingar mörkuðu textasafn Orðtíðnibókarinnar og hafa þeir efalaust borið sig saman. Nákvæmnin hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega. Til þess að geta metið árangur tiltekins markara þarf að hafa við- miðun um lægstu nákvæmni, gninnmörknn (e. baseline tagging), sem unnt er að ná án þess að nota markarann. Grunnmörkun er gerð með tilteknu orðasafni sem hefur upplýsingar um orðmyndir og mörk þeirra og með því að nota tiltekna aðferð við mörkun óþekktra orða. Hér er notuð ein af fjórum skilgreiningum á grunnmörkun sem kemur fram í Megyesi (2002:55). Búið er til orðasafn úr hverju þjálfunarsafni og þeim orðmyndum í viðkomandi prófunarsafni sem koma líka fyrir í þjálfunarsafninu gefið algengasta mark þeirrar orðmyndar. Óþekkt orð rituð með litlum staf fá algengustu greiningu nafnorða (nken) og óþekkt orð rituð með upphafsstaf fá algengustu greiningu sérnafna (nken-m). Þessi mörk eru síðan borin saman við rétt mörk. Meðalná- kvæmni slíkrar mörkunar fyrir öll prófunarsöfnin reyndist 76,63%. Markari sem nær ekki þessari nákvæmni bætir því engu við það sem fæst með grunnmörkun eingöngu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.