Orð og tunga - 01.06.2010, Page 37

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 37
Guðriín Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa 27 3 Hvernig er staðið að vali nafna? Sveitarfélögin hafa lengstum farið mismunandi leiðir að vali nafna. Stundum er einstaklingum falið að koma með tillögur til skipulags- nefndar sveitarfélags, stundum er boðað til samkeppni og stundum kemur skipulagsnefndin sér sjálf saman um nöfn en bæjar- eða borg- arráð verður síðan að samþykkja tillögurnar. Hér verða nefnd fáein dæmi um aðferðir við nafnaval. Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar samþykkti í október 2006 tillögu I-list- ans um að götunöfnum í hverfi, sem fram að því hafði verið kallað Lundahverfi, yrði breytt þannig að þau tækju mið af sögu og lands- háttum svæðisins. Tillögunni fylgdi greinargerð þar sem ástæður nafnbreytinganna voru m.a. raktar: Dæmi eru um að götunöfnum hafi verið breytt, og má þar nefna þvergöturnar um miðja Skutulsfjarðareyri sem áður hétu Steinsteypuhúsagata, Templaragata og Bankagata á ísafirði voru endurskírðar á þriðja áratug síðustu aldar og fengu þá hin ágætu nöfn: Sólgata, Hrannargata og Mána- gata. Nú hefur það gerst að götur í nýju hverfi í Skutuls- firði sem lagðar hafa verið í landi jarðarinnar Tungu hafa verið látnar taka nöfn af skógarlundum og með forskeyti hinna ýmsu trjá og runnategunda. Þessar nafngiftir eru hvorki í anda sögulegrar né náttúrulegrar hefðar á þessu landi. Á túnum og sléttum jarðarinnar Tungu hafa ekki verið skógar eða skógarlundir um margar aldir (ef þeir hafa nokkurntímann verið þar). Jörðin Tunga er hinsvegar ævagamalt höfuðból í Skutulsfirði, jafnvel landnámsjörð. Þar var þingstaður Eyrarhrepps á 17. og 18. öld og örnefni því tengt, Þinghóll er þar. (http://www.bb.is/Pages/26?NewslD=84341, skoðað síðast 15. 3. 2009). Bæjarráð ísafjarðarbæjar tilnefndi þær Ólínu Þorvarðardóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur til að koma með tillögur að nýjum nöfnum á götur í þessu nýja hverfi í landi Tungu í Skutulsfirði. Göturnar höfðu áður viðliðinn -limdur en í tillögu bæjarstjórnar kom fram að nöfnun- um skyldi breytt þannig að þau höfðuðu betur til náttúru og sögulegr- ar hefðar og fengju viðliðinn -tunga. Ólína og Jóna Símonía skiluðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.