Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 35

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 35
Bókasafnið 40. árg – 2016 35 á starf sem fáir þekkja. Bloggið vekur lesandann til umhugsunar um fjölbreytileika starfsins, ólíka notendahópa og hvernig má bregðast við þörfum þeirra. Blogginu hefur verið haldið úti í tvö ár en nýjasta færslan er jafnframt tilkynning um að því verði hætt. Í þessum skrifuðum orðum er sem betur fer samt sem áður ekki búið að loka því alveg og því ennþá hægt að lesa eldri færslur og vel þess virði að þræða sig í gegnum þær aftur í tímann. Nokkur þekkt nöfn Librarian in Black er bloggsíða sem margir upplýsingafræðingar kannast við enda hefur síðunni verið haldið úti frá árinu 2003 og bloggarinn Sarah Houghton látið sig ýmis áhugaverð mál varða. Ho- ughton er yfirmaður á almenningssafni í Kaliforníu en bloggið fjallar ekki um daglegt starf hennar þar. Hún leggur áherslu á að blogga um ýmislegt sem tengist starfinu og faginu almennt auk þess að fjalla mikið um ýmsa tækni sem tengist því. Færslur hafa ekki verið mjög reglulegar undanfarin ár ef miðað er við tíðni þeirra fyrir áratug síðan en meðal þess sem hefur verið fjallað um undanfarið eru fagbækur og ráðstefnur sem tengjast faginu, tæknimál og fleira. Vefslóðin er: http://librarianinblack.net/librarianinblack/ Á síðunni Letters to a young librarian veitir upplýsingafræðingurinn Jessica Olin, sem er yfirmaður á framhaldsskólasafni í Delaware Bandaríkjunum, fjölbreytta innsýn í ýmis atriði sem tengjast starfi upplýsingafræðinga. Markmið hennar með blogginu er að veita nýút- skrifuðum í faginu og þeim sem leggja stund á nám í því upplýsingar um ýmislegt sem er ekki tekið fyrir í skólanum en er gagnlegt að vita samt sem áður. Í nýlegri færslu er til dæmis fjallað um val á fatnaði og framkomu í atvinnuviðtölum og í annarri hvernig er hægt að halda þjónustulundinni þegar maður er í engu skapi til að brosa og vera vingjarnlegur. Olin er mjög virkur bloggari og bendir á margt athyglisvert sem er vel þess virði að velta fyrir sér, bæði fyrir nýút- skrifaða og reynslumeiri upplýsingafræðinga. Vefslóðin er http:// letterstoayounglibrarian.blogspot.com/ Annyoed librarian er dulnefni fyrir mjög pirraðan upplýsingafræðing sem bloggaði í fyrstu sjálfstætt um allt sem fór í taugarnar á honum (eða henni) í faginu en hefur frá árinu 2008 bloggað á síðu Library Journal. Á blogginu eru ýmis mál sem tengjast faginu tekin fyrir og farið á mjög gagnrýninn hátt yfir málefni líðandi stundar í heimi upplýsingafræða. Vakin er athygli á ýmsu sem má betur fara og varpað ljósi á hluti og atburði sem ritarinn á bakvið Annoyed Li- brarian telur mikilvægt að sé rætt um á opinskáan hátt. Bloggið er umdeilt, lesendum finnst það oft ómálefnalegt, en umfjöllunarefnin eru áhugaverð og er meðal annars fjallað um hlutverk bókasafna, starfssvið upplýsingafræðinga, ritskoðun, Wikipedia og margt fleira. Annoyed librarian fer ekki í graf- götur með það að hann skrifar ekki til að þóknast neinum en stíllinn er hnyttinn og gagnrýnin er oft á tíðum mjög beitt. Færslur eru mjög reglulegar og meðal annars vegna þess hafa einhverjir velt því fram að fleiri en einn bloggari standi að baki dulnefninu. Vefslóðin er: http://lj.libraryjournal. com/blogs/annoyedlibrarian/ Að lokum Því miður hafa margir þeir sem áður blogguðu um störf sín á bókasöfnum og um upplýsingafræði hætt því eða dregið verulega úr virkni sinni. Einhverjir hafa fært sig á aðra miðla og margir þeirra sem hér hefur verið fjallað um eru einnig virkir á Twitter og öðrum miðlum. Bloggin hafa þó þann kost að færslurnar eru oft á tíðum lengri og ítarlegri en stuttar færslur á samfélagsmiðlum og hægt að fara nánar í saumana á áhugaverðum málefnum. Eflaust mætti fjalla hér um enn fleiri bloggsíður þar sem fjallað er um bókasöfn og upplýsingafræði en þess í stað er vakin athygli á því að bloggararnir setja oft á síður sínar tengla á blogg samstarfsfólks og vina í faginu eða á síður sem þeir sjálfir fylgjast með og þannig er hægt að fræðast enn meira og finna fleiri blogg sem vekja áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.