Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 36

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 36
36 Bókasafnið 40. árg – 2016 Alþjóða skjalaráðið, ICA (International Council on Archi-ves), stendur árlega fyrir alþjóðlegum ráðstefnum þar sem fagfólk og hagsmunaaðilar koma saman og ræða málefni sem varða skjalasöfn, meðferð og umsýslu gagna og upplýsinga sem þar eru varðveittar. Ráðstefna á Íslandi Vorið 2014 var komið að máli við þjóðskjalavörð um að Þjóð- skjalasafn Íslands yrði gestgjafi og samstarfsaðili ICA um þriðju árlegu ráðstefnuna haustið 2015. Áður höfðu Þjóðskjalasafn Belgíu og Borgarskjalasafn Girona á Spáni verið gestgjafar. Eftir að hafa lagt fram tillögu að efni og umgjörð ráðstefnunnar var afráðið að hún skyldi haldin í Reykjavík í lok september 2015. Þjóðskjalasafn gekk til samstarfs við CP Reykjavík um framkvæmdina enda ærið verkefni að taka á móti svo stórum og fj ölbreyttum hópi gesta með skömmum fyrirvara. Reykjavík er vinsæl til ráðstefnuhalds og ekki var seinna vænna en að bóka Hilton Reykjavík Nordica sem varð fyrir valinu sem vettvangur. Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir um 400 gestum víðs vegar að og í göngufæri eru hótel í öllum verðfl okkum. Þegar upp var staðið voru skráðir til leiks rúmlega 500 gestir frá 80 löndum í öllum heimshornum. Margir gestanna nýttu tæki- færið og skoðuðu sig um í borginni og nágrenni. CP Reykjavík skipulagði hefðbundnar skoðunarferðir og Þjóðskjalasafn bauð gestum að heimsækja Landnámssýninguna og Sjónarhorn í Safnahúsinu auk sýningar Borgar- skjalasafns Reykjavíkur í Ráðhúsinu. Ráðstefnukvöldverðurinn var haldinn í Hörpu og var þar boðið upp á sérsniðinn matseðil með íslensku yfi rbragði. Alþjóðaráðstefna um skjalastjórn og skjalavörslu á Íslandi 2015 Þema ráðstefnunnar Ráðstefnan fór fram dagnna 28.-29. septem- ber 2015. Dagana á undan voru námskeið um skjalastjórn og skjalavörslu frá helstu sérfræðingum heims í greininni og fundir ýmissa nefnda og ráða Alþjóða skjalaráðsins. Þema ráðstefnunnar var Archives: Evidence, Security and Civil Rights. Ensuring trust- worthy information og var samtals boðið upp á 22 málstofur um efnið þar sem 74 fyrirlesarar hvaðanæva úr heiminum fl uttu erindi. Málstofurnar voru fj ölbreyttar en eins og yfi rskrift ráðstefnunnar ber með sér var áherslan lögð á öryggi skjalasafna og viðbrögð við ógnum sem að þeim steðja og á upplýsingaöryggi með það að leiðar- ljósi að tryggja réttindi borgaranna. Mikil- vægi skjalasafna í mannréttindamálum var viðamikið umfj öllunarefni. Einnig var sér- staklega fj allað um það hvernig tryggja megi áreiðanleika og uppruna skjala sem varða réttindi. Aðalræðumenn ráðstefnunnar drógu einnig að sér athygli. Guðni Th . Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, kom inn í stað Kára Stefánssonar sem forfallaðist sem aðalræðumaður á síðustu stundu. Guðni sagði frá persónulegri reynslu sinni um að fá aðgang að gögnum á skjalasöfnum. Gísli Guðjónsson, réttarsál- fræðingur og prófessor emeritus við King‘s College í London var aðalræðumaður seinni Ungt íslenskt tónlistarfólk lék létta tónlist undir ráðstefnukvöldverði í Hörpunni. Boðið var upp á standandi hlaðborð með úrvali íslenskra rétta Brynja Björk Birgisdóttir er B.A. í sagnfræði og Cand.Philol. í fornleifafræði. Hún starfar sem sviðsstjóri á upplýsingasviði Þjóðskjalasafns Íslands. Njörður Sigurðsson er með MA-próf í sagnfræði. Hann starfar sem sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.