Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 23
18 Fréttir Í Grafarvogi eru tvö skemmtileg sjálf­ boðaliðaverkefni í gangi sem að snúa að menntun barna. Annars vegar er það aðstoð við heimanám nemenda sem eru af erlendu bergi brotnir, sem fram fer í Borgum, félags­ miðstöð velferðarsviðs í Spönginni, og hins vegar lestrarverkefni í Húsa­ skóla þar sem eldri borgarar taka það að sér að hlusta á barnaskólanemend­ ur lesa upphátt og veita þeim tilsögn. Á báðum vígstöðvum leika Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi, lykil hlutverki. Í Borgum, félagsmiðstöð vel­ ferðarsviðs við Spöngina í Grafarvogi, fer fram afar uppbyggjandi starf þar sem fjölmargir aðilar aðstoða nem­ endur af erlendu bergi brotnu við heimanám. Kennslan fer fram einu sinni í viku, á þriðjudögum frá 16.30 til 18.00. Einn af sjálfboðaliðum er Har­ aldur Finnsson, fyrrverandi skólastjóri við Réttarholtsskóla. „Afar skemmtilegt starf og gefandi“ „Þetta starf hefst undir nafninu Heilahristingur, sem var samstarfs­ verk efni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins. Heilahristingur byrjaði í úti­ búum bókasafnsins þar sem sjálfboða­ liðar aðstoða grunnskólanemendur sem eru af erlendu bergi brotnir,“ segir Haraldur. Haraldur byrjaði á eftirlaun­ um fyrir þrettán árum en skráði sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum fyr­ ir um sex árum. „Þetta er afar skemmti­ legt starf og gefandi. Að starfinu koma sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum en einnig Korpúlfar. Að auki koma krakk­ ar úr Borgarholtsskóla og hjálpa til gegn því að fá eina einingu upp í sitt nám. Þetta er stórskemmtileg blanda, aldursbilið er um 70 ár milli þess elsta og yngsta,“ segir Haraldur. Hlutverk foreldra afar mikilvægt „Nemendurnir eru úr 4. bekk og upp úr og íslenskukunnátta þeirra er afar mismunandi. Mörg hver eru fædd hér á landi en foreldrarnir hafa í mörgum tilvikum takmarkaða íslenskukunnáttu og geta því kannski ekki hjálpað eins mikið til við heimanám barnanna og nauðsynlegt er,“ segir Haraldur. „Starf­ ið gengur vel og við upplifum að það skili árangri. Hins vegar er hlutverk for­ eldra í námi barnanna afar mikilvægt, það skiptir sköpum að foreldrar beri virðingu fyrir þessari vinnu barnanna og veiti henni athygli. Þá farnast nem­ endum yfirleitt vel,“ segir Haraldur. Athyglisvert samstarf í Húsaskóla Í Húsaskóla fer fram afar athyglisvert samstarf skóla, heimilis og grenndar­ samfélagsins við að byggja upp lestrar­ kunnáttu nemenda. Fyrir utan hefð­ bundið skólastarf tengt lestri þá hefur skólinn einnig lagt á samstarf við for­ eldra varðandi heimalestur barn­ anna. Annað skemmtilegt verkefni í skólanum snýr að þátttöku svokall­ aðra Korpúlfa í lestrarkennslunni. Fulltrúar samtakanna hafa komið inn í lestrarnámið á afar eftirtektarverðan hátt. Hugmyndin var fengin að láni frá Reykjanesbæ en þar hefur viðlíka sam­ starf grenndarsamfélagsins verið við lýði í nokkurn tíma. Foreldrar lána bækur „Við leggjum mikla áherslu á lestur í skólanum. Öll börn í 1.–7. bekk, eru með heimalestrarbók og eiga að lesa upphátt í að minnsta kosti 15 mín­ útur á dag. Að sjálfsögðu má svo lesa meira í hljóði eða yndislestri. Skólinn lagði mikla áherslu á samstarf við for­ eldra og það verður að segja að þeir eru einstaklega duglegir við að sinna þessu starfi barnanna,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Húsa­ skóla. Nemendur fá heimalestrar­ einkunnina 10 ef þau lesa alla daga og 8 ef einn dagur fellur niður og því er mikilvægt að foreldrar séu virkir og haldi vel utan um lesturinn. „Þessar einkunnir eru í hæstu hæðum. Ann­ að mikilvægt atriði er að við upplýsum foreldra um viðmiðin í hverjum bekk og þannig geta foreldrar fylgst með hvar börn þeirra eru stödd í lestri,“ seg­ ir Ásta Bjarney og bætir við: „Einnig hafa foreldrar verið að lána okkur bæk­ ur og þannig búum við til skemmtileg bekkjarbókasöfn sem börnin sækja í. Við reynum líka að búa til notalegt rými til þess að börnin geti lesið í með það fyrir augum að byggja upp jákvæð hughrif nemenda tengd lestri.“ „Lesskilningur nemenda hefur aukist“ „Í skólanum erum við með yndis­ lestrarstundir þar sem börnin lesa það sem þau langar til. Síðan leggj­ um við mikla áherslu á að þau lesi oft­ ar upphátt og bæti framsögn sína og þar koma Korpúlfarnir, eða lestrar­ vinir, inn. Hver og einn sjálfboða­ liði úr Korpúlfum er tilnefndur sem lestrar vinur tiltekins bekkjar og heim­ sækir skólann einu sinni í viku. Þessi sjálfboðaliði kallar svo til sín hvern nemanda og lætur hann lesa fyrir sig. Óhjákvæmilega kvikna umræður um flókin og torskilin orð sem barnið nýtur góðs af. Við sjáum þess mjög skýr merki að lesskilningur nem­ enda hefur aukist,“ segir Ásta Bjarn­ ey. Að hennar sögn hefur það komið skemmtilega á óvart hversu krakk­ arnir eru spenntir fyrir verkefninu. „Það er afar eftirsótt að fá að lesa fyrir lestrar vininn, alveg sama hvar börnin eru stödd í lestri,“ segir Ásta Bjarney að lokum. Skólinn leitaði til Korpúlfa Það er eftirtektarvert að í báðum verk efnunum eru það eldri borgar­ ar sem leika lykilhlutverk. Valbjörg Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, er í hópi þeirra Korpúlfa sem hafa látið til sín taka: „Þetta samstarf Húsaskóla og Korpúlfa hófst þannig að skólinn leitaði til félagsins eftir aðstoð. Á fé­ lagsfundi í byrjun október í fyrra lá fyrir blað þar sem áhugasamir gátu skrifað sig á lista. Síðan var hringt í okkur og við boðuð á fund. Ég var á þessum félagsfundi þótt ég mæti ekki á þá alla. Þannig kom það til að ég tók þátt,“ segir Valbjörg og er greinilega ánægð með hvernig til hefur tekist. Passaði vel við morgunsundið „Það var skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni. Ég var dálítið efins um árangurinn þegar ég vissi að ég átti að hlusta á lestur 7. bekkjar sem voru orðin alvön eftirfylgni í lestri, en samvinnan gekk mjög vel við bæði kennara og nemendur enda góð að­ staða til að sinna þessu. Við vorum ekki öll jafn oft í skólanum. Ég valdi að mæta tvo morgna í viku, oftast í tvær kennslustundir, einhverjir þátt­ takendur vörðu meiri tíma í þetta og aðrir minni tíma. Í febrúar skipti ég þessum tíma á milli 7. og 1. bekkjar. Ég fer í sund á morgnana og gat gert þetta áður en ég fór í sundið og þurfti ekki að hreyfa bílinn þar sem þessar stofnanir eru á sama stað. Aðspurð hvað valdi því að verkefnið virðist vera að skila árangri, segir Valbjörg: „Ég held að þetta sé vegna þess að krakk­ arnir fara að hugsa meira um textann. Þau fletta ekki upp orðum sem að þau vita ekki alveg hvað þýða út af því að þau ná samhenginu. Þarna skapast hins vegar umræða um einstök orð sem eykur á skilninginn.“ n Vikublað 8.–10. september 2015 af 20% AFSLÁTTUR Gæði og góð þjónusta í 80 ár! Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Börnin slást um að lesa fyrir eldri borgara n Gegna lykilhlutverki í menntun barna í Grafarvogi n Lesskilningur barna eykst Menntun Framlag sjálfboðaliða í Grafarvogi er eftirtektarvert. Mynd Sigtryggur Ari Valbjörg Jónsdóttir sjálfboðaliði Að hennar mati fara nemendur að hugsa meira um textann þegar þeir lesa upphátt fyrir áheyranda. Ásta Bjarney Elíasdóttir skólastjóri Ásta er hæstánægð með samstarfið við Korpúlfa. Mynd ÞorMAr Vignir gunnArSSon Haraldur Finnsson Haraldur skráði sig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum fyrir sex árum og hefur síðan aðstoðað börn við heimanám. Mynd tHorri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.