Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 8.–10. september 201522 Fréttir K nattspyrnumaðurinn ungi Ingólfur Sigurðsson opn- aði umræðuna um geð- ræn vandamál íþróttafólks í fyrra þegar hann steig fram af miklu hugrekki og greindi frá því í viðtali að hann hefði glímt við alvarlega kvíðaröskun um árabil. Óhætt er að segja að hann hafi, ásamt fleirum sem stigu fram í kjölfarið, lagt sitt af mörkum við að breyta landslagi íþróttanna á Ís- landi í þessu tilliti, þar sem andleg veikindi íþróttamanna hafa virst hálfgert tabú. Í viðtali við DV gerir Ingólfur upp árið frá viðtalinu sem vakti gríðar- mikla athygli, líðanina og lífið í Ólafsvík þar sem hann leikur nú. Á miðvikudag heldur hann fyrirlestur á málþingi ÍSÍ og KSÍ um geðsjúk- dóma í íþróttum auk þess sem hann mun skrifa pistlaröð hér í DV um upplifun sína. Fann stuðning og skilning „Viðbrögðin voru í raun alveg lygi- leg,“ segir Ingólfur um viðtalið sem birtist í Sunnudagsmogganum í mars í fyrra. „Nokkrum dögum eftir að viðtalið birtist höfðu mér borist í kringum 200 tölvupóstar frá fólki sem flest hafði upplifað eitthvað sambærilegt eða glímt við önnur geðræn vandamál. Í fótboltaheim- inum á Íslandi var tekið vel í þetta og ég fann ekki fyrir neinu nema skilningi og stuðningi. Það er rétt að fótboltaheimurinn hér á Íslandi, sem og annars staðar, hefur alltaf verið karllægur og það má litlar til- finningar eða veikleika sýna. Það hefur aðeins breyst á undanförnu ári og margir fylgt í kjölfarið og rætt sína líðan opinskátt. Ekki að ég vilji eitthvað eigna mér heiðurinn af því, en ég held að það sé vitað mál í dag að fótboltamenn eru líka mann- eskjur.“ Eftir á að hyggja segir Ingólfur undarlegt til þess að hugsa að árið 2014 hafi hann verið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að tjá sig opinberlega um andlega heilsu sína með þessum hætti. Það hefði mátt gerast mun fyrr. „En það er mjög fínt að fleiri hafi stigið fram og ég áttaði mig á því þegar ég gerði það að það gæti gerst, sem svo varð raunin.“ Flýrð ekki sjálfan þig Ingólfur fór fjórtán ára gamall út til Hollands í atvinnumennsku en það var þar sem hann greindist með geðsjúkdóminn kvíðaröskun. Hann faldi veikindi sín, flakkaði milli liða og hefur gengið erfiðlega að ná fót- festu í fótboltanum á umliðnum árum. Í dag er hann 22 ára, en hvernig hefur honum gengið og hvernig hefur líðan hans verið síð- an hann steig fram og opinberaði sjúkdóm sinn í fyrra? Hefur hon- um tekist að halda honum í skefj- um eða er þetta eitthvað sem vitjar hans reglulega? „Maður getur aldrei flúið sjálf- an sig. Ég er alltaf að einhverju leyti að kljást við sjálfan mig. Það er bara hluti af þessu lífi að gera það. Á heildina litið er ég brosandi en ég hef glímt við þetta frá því að ég var barn þannig að ég hef bæði öðlast reynslu og þekkingu á sjálfum mér. Ég er því alltaf betur í stakk búinn til að hjálpa mér sjálfur.“ Fann festu eftir eyðimerkurgöngu Þegar Ingólfur fór í viðtalið við Morgunblaðið í fyrra lék hann með Þrótti í Reykjavík. Eftir eitt og hálft ár með Þrótti, þar af sem hann var lánaður á miðju sumri í fyrra til KV, skipti hann yfir í Víking Ólafsvík í janúar síðastliðnum. Það reyndist honum mikið gæfuspor. „Mér fannst ég vera búinn að vera að sigla lygnan sjó í boltanum og mér leið aldrei eins og ég væri í þessu af einhverri alvöru. Það var stutt í eitthvert kæruleysi. Eftir þetta tímabil í fyrra, sem var vonbrigða- ár hjá mér, þá tók ég mér góðan tíma í að hugsa mín mál og komst að þeirri niðurstöðu að annaðhvort gerði ég þetta eins og maður eða sleppti þessu. Þess vegna fannst mér skref upp á við að fara til Ólafs- víkur og sú ágæti þeirrar ákvörðun- ar hefur margsannað sig enda er ég loksins byrjaður að geta eitthvað aftur og liðið náð lygilegum árangri í sumar.“ Víkingar hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta ári og stefna hraðbyri á að vinna 1. deildina með yfirburðum. Ingólfur hefur fundið sig vel hjá liðinu og spilað samkvæmt því. Hann þakkar það áherslum þjálfarans, Ejub Purisevic. „Þegar ég fundaði með Ejub þá sammæltumst við um að í ár myndum við byggja upp ákveðinn grunn hjá mér. Ég hef verið mikið á flakki og kannski að einhverju leyti verið í þessu af hálfum hug – skort festu. Þessi grunnvinna fól í sér að ég myndi ekki spila hverja einustu mínútu heldur myndum við gera það með þeim hætti að ég myndi taka þátt. Það hefur lýst sér þannig að þó að ég skori kannski tvö mörk í einum leik og sé maður leiksins, þá er ég á bekknum í næsta leik og kem inn á frekar en að byrja. Það er allt liður í því að byggja mig upp eftir þessa nokkurra tímabila eyði- merkurgöngu. Þetta hefur verið góður grunnur til að byggja á.“ Ólafsvík annað heimili Fyrir borgarbarn sem búið hefur í Reykjavík og borgum erlendis voru það að vonum viðbrigði að flytjast til Ólafsvíkur. Ingólfur var með ann- an fótinn fyrir vestan í vor en flutti síðan alfarið yfir í sumar. „Það er mun erfiðara að flytja í smærra pláss en maður þekkir. Það tók mig nokkrar vikur að að- lagast því að geta ekki farið út í búð hvenær sólarhrings sem hentaði, og að vera í þessari miklu kyrrð og róleg heitum var mikil nýbreytni fyrir mig. En að sama skapi þá nýtur maður núna lífsins í botn og það er frábært að vera í Ólafsvík og það er eins og mitt annað heimili í dag.“ Heldur fyrirlestur um geðsjúkdóma Næstkomandi miðvikudag mun Ingólfur vera einn af aðalfyrirlesur- um á málþingi KSÍ og ÍSÍ um geð- sjúkdóma í íþróttum. Eftir því sem hann kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem slíkt málþing fer fram. „Ég kem til með að segja aðeins frá því sem ég gekk í gegnum og hvernig ég upplifði það sem íþróttamaður í tiltölulega brengluðum íþróttaheimi. Þegar mér bauðst að halda fyrirlestur þá þáði ég það án þess að hugsa mig tvisvar um því framtakið er virkilega gott hjá ÍSÍ og KSÍ og ég vil glaður leggja mitt af mörkum.“ Þó að Ingólfur sé hógværðin uppmáluð og vilji sem minnst gera sjálfur úr eigin hlut þá fullyrðir blaðamaður að sú staðreynd að hann hafi opnað á þessa um- ræðu í fyrra, og fleiri íþróttamenn síðan í kjölfarið, hafi augljóslega verið ákveðið skref til að sýna þess- um málaflokki aukna athygli inn- an íþróttahreyfingarinnar. Ingólfur hefur því lagt sitt lóð á vogarskál- ar þess að breyta landslagi íþrótta í þessu tilliti. Hann hlær lítillát- ur þegar blaðamaður varpar þessu fram með þessum hætti en tekur undir það að vissu marki. „Með því er kannski markmiðinu með öllu þessu náð.“ Ekki hika við að leita aðstoðar Ingólfur vill taka það fram varðandi andlega líðan og íþróttir að það megi ekki gleymast að fólki geti liðið marg- víslega. „Öllum líður misjafnlega og fólk upplifir ýmislegt og þess vegna er mikilvægt að gera greinarmun á and- legri líðan og geðsjúkdómum. Lífið er erfitt, annars væri það ekki lífið.“ Ef fólk, eða aðstandendur, gruni hins vegar að um geðsjúkdóm af einhverju tagi sé að ræða ætti það ekki að hika við að leita aðstoðar. Það hafi reynst honum vel, jafnvel þegar hann taldi enga þörf á því. „Það er um að gera að leita sér aðstoðar því það er ekkert grafið í stein að þér eigi að líða svona eða hinsegin alla tíð. Ég held að það sé bara mikil vitundarvakning varð- andi þetta og það komi bara til með að aukast á komandi misserum.“ n „Maður getur aldrei flúið sjálfan sig“ n Opnaði umræðuna um geðsjúkdóma íþróttafólks n Deilir reynslu sinni í fyrirlestrum og pistlum„Ég er alltaf að einhverju leyti að kljást við sjálfan mig. Á beinu brautina Ingólfur Sigurðsson opnaði á um- ræðuna um geðsjúkdóma knattspyrnumanna í einlægu viðtali í fyrra. Barátta hans við kvíðaröskunina stendur enn en nú hefur hann fundið festu og öryggi í Ólafsvík og miðlar af reynslu sinni. Meðal annars í pistlaröð fyrir DV á næstunni. Mynd Sigtryggur Ari „Með því er kannski markmiðinu með öllu þessu náð Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.